Blind andúð Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 27. september 2018 07:00 Það er hið besta mál að hafa prinsipp og standa fast á sínu, en það má samt ekki vera þannig að þrjóskan hertaki skynsemina og haldi henni í gíslingu. Einmitt þetta hefur hent hörðustu andstæðinga Evrópusambandsins hér á landi. Þeir láta enn eins og Bretar séu að stíga blessunarríkt spor með útgöngu úr Evrópusambandinu. Það skiptir þá engu að þessi ákvörðun ætlar að verða Bretum dýrkeypt. Allur aðdragandi Brexit sýnir fram á getuleysi breskra stjórnmálamanna og embættismanna. Þeir virðast alls ekki hafa gert ráð fyrir að þjóðin samþykkti Brexit. Meira að segja lýðskrumararnir sem höfðu hátt í kosningabaráttunni og töluðu í anda Donalds Trump virtust ekki hafa trú á því að málstaður þeirra yrði ofan á. Það var ekkert plan í gangi færi þannig að þjóðin samþykkti Brexit og því ekki skrýtið að eftirleikurinn hefur einkennst af fullkomnu ráðleysi breskra ráðamanna. Bretar hafa notið góðs af veru sinni í Evrópusambandinu og munu tapa verulega á útgöngu. Stór hópur Breta sem samþykkti Brexit hefur skipt um skoðun og kvíðir afleiðingum þess að kveðja sambandið. Kröfur um aðra þjóðaratkvæðagreiðslu verða æ háværari. Umheimurinn horfir á forsætisráðherra Breta, Theresu May, berjast með kjafti og klóm fyrir pólitísku lífi sínu. Innan hennar eigin flokks bíða andstæðingar hennar glaðhlakkalegir á hliðarlínunni eftir fullnaðarósigri hennar. Það blasir við að Bretar eru ekki í óskastöðu. Óvissa og glundroði blasir við. Svo stígur íslenskur ráðherra fram og les það í þessa óheillastöðu að Íslendingar geti ekki verið í Evrópusambandinu af því að erfitt sé að ganga út úr því. Þetta voru vægast sagt einkennileg orð hjá utanríkisráðherra landsins, Guðlaugi Þór Þórðarsyni, og þar bar andúðin á Evrópusambandinu skynsemina ofurliði. Ef Íslendingar væru í Evrópusambandinu, eins og þeim væri líklega hollast, gætu þeir vel gengið þaðan út. Alveg eins og Bretar eru nú að kveðja. Það er hins vegar ekki hægt að gera samning, slíta honum svo skyndilega og ætlast til að halda öllu því góða sem í samningnum fólst. Þetta veit Guðlaugur Þór mætavel, enda skynsamur maður. Hann kýs hins vegar að snúa hlutunum á hvolf, eins og andstæðingum Evrópusambandsins hér á landi er gjarnt að gera. Þegar Evrópusambandið á í hlut er hreinlega eins og þeir sjái andskotann í hverju horni. Þeir lifa í þeim misskilningi að það sé sáluhjálparatriði fyrir íslenska þjóð að standa fyrir utan Evrópusambandið. Svo mikil er andúðin á sambandinu að stuðningsmönnum þess var ekki vært í stærsta stjórnmálaflokki landsins, Sjálfstæðisflokknum, þar sem þeir urðu ítrekað fyrir aðkasti og hrökkluðust þaðan. Það er ekki annað hægt en að sárvorkenna Bretum enda illa fyrir þeim komið. Ónýtir stjórnmálamenn lugu að þeim og beittu blekkingum sem varð til þess að þjóðin tók afdrifaríka ákvörðun sem ljóst er að mun ekki verða til heilla. Á dögunum velti álitsgjafinn Páll Vilhjálmsson því fyrir sér á Útvarpi Sögu hvað yrði um Evrópusambandið. Nær væri hafa áhyggjur af því hvað verði um Breta, sem eru í slíkum vanda að þeim veitir sannarlega ekki af guðs