ÍV missir 15 milljarða úr stýringu til Kviku Hörður Ægisson skrifar 26. september 2018 08:00 Kvika og rekstrarfélög bankans verða með yfir 400 milljarða í stýringu eftir kaupin á GAMMA. Fréttablaðið/GVA Lífeyrissjóður verkfræðinga (Lífsverk) hefur fært eignir að andvirði í kringum 15 milljarða króna, sem hafa verið í virkri stýringu hjá Íslenskum verðbréfum (ÍV), yfir til eignastýringar Kviku banka. Gengið var frá samkomulagi þess efnis undir lok síðustu viku, samkvæmt heimildum Markaðarins. Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku banka, sagðist í samtali við Markaðinn ekki geta tjáð sig um málið. Lífsverk, en hrein eign lífeyrissjóðsins nam samtals rúmlega 80 milljörðum króna í árslok 2017, er á meðal hluthafa í báðum fjármálafyrirtækjunum og fer sjóðurinn með um 3,2 prósenta hlut í Íslenskum verðbréfum. Þá er Lífsverk sjöundi stærsti einstaki eigandi Kviku banka með tæplega þriggja prósenta eignarhlut en sjóðurinn kom fyrst inn í hluthafahóp fjárfestingarbankans fyrir liðlega ári. Eignir í stýringu hjá Íslenskum verðbréfum voru um 117 milljarðar í árslok 2017, að því er fram kemur í síðasta birta ársreikningi félagsins. Þær eignir sem Lífeyrissjóður verkfræðinga hefur nú flutt yfir í eignastýringu til Kviku banka voru því talsverður hluti af heildareignum sem ÍV er með í stýringu. Þá hefur Lífsverk einnig verið með nokkra milljarða í sjóðum í stýringu hjá Íslenskum verðbréfum.Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku banka.Heildartekjur Íslenskra verðbréfa námu rúmlega 700 milljónum í fyrra og drógust lítillega saman á milli ára. Þá var tæplega 36 milljóna króna tap á rekstrinum borið saman við hagnað upp á 116 milljónir á árinu 2016. Stærstu hluthafar ÍV, hver um sig með 9,99 prósenta hlut, eru Stapi lífeyrissjóður, Brú lífeyrissjóður, Lífeyrissjóður starfsmanna Akureyrarbæjar, Kaldbakur, sem er í eigu Samherja, KEA, og eignarhaldsfélagið Maritimus Investors, sem er í eigu Sigurðar Arngrímssonar fjárfestis. Félagið hefur á síðustu mánuðum, samkvæmt heimildum Markaðarins, átt í óformlegum samskiptum við hluthafa og stjórnendur ýmissa verðbréfa- og sjóðastýringarfyrirtækja í því skyni að kanna áhuga á mögulegri sameiningu. Þær viðræður hafa hins vegar enn engu skilað.Með 400 milljarða í stýringu Heildareignir í stýringu hjá Kviku hafa aukist mjög á síðustu misserum í kjölfar kaupa bankans á Virðingu og Öldu sjóðum og voru um mitt þetta ár um 270 milljarðar. Gangi fyrirhuguð kaup fjárfestingarbankans á GAMMA eftir, sem tilkynnt var um í júní síðastliðnum, verða eignir í stýringu Kviku og rekstrarfélaga í eigu bankans samtals yfir 400 milljarðar króna. Getur kaupverðið numið allt að 3,75 milljörðum miðað við fjárhagsstöðu GAMMA í árslok 2017 og stöðu árangurstengdra þóknana sem á eftir að tekjufæra. Hagnaður Kviku banka á fyrri árshelmingi nam 1.056 milljónum króna fyrir skatta og var arðsemi eiginfjár um 18,5 prósent á ársgrundvelli. Stærstu hluthafar bankans eru VÍS, Lífeyrissjóður verslunarmanna, Sigurður Bollason fjárfestir og hjónin Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir og Guðmundur Örn Þórðarson. Birtist í Fréttablaðinu Viðskipti Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Lífeyrissjóður verkfræðinga (Lífsverk) hefur fært eignir að andvirði í kringum 15 milljarða króna, sem hafa verið í virkri stýringu hjá Íslenskum verðbréfum (ÍV), yfir til eignastýringar Kviku banka. Gengið var frá samkomulagi þess efnis undir lok síðustu viku, samkvæmt heimildum Markaðarins. Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku banka, sagðist í samtali við Markaðinn ekki geta tjáð sig um málið. Lífsverk, en hrein eign lífeyrissjóðsins nam samtals rúmlega 80 milljörðum króna í árslok 2017, er á meðal hluthafa í báðum fjármálafyrirtækjunum og fer sjóðurinn með um 3,2 prósenta hlut í Íslenskum verðbréfum. Þá er Lífsverk sjöundi stærsti einstaki eigandi Kviku banka með tæplega þriggja prósenta eignarhlut en sjóðurinn kom fyrst inn í hluthafahóp fjárfestingarbankans fyrir liðlega ári. Eignir í stýringu hjá Íslenskum verðbréfum voru um 117 milljarðar í árslok 2017, að því er fram kemur í síðasta birta ársreikningi félagsins. Þær eignir sem Lífeyrissjóður verkfræðinga hefur nú flutt yfir í eignastýringu til Kviku banka voru því talsverður hluti af heildareignum sem ÍV er með í stýringu. Þá hefur Lífsverk einnig verið með nokkra milljarða í sjóðum í stýringu hjá Íslenskum verðbréfum.Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku banka.Heildartekjur Íslenskra verðbréfa námu rúmlega 700 milljónum í fyrra og drógust lítillega saman á milli ára. Þá var tæplega 36 milljóna króna tap á rekstrinum borið saman við hagnað upp á 116 milljónir á árinu 2016. Stærstu hluthafar ÍV, hver um sig með 9,99 prósenta hlut, eru Stapi lífeyrissjóður, Brú lífeyrissjóður, Lífeyrissjóður starfsmanna Akureyrarbæjar, Kaldbakur, sem er í eigu Samherja, KEA, og eignarhaldsfélagið Maritimus Investors, sem er í eigu Sigurðar Arngrímssonar fjárfestis. Félagið hefur á síðustu mánuðum, samkvæmt heimildum Markaðarins, átt í óformlegum samskiptum við hluthafa og stjórnendur ýmissa verðbréfa- og sjóðastýringarfyrirtækja í því skyni að kanna áhuga á mögulegri sameiningu. Þær viðræður hafa hins vegar enn engu skilað.Með 400 milljarða í stýringu Heildareignir í stýringu hjá Kviku hafa aukist mjög á síðustu misserum í kjölfar kaupa bankans á Virðingu og Öldu sjóðum og voru um mitt þetta ár um 270 milljarðar. Gangi fyrirhuguð kaup fjárfestingarbankans á GAMMA eftir, sem tilkynnt var um í júní síðastliðnum, verða eignir í stýringu Kviku og rekstrarfélaga í eigu bankans samtals yfir 400 milljarðar króna. Getur kaupverðið numið allt að 3,75 milljörðum miðað við fjárhagsstöðu GAMMA í árslok 2017 og stöðu árangurstengdra þóknana sem á eftir að tekjufæra. Hagnaður Kviku banka á fyrri árshelmingi nam 1.056 milljónum króna fyrir skatta og var arðsemi eiginfjár um 18,5 prósent á ársgrundvelli. Stærstu hluthafar bankans eru VÍS, Lífeyrissjóður verslunarmanna, Sigurður Bollason fjárfestir og hjónin Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir og Guðmundur Örn Þórðarson.
Birtist í Fréttablaðinu Viðskipti Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira