Sögulegt tækifæri – Ný lög um þjónustu við fatlað fólk Rúnar Björn Herrera og Sigurjón Unnar Sveinsson skrifar 28. september 2018 07:00 Þann 1. október næstkomandi taka gildi ný lög um þjónustu sveitarfélaga við fatlað fólk. Oft er rætt um að í þeim sé þjónusta sem kallast NPA innleidd sem eitt meginform af þjónustu við fatlað fólk og jafnvel eru nýju lögin í heild sinni oft kölluð NPA-lögin, en í því birtist raunar almenn vanþekking á meginefni laganna. Nýju lögin fjalla um talsvert meira en innleiðingu NPA hérlendis. Þau eru afurð heildarendurskoðunar á lögum um fatlað fólk og hluti af innleiðingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SRFF). Markmið samningsins er m.a. að allt fatlað fólk njóti allra réttinda til jafns við aðra. Markmiðið er t.d. að tryggja sjálfræði alls fatlaðs fólks, á öllum sviðum. Þjónusta sú sem nefnd er í lögunum er nauðsynleg til að ná markmiðum samningsins. Í lögunum kemur beinlínis fram að SRFF skuli fylgt við framkvæmd þeirra. Afar mikilvægt er að sveitarfélögunum takist strax vel til við þá framkvæmd. Lögin fela m.a. í sér að nú þarf að fara í gang heildarendurskoðun á allri þjónustu sveitarfélaga við fatlað fólk því í nýju lögunum eru ýmsar uppfærslur og nálgun sveitarfélaga verður m.a. að vera sú að tryggja jafnræði allra til samfélagsþátttöku og sjálfstæðs lífs. Ein af breytingunum sem fylgja lögunum er afnám hugtaka sem þykja úrelt og fylgja augljóslega ekki markmiðum og hugmyndafræði SRFF. Hugtökin liðveisla og frekari liðveisla hafa m.a. verið afnumin úr lögunum og eiga ekki að vera grundvöllur framkvæmdar hjá sveitarfélögunum. Jafnframt verður að teljast ólíklegt að sveitarfélög komist áfram upp með að takmarka hefðbundna þjónustu við eins fáa tíma og þau hafa gert eða við tiltekið húsnæði eins og þau hafa því miður gert hingað til. Í lögunum kemur einnig fram að fötluðu fólki skuli standa til boða stoðþjónusta til þátttöku í samfélaginu án aðgreiningar þannig að það standi til jafns við aðra og að komið verði í veg fyrir félagslega einangrun þess. Stoðþjónusta er mjög víðtæk þjónusta við fatlað fólk sem m.a. á að uppfylla þarfir þess til sjálfstæðs heimilishalds, samfélagslegrar þátttöku, hæfingar, endurhæfingar, menntunar og atvinnu m.a. á grundvelli viðeigandi aðlögunar, sérhæfðrar ráðgjafar, félagslegs stuðnings, félagslegs samneytis, ástundunar tómstunda og menningarlífs. Einnig er tekið fram að stoðþjónusta taki mið af þörfum fatlaðra foreldra vegna umönnunar og uppeldis barna sinna. Jafnframt kemur fram í lögunum að þarfir fatlaðra barna fyrir umönnun og þjálfun, ásamt þjónustu við fjölskyldur þeirra skuli vera nauðsynlegur hluti af stoðþjónustu. Lögin fela í sér tækifæri sem kemur væntanlega ekki aftur, tækifæri til þess að færa alla þjónustu í nútímalegt form þar sem markmiðið verður að tryggja raunverulegt jafnræði fólks til samfélagslegrar þátttöku og sjálfstæðs lífs. Nálgun sveitarfélaga verður þar með að vera allt önnur en sú sem þróast hefur síðustu ár. Við hjá málefnahópi ÖBÍ um sjálfstætt líf munum vera vakandi fyrir framkvæmd sveitarfélaga næstu mánuði og grípa til viðeigandi ráðstafana ef sveitarfélögin fara á mis við hið sögulega tækifæri sem þeim er veitt með nýrri löggjöf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Rúnar Björn Herrera Þorkelsson Mest lesið Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding Skoðun Skoðun Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Sjá meira