blessun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Það er hið besta mál að hafa prinsipp og standa fast á sínu, en það má samt ekki vera þannig að þrjóskan hertaki skynsemina og haldi henni í gíslingu. Einmitt þetta hefur hent hörðustu andstæðinga Evrópusambandsins hér á landi. Þeir láta enn eins og Bretar séu að stíga blessunarríkt spor með útgöngu úr Evrópusambandinu. Það skiptir þá engu að þessi ákvörðun ætlar að verða Bretum dýrkeypt. Allur aðdragandi Brexit sýnir fram á getuleysi breskra stjórnmálamanna og embættismanna. Þeir virðast alls ekki hafa gert ráð fyrir að þjóðin samþykkti Brexit. Meira að segja lýðskrumararnir sem höfðu hátt í kosningabaráttunni og töluðu í anda Donalds Trump virtust ekki hafa trú á því að málstaður þeirra yrði ofan á. Það var ekkert plan í gangi færi þannig að þjóðin samþykkti Brexit og því ekki skrýtið að eftirleikurinn hefur einkennst af fullkomnu ráðleysi breskra ráðamanna. Bretar hafa notið góðs af veru sinni í Evrópusambandinu og munu tapa verulega á útgöngu. Stór hópur Breta sem samþykkti Brexit hefur skipt um skoðun og kvíðir afleiðingum þess að kveðja sambandið. Kröfur um aðra þjóðaratkvæðagreiðslu verða æ háværari. Umheimurinn horfir á forsætisráðherra Breta, Theresu May, berjast með kjafti og klóm fyrir pólitísku lífi sínu. Innan hennar eigin flokks bíða andstæðingar hennar glaðhlakkalegir á hliðarlínunni eftir fullnaðarósigri hennar. Það blasir við að Bretar eru ekki í óskastöðu. Óvissa og glundroði blasir við. Svo stígur íslenskur ráðherra fram og les það í þessa óheillastöðu að Íslendingar geti ekki verið í Evrópusambandinu af því að erfitt sé að ganga út úr því. Þetta voru vægast sagt einkennileg orð hjá utanríkisráðherra landsins, Guðlaugi Þór Þórðarsyni, og þar bar andúðin á Evrópusambandinu skynsemina ofurliði. Ef Íslendingar væru í Evrópusambandinu, eins og þeim væri líklega hollast, gætu þeir vel gengið þaðan út. Alveg eins og Bretar eru nú að kveðja. Það er hins vegar ekki hægt að gera samning, slíta honum svo skyndilega og ætlast til að halda öllu því góða sem í samningnum fólst. Þetta veit Guðlaugur Þór mætavel, enda skynsamur maður. Hann kýs hins vegar að snúa hlutunum á hvolf, eins og andstæðingum Evrópusambandsins hér á landi er gjarnt að gera. Þegar Evrópusambandið á í hlut er hreinlega eins og þeir sjái andskotann í hverju horni. Þeir lifa í þeim misskilningi að það sé sáluhjálparatriði fyrir íslenska þjóð að standa fyrir utan Evrópusambandið. Svo mikil er andúðin á sambandinu að stuðningsmönnum þess var ekki vært í stærsta stjórnmálaflokki landsins, Sjálfstæðisflokknum, þar sem þeir urðu ítrekað fyrir aðkasti og hrökkluðust þaðan. Það er ekki annað hægt en að sárvorkenna Bretum enda illa fyrir þeim komið. Ónýtir stjórnmálamenn lugu að þeim og beittu blekkingum sem varð til þess að þjóðin tók afdrifaríka ákvörðun sem ljóst er að mun ekki verða til heilla. Á dögunum velti álitsgjafinn Páll Vilhjálmsson því fyrir sér á Útvarpi Sögu hvað yrði um Evrópusambandið. Nær væri hafa áhyggjur af því hvað verði um Breta, sem eru í slíkum vanda að þeim veitir sannarlega ekki af guðs blessun.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun