Leggja til stofnun miðstöðvar skimunar fyrir krabbameini Sighvatur Arnmundsson skrifar 27. september 2018 06:00 Halla Þorvaldsdóttir segir umræðu um framtíðarfyrirkomulag skimunar hafa verið grunna. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Krabbameinsfélagið leggur til að komið verði á fót Skimunarmiðstöð Íslands sem yrði þekkingarsetur um alla skimun fyrir krabbameini á landinu. Miðstöðin hefði umsjón með skipulagi, stjórnun, framkvæmd og uppgjöri skimunar. „Það hefur átt sér stað töluverð umræða um framtíðarfyrirkomulag skimunar fyrir krabbameini en sú umræða hefur verið afar grunn. Hún hefur fyrst og fremst snúist um það hvar skimanir fyrir brjósta- og leghálskrabbameini eigi að fara fram. Það sem við viljum vekja athygli á er að þetta er býsna margþætt ferli,“ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Þjónustusamningur félagsins og Sjúkratrygginga um skipulagða leit að krabbameini í brjóstum og leghálsi hefur verið framlengdur í sjöunda sinn og mun gilda út næsta ár. Halla segir að í mörg ár hafi ekkert nema skammtímasamningar staðið til boða. „Það hefur gert rekstrarumhverfi okkar rosalega erfitt og fjárveitingar ríkisins hafa langt í frá dugað fyrir rekstri leitarstarfsins. Stjórnvöld hafa komið til móts við það að nokkru leyti með því að styrkja félagið um 50 milljónir vegna þess árs. Ég vil meina að með samningum núna séum við að sýna mikla samfélagslega ábyrgð með því að tryggja konum í landinu áframhaldandi aðgengi að þessari þjónustu.“ Krabbameinsfélagið hefur samþykkt að veita 75 milljónir króna á samningstímanum til þess að tryggja áframhaldandi gæði þjónustunnar. Frá stofnun hefur félagið unnið brautryðjendastarf í forvörnum, skráningu og skimun fyrir krabbameini. Engu að síður hefur þátttaka í skimunum farið minnkandi. Á 26 ára tímabili minnkaði hún um 13 prósent og stóð í 55 prósentum árið 2016. Það hlutfall er vel undir viðmiðunarmörkum félagsins. Um þessar mundir vinnur sérstakt skimunarráð á vegum velferðarráðuneytisins að tillögum fyrir framtíðarfyrirkomulag skimana á Íslandi. „Það skiptir mestu máli í okkar huga að passa upp á að stjórnun og skipulag skimunar, alveg frá boðun og þangað til búið er að gera upp allan árangur, sé á sömu hendi. Við erum ekki endilega að segja að skimunin þurfi að vera á okkar vegum en ábyrgðin og valdið yfir því hvernig þetta er framkvæmt og hvernig skilum á upplýsingum er háttað þarf að vera á sama stað.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Mikill meirihluti ómeðvitaður um aukna krabbameinshættu Rannsókn á erfðum rúmlega fimmtíu þúsund einstaklinga leiðir í ljós að 80 prósent þeirra sem bera stökkbreytingu í BRCA-genum eru ekki meðvitaðir um hana og þar með auknar líkur á krabbameini. 22. september 2018 08:00 Mæting í leghálsskimun sú versta á Norðurlöndunum Íslenskar konur skila sér verr í skimun fyrir leghálskrabbameini en aðrar konur á Norðurlöndunum. Mæting í krabbameinsskimun hefur dregist saman á liðnum árum að sögn yfirlæknis hjá Krabbameinsfélaginu. 22. september 2018 20:00 Mikilvægt að veita fjármagn til bólusetningar gegn leghálskrabbameini Forstjóri Krabbameinsfélagsins segir mikilvægt að Alþingi hafi ákveðið að veita fjármagni til að bólusetja tólf ára stúlkur gegn leghálskrabbameini. Byrjað verður að bólusetja næsta sumar. 25. desember 2010 19:00 Mest lesið Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Fleiri fréttir Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Sjá meira
Krabbameinsfélagið leggur til að komið verði á fót Skimunarmiðstöð Íslands sem yrði þekkingarsetur um alla skimun fyrir krabbameini á landinu. Miðstöðin hefði umsjón með skipulagi, stjórnun, framkvæmd og uppgjöri skimunar. „Það hefur átt sér stað töluverð umræða um framtíðarfyrirkomulag skimunar fyrir krabbameini en sú umræða hefur verið afar grunn. Hún hefur fyrst og fremst snúist um það hvar skimanir fyrir brjósta- og leghálskrabbameini eigi að fara fram. Það sem við viljum vekja athygli á er að þetta er býsna margþætt ferli,“ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Þjónustusamningur félagsins og Sjúkratrygginga um skipulagða leit að krabbameini í brjóstum og leghálsi hefur verið framlengdur í sjöunda sinn og mun gilda út næsta ár. Halla segir að í mörg ár hafi ekkert nema skammtímasamningar staðið til boða. „Það hefur gert rekstrarumhverfi okkar rosalega erfitt og fjárveitingar ríkisins hafa langt í frá dugað fyrir rekstri leitarstarfsins. Stjórnvöld hafa komið til móts við það að nokkru leyti með því að styrkja félagið um 50 milljónir vegna þess árs. Ég vil meina að með samningum núna séum við að sýna mikla samfélagslega ábyrgð með því að tryggja konum í landinu áframhaldandi aðgengi að þessari þjónustu.“ Krabbameinsfélagið hefur samþykkt að veita 75 milljónir króna á samningstímanum til þess að tryggja áframhaldandi gæði þjónustunnar. Frá stofnun hefur félagið unnið brautryðjendastarf í forvörnum, skráningu og skimun fyrir krabbameini. Engu að síður hefur þátttaka í skimunum farið minnkandi. Á 26 ára tímabili minnkaði hún um 13 prósent og stóð í 55 prósentum árið 2016. Það hlutfall er vel undir viðmiðunarmörkum félagsins. Um þessar mundir vinnur sérstakt skimunarráð á vegum velferðarráðuneytisins að tillögum fyrir framtíðarfyrirkomulag skimana á Íslandi. „Það skiptir mestu máli í okkar huga að passa upp á að stjórnun og skipulag skimunar, alveg frá boðun og þangað til búið er að gera upp allan árangur, sé á sömu hendi. Við erum ekki endilega að segja að skimunin þurfi að vera á okkar vegum en ábyrgðin og valdið yfir því hvernig þetta er framkvæmt og hvernig skilum á upplýsingum er háttað þarf að vera á sama stað.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Mikill meirihluti ómeðvitaður um aukna krabbameinshættu Rannsókn á erfðum rúmlega fimmtíu þúsund einstaklinga leiðir í ljós að 80 prósent þeirra sem bera stökkbreytingu í BRCA-genum eru ekki meðvitaðir um hana og þar með auknar líkur á krabbameini. 22. september 2018 08:00 Mæting í leghálsskimun sú versta á Norðurlöndunum Íslenskar konur skila sér verr í skimun fyrir leghálskrabbameini en aðrar konur á Norðurlöndunum. Mæting í krabbameinsskimun hefur dregist saman á liðnum árum að sögn yfirlæknis hjá Krabbameinsfélaginu. 22. september 2018 20:00 Mikilvægt að veita fjármagn til bólusetningar gegn leghálskrabbameini Forstjóri Krabbameinsfélagsins segir mikilvægt að Alþingi hafi ákveðið að veita fjármagni til að bólusetja tólf ára stúlkur gegn leghálskrabbameini. Byrjað verður að bólusetja næsta sumar. 25. desember 2010 19:00 Mest lesið Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Fleiri fréttir Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Sjá meira
Mikill meirihluti ómeðvitaður um aukna krabbameinshættu Rannsókn á erfðum rúmlega fimmtíu þúsund einstaklinga leiðir í ljós að 80 prósent þeirra sem bera stökkbreytingu í BRCA-genum eru ekki meðvitaðir um hana og þar með auknar líkur á krabbameini. 22. september 2018 08:00
Mæting í leghálsskimun sú versta á Norðurlöndunum Íslenskar konur skila sér verr í skimun fyrir leghálskrabbameini en aðrar konur á Norðurlöndunum. Mæting í krabbameinsskimun hefur dregist saman á liðnum árum að sögn yfirlæknis hjá Krabbameinsfélaginu. 22. september 2018 20:00
Mikilvægt að veita fjármagn til bólusetningar gegn leghálskrabbameini Forstjóri Krabbameinsfélagsins segir mikilvægt að Alþingi hafi ákveðið að veita fjármagni til að bólusetja tólf ára stúlkur gegn leghálskrabbameini. Byrjað verður að bólusetja næsta sumar. 25. desember 2010 19:00