Mynd úr vefmyndavél Vegagerðarinnar sýnir staðsetningu lögreglubílsins skömmu fyrir áreksturinn Jóhann K. Jóhannsson skrifar 27. september 2018 22:00 Hér má sjá staðsetningu lögreglubifreiðarinnar skömmu fyrir áreksturinn. Inni í stærri hringnum má sjá myndina í aðdrætti Skjáskot úr vefmyndavél Vegagerðarinnar Það þykir með ólíkindum að engin skuli hafa slasast alvarlega þegar bifreið var ekið aftan á lögreglubifreið á Suðurlandsvegi við Bláfjallaafleggjara um miðjan dag í gær. Fimm voru fluttir á slysadeild til skoðunar.Skjáskot úr vefmyndavél Vegagerðarinnar rétt áður en áreksturinn verðurSkjáskot úr vefmyndavél VegagerðarinnarMálsatvik voru þau að lögreglumenn voru við hraðamælingar á Suðurlandsvegi og höfðu mælt ökumann við hraðakstur og stöðvað hann skammt vestan Bláfjallaafleggjara. Voru þeir að ræða við ökumann inni í lögreglubifreiðinni þegar ekið var aftan á hana á miklum hraða. Aðstæður á staðnum eru þannig að Suðurlandsvegur hefur tvær akreinar í hvora átt og liggur vegurinn beinn á löngum kafla. Vegöxlin er breið og er hún skilin frá veginum með óbrotinni línu. Er áreksturinn varð var lögreglubifreiðin vel fyrir utan akreinina og ekki inni á veginum og með blá blikkandi ljós, öðrum við viðvörunar.Eins og sjá má kastaðist lögreglubíllinn yfir veginn við áreksturinn.Visir/Jóhann K. JóhannssonLögreglumenn vinna eftir ákveðnum og mjög skýrum verklagsreglum þegar ökutæki er stöðvað, líkt og atvikaðist Suðurlandsvegi í gær. Mynd úr vefmyndavél Vegagerðarinnar við Sandskeið, frá því um miðan dag í gær, skömmu fyrir áreksturinn, sýnir stöðu lögreglubifreiðarinnar og ökutækisins, sem þeir voru búnir að stöðva, vel.Eins og sjá má er lögreglubíllinn afar illa farinn eftir áreksturinn og með ólíkindum að tveir lögreglumenn og ökumaður annars bíls hafi ekki hlotið alvarleg meiðsli.Vísir/Jóhann K. JóhannssonÞað sem vekur athygli miðað við stöðu lögreglubifreiðarinnar er að bifreiðin sem ekur aftan á, klessir á hægra afturhorn og hefur því þurft að hafa verið ekið á vegöxlinni. Við áreksturinn kastast lögreglubifreiðin yfir veginn sem styður það að lögreglumenn á vettvangi hafi stillt lögreglubílnum upp eftir verklagsreglum. Það er að ef árekstur verður skulu dekk höfð í beygju svo bíllinn lendi ekki á bílnum fyrir framan. Tildrög slyssins eru enn til rannsóknar en samkvæmt tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu slasaðist enginn alvarlega. Tengdar fréttir Fimm fluttir á sjúkrahús eftir að ekið var aftan á lögreglubíl á Suðurlandsvegi Suðurlandsvegur við Bláfjallaveg lokaður á meðan unnið er á vettvangi. 26. september 2018 15:07 Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Það þykir með ólíkindum að engin skuli hafa slasast alvarlega þegar bifreið var ekið aftan á lögreglubifreið á Suðurlandsvegi við Bláfjallaafleggjara um miðjan dag í gær. Fimm voru fluttir á slysadeild til skoðunar.Skjáskot úr vefmyndavél Vegagerðarinnar rétt áður en áreksturinn verðurSkjáskot úr vefmyndavél VegagerðarinnarMálsatvik voru þau að lögreglumenn voru við hraðamælingar á Suðurlandsvegi og höfðu mælt ökumann við hraðakstur og stöðvað hann skammt vestan Bláfjallaafleggjara. Voru þeir að ræða við ökumann inni í lögreglubifreiðinni þegar ekið var aftan á hana á miklum hraða. Aðstæður á staðnum eru þannig að Suðurlandsvegur hefur tvær akreinar í hvora átt og liggur vegurinn beinn á löngum kafla. Vegöxlin er breið og er hún skilin frá veginum með óbrotinni línu. Er áreksturinn varð var lögreglubifreiðin vel fyrir utan akreinina og ekki inni á veginum og með blá blikkandi ljós, öðrum við viðvörunar.Eins og sjá má kastaðist lögreglubíllinn yfir veginn við áreksturinn.Visir/Jóhann K. JóhannssonLögreglumenn vinna eftir ákveðnum og mjög skýrum verklagsreglum þegar ökutæki er stöðvað, líkt og atvikaðist Suðurlandsvegi í gær. Mynd úr vefmyndavél Vegagerðarinnar við Sandskeið, frá því um miðan dag í gær, skömmu fyrir áreksturinn, sýnir stöðu lögreglubifreiðarinnar og ökutækisins, sem þeir voru búnir að stöðva, vel.Eins og sjá má er lögreglubíllinn afar illa farinn eftir áreksturinn og með ólíkindum að tveir lögreglumenn og ökumaður annars bíls hafi ekki hlotið alvarleg meiðsli.Vísir/Jóhann K. JóhannssonÞað sem vekur athygli miðað við stöðu lögreglubifreiðarinnar er að bifreiðin sem ekur aftan á, klessir á hægra afturhorn og hefur því þurft að hafa verið ekið á vegöxlinni. Við áreksturinn kastast lögreglubifreiðin yfir veginn sem styður það að lögreglumenn á vettvangi hafi stillt lögreglubílnum upp eftir verklagsreglum. Það er að ef árekstur verður skulu dekk höfð í beygju svo bíllinn lendi ekki á bílnum fyrir framan. Tildrög slyssins eru enn til rannsóknar en samkvæmt tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu slasaðist enginn alvarlega.
Tengdar fréttir Fimm fluttir á sjúkrahús eftir að ekið var aftan á lögreglubíl á Suðurlandsvegi Suðurlandsvegur við Bláfjallaveg lokaður á meðan unnið er á vettvangi. 26. september 2018 15:07 Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Fimm fluttir á sjúkrahús eftir að ekið var aftan á lögreglubíl á Suðurlandsvegi Suðurlandsvegur við Bláfjallaveg lokaður á meðan unnið er á vettvangi. 26. september 2018 15:07