Evrópa með fjögurra stiga forskot fyrir lokadaginn Anton Ingi Leifsson skrifar 29. september 2018 20:02 Evrópa er í góðri stöðu er einn dagur er eftir af Ryder-bikarnum. vísir/getty Evrópa er 10-6 yfir eftir annan daginn á Ryder-bikarnum í golfið en leikið er á Le Golf National-vellinum í Frakklandi. Einungis einn dagur er eftir af mótinu en þá er leikið maður gegn manni, einstaklingskeppni, en undanfarna tvo daga hafa verið leiknir fjórmenningar og fjórbolti. Eftir gærdaginn var Evrópa 5-3 yfir og það batnaði til muna í morgun er Evrópa vann þrjá leiki gegn einungis einum sigri Bandaríkjanna. Þeir voru því komnir í 8-4. Francesco Molinari og Tommy Fleetwood höfðu betur gegn Tiger Woods og Bryson DeChambeau en þeir settu nýtt met í evrópska liðinu því Molinari og Fleetwood hafa unnið alla sína leiki til þessa. Þegar einn dagur er eftir þarf Evrópa einungis fjögur stig af tólf mögulegum til þess að standa uppi sem sigurvegari svo það þarf mikið að gerast á morgun ætli Bandaríkin að hafa betur. Það hefur einungis gerst tvisvar í sögunni að lið komi til baka fjórum stigum undir fyrir lokadaginn. Það gerði Bandaríkinn í Brookline 1999 og Evrópa í Medinah fyrir sex árum. Golf Mest lesið Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Enski boltinn Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Fótbolti Benoný Breki áfram á skotskónum Enski boltinn Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Fótbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Handbolti Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Handbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Evrópa er 10-6 yfir eftir annan daginn á Ryder-bikarnum í golfið en leikið er á Le Golf National-vellinum í Frakklandi. Einungis einn dagur er eftir af mótinu en þá er leikið maður gegn manni, einstaklingskeppni, en undanfarna tvo daga hafa verið leiknir fjórmenningar og fjórbolti. Eftir gærdaginn var Evrópa 5-3 yfir og það batnaði til muna í morgun er Evrópa vann þrjá leiki gegn einungis einum sigri Bandaríkjanna. Þeir voru því komnir í 8-4. Francesco Molinari og Tommy Fleetwood höfðu betur gegn Tiger Woods og Bryson DeChambeau en þeir settu nýtt met í evrópska liðinu því Molinari og Fleetwood hafa unnið alla sína leiki til þessa. Þegar einn dagur er eftir þarf Evrópa einungis fjögur stig af tólf mögulegum til þess að standa uppi sem sigurvegari svo það þarf mikið að gerast á morgun ætli Bandaríkin að hafa betur. Það hefur einungis gerst tvisvar í sögunni að lið komi til baka fjórum stigum undir fyrir lokadaginn. Það gerði Bandaríkinn í Brookline 1999 og Evrópa í Medinah fyrir sex árum.
Golf Mest lesið Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Enski boltinn Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Fótbolti Benoný Breki áfram á skotskónum Enski boltinn Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Fótbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Handbolti Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Handbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira