Mynd úr vefmyndavél Vegagerðarinnar sýnir staðsetningu lögreglubílsins skömmu fyrir áreksturinn Jóhann K. Jóhannsson skrifar 27. september 2018 22:00 Hér má sjá staðsetningu lögreglubifreiðarinnar skömmu fyrir áreksturinn. Inni í stærri hringnum má sjá myndina í aðdrætti Skjáskot úr vefmyndavél Vegagerðarinnar Það þykir með ólíkindum að engin skuli hafa slasast alvarlega þegar bifreið var ekið aftan á lögreglubifreið á Suðurlandsvegi við Bláfjallaafleggjara um miðjan dag í gær. Fimm voru fluttir á slysadeild til skoðunar.Skjáskot úr vefmyndavél Vegagerðarinnar rétt áður en áreksturinn verðurSkjáskot úr vefmyndavél VegagerðarinnarMálsatvik voru þau að lögreglumenn voru við hraðamælingar á Suðurlandsvegi og höfðu mælt ökumann við hraðakstur og stöðvað hann skammt vestan Bláfjallaafleggjara. Voru þeir að ræða við ökumann inni í lögreglubifreiðinni þegar ekið var aftan á hana á miklum hraða. Aðstæður á staðnum eru þannig að Suðurlandsvegur hefur tvær akreinar í hvora átt og liggur vegurinn beinn á löngum kafla. Vegöxlin er breið og er hún skilin frá veginum með óbrotinni línu. Er áreksturinn varð var lögreglubifreiðin vel fyrir utan akreinina og ekki inni á veginum og með blá blikkandi ljós, öðrum við viðvörunar.Eins og sjá má kastaðist lögreglubíllinn yfir veginn við áreksturinn.Visir/Jóhann K. JóhannssonLögreglumenn vinna eftir ákveðnum og mjög skýrum verklagsreglum þegar ökutæki er stöðvað, líkt og atvikaðist Suðurlandsvegi í gær. Mynd úr vefmyndavél Vegagerðarinnar við Sandskeið, frá því um miðan dag í gær, skömmu fyrir áreksturinn, sýnir stöðu lögreglubifreiðarinnar og ökutækisins, sem þeir voru búnir að stöðva, vel.Eins og sjá má er lögreglubíllinn afar illa farinn eftir áreksturinn og með ólíkindum að tveir lögreglumenn og ökumaður annars bíls hafi ekki hlotið alvarleg meiðsli.Vísir/Jóhann K. JóhannssonÞað sem vekur athygli miðað við stöðu lögreglubifreiðarinnar er að bifreiðin sem ekur aftan á, klessir á hægra afturhorn og hefur því þurft að hafa verið ekið á vegöxlinni. Við áreksturinn kastast lögreglubifreiðin yfir veginn sem styður það að lögreglumenn á vettvangi hafi stillt lögreglubílnum upp eftir verklagsreglum. Það er að ef árekstur verður skulu dekk höfð í beygju svo bíllinn lendi ekki á bílnum fyrir framan. Tildrög slyssins eru enn til rannsóknar en samkvæmt tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu slasaðist enginn alvarlega. Tengdar fréttir Fimm fluttir á sjúkrahús eftir að ekið var aftan á lögreglubíl á Suðurlandsvegi Suðurlandsvegur við Bláfjallaveg lokaður á meðan unnið er á vettvangi. 26. september 2018 15:07 Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Sjá meira
Það þykir með ólíkindum að engin skuli hafa slasast alvarlega þegar bifreið var ekið aftan á lögreglubifreið á Suðurlandsvegi við Bláfjallaafleggjara um miðjan dag í gær. Fimm voru fluttir á slysadeild til skoðunar.Skjáskot úr vefmyndavél Vegagerðarinnar rétt áður en áreksturinn verðurSkjáskot úr vefmyndavél VegagerðarinnarMálsatvik voru þau að lögreglumenn voru við hraðamælingar á Suðurlandsvegi og höfðu mælt ökumann við hraðakstur og stöðvað hann skammt vestan Bláfjallaafleggjara. Voru þeir að ræða við ökumann inni í lögreglubifreiðinni þegar ekið var aftan á hana á miklum hraða. Aðstæður á staðnum eru þannig að Suðurlandsvegur hefur tvær akreinar í hvora átt og liggur vegurinn beinn á löngum kafla. Vegöxlin er breið og er hún skilin frá veginum með óbrotinni línu. Er áreksturinn varð var lögreglubifreiðin vel fyrir utan akreinina og ekki inni á veginum og með blá blikkandi ljós, öðrum við viðvörunar.Eins og sjá má kastaðist lögreglubíllinn yfir veginn við áreksturinn.Visir/Jóhann K. JóhannssonLögreglumenn vinna eftir ákveðnum og mjög skýrum verklagsreglum þegar ökutæki er stöðvað, líkt og atvikaðist Suðurlandsvegi í gær. Mynd úr vefmyndavél Vegagerðarinnar við Sandskeið, frá því um miðan dag í gær, skömmu fyrir áreksturinn, sýnir stöðu lögreglubifreiðarinnar og ökutækisins, sem þeir voru búnir að stöðva, vel.Eins og sjá má er lögreglubíllinn afar illa farinn eftir áreksturinn og með ólíkindum að tveir lögreglumenn og ökumaður annars bíls hafi ekki hlotið alvarleg meiðsli.Vísir/Jóhann K. JóhannssonÞað sem vekur athygli miðað við stöðu lögreglubifreiðarinnar er að bifreiðin sem ekur aftan á, klessir á hægra afturhorn og hefur því þurft að hafa verið ekið á vegöxlinni. Við áreksturinn kastast lögreglubifreiðin yfir veginn sem styður það að lögreglumenn á vettvangi hafi stillt lögreglubílnum upp eftir verklagsreglum. Það er að ef árekstur verður skulu dekk höfð í beygju svo bíllinn lendi ekki á bílnum fyrir framan. Tildrög slyssins eru enn til rannsóknar en samkvæmt tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu slasaðist enginn alvarlega.
Tengdar fréttir Fimm fluttir á sjúkrahús eftir að ekið var aftan á lögreglubíl á Suðurlandsvegi Suðurlandsvegur við Bláfjallaveg lokaður á meðan unnið er á vettvangi. 26. september 2018 15:07 Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Sjá meira
Fimm fluttir á sjúkrahús eftir að ekið var aftan á lögreglubíl á Suðurlandsvegi Suðurlandsvegur við Bláfjallaveg lokaður á meðan unnið er á vettvangi. 26. september 2018 15:07