Þann 1. október næstkomandi taka gildi ný lög um þjónustu sveitarfélaga við fatlað fólk. Oft er rætt um að í þeim sé þjónusta sem kallast NPA innleidd sem eitt meginform af þjónustu við fatlað fólk og jafnvel eru nýju lögin í heild sinni oft kölluð NPA-lögin, en í því birtist raunar almenn vanþekking á meginefni laganna. Nýju lögin fjalla um talsvert meira en innleiðingu NPA hérlendis. Þau eru afurð heildarendurskoðunar á lögum um fatlað fólk og hluti af innleiðingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SRFF). Markmið samningsins er m.a. að allt fatlað fólk njóti allra réttinda til jafns við aðra. Markmiðið er t.d. að tryggja sjálfræði alls fatlaðs fólks, á öllum sviðum. Þjónusta sú sem nefnd er í lögunum er nauðsynleg til að ná markmiðum samningsins. Í lögunum kemur beinlínis fram að SRFF skuli fylgt við framkvæmd þeirra. Afar mikilvægt er að sveitarfélögunum takist strax vel til við þá framkvæmd. Lögin fela m.a. í sér að nú þarf að fara í gang heildarendurskoðun á allri þjónustu sveitarfélaga við fatlað fólk því í nýju lögunum eru ýmsar uppfærslur og nálgun sveitarfélaga verður m.a. að vera sú að tryggja jafnræði allra til samfélagsþátttöku og sjálfstæðs lífs. Ein af breytingunum sem fylgja lögunum er afnám hugtaka sem þykja úrelt og fylgja augljóslega ekki markmiðum og hugmyndafræði SRFF. Hugtökin liðveisla og frekari liðveisla hafa m.a. verið afnumin úr lögunum og eiga ekki að vera grundvöllur framkvæmdar hjá sveitarfélögunum. Jafnframt verður að teljast ólíklegt að sveitarfélög komist áfram upp með að takmarka hefðbundna þjónustu við eins fáa tíma og þau hafa gert eða við tiltekið húsnæði eins og þau hafa því miður gert hingað til. Í lögunum kemur einnig fram að fötluðu fólki skuli standa til boða stoðþjónusta til þátttöku í samfélaginu án aðgreiningar þannig að það standi til jafns við aðra og að komið verði í veg fyrir félagslega einangrun þess. Stoðþjónusta er mjög víðtæk þjónusta við fatlað fólk sem m.a. á að uppfylla þarfir þess til sjálfstæðs heimilishalds, samfélagslegrar þátttöku, hæfingar, endurhæfingar, menntunar og atvinnu m.a. á grundvelli viðeigandi aðlögunar, sérhæfðrar ráðgjafar, félagslegs stuðnings, félagslegs samneytis, ástundunar tómstunda og menningarlífs. Einnig er tekið fram að stoðþjónusta taki mið af þörfum fatlaðra foreldra vegna umönnunar og uppeldis barna sinna. Jafnframt kemur fram í lögunum að þarfir fatlaðra barna fyrir umönnun og þjálfun, ásamt þjónustu við fjölskyldur þeirra skuli vera nauðsynlegur hluti af stoðþjónustu. Lögin fela í sér tækifæri sem kemur væntanlega ekki aftur, tækifæri til þess að færa alla þjónustu í nútímalegt form þar sem markmiðið verður að tryggja raunverulegt jafnræði fólks til samfélagslegrar þátttöku og sjálfstæðs lífs. Nálgun sveitarfélaga verður þar með að vera allt önnur en sú sem þróast hefur síðustu ár. Við hjá málefnahópi ÖBÍ um sjálfstætt líf munum vera vakandi fyrir framkvæmd sveitarfélaga næstu mánuði og grípa til viðeigandi ráðstafana ef sveitarfélögin fara á mis við hið sögulega tækifæri sem þeim er veitt með nýrri löggjöf.
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun