Umboðsmaður stjarnanna: „Metoo byltingin er löngu tímabær“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. september 2018 20:49 Michael Orvitz, eigandi umboðsskrifstofu sem var ráðandi í Hollywood á níunda og tíunda áratugnum, segir að vitundarvakning um kynferðisobeldi sé löngu tímabær en hann segist þó vorkenna Leslie Moonves, fyrrverandi forstjóra CBS, sem hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni og ofbeldi. Vísir/getty Michael Ovitz, eigandi umboðsskrifstofunnar CAA (Umboðsskrifstofa skapandi listafólks) segir að #Metoo byltingin hafi verið löngu tímabær. Þetta viti hann af eigin raun því umboðsskrifstofa hans var ráðandi í Hollywood á níunda og tíunda áratugnum en hann var umboðsmaður Hollywoodstjarna á borð við Steven Spielberg, Martin Scorsese, Meryl Streep, Arnold Schwarzenegger, Morgan Freeman og Robert DeNiro og fleiri. „Það sem er að gerast í dag [vitundarvakning um kynferðisofbeldi] er gífurlega mikilvæg fyrir skemmtanaiðnaðinn og alls staðar í raun. Ég held að þessar hugrökku konur sem hafa látið í sér heyra – og þær eru hugrakkar því þetta er ófyrirgefanlegt kerfi – hafi hrundið af stað byltingu sem muni stuðla að breytingum sem verða hollar fyrir alla,“ segir Orvitz í einkaviðtali hjá CNBC. Orvitz var um langt skeið talinn valdamesti maður Hollywood en hann stofnaði CAA umboðsskrifstofuna með félaga sínum Ron Meyer. Nokkrum áratugum síðar var hann ráðinn forstjóri Disney en var rekinn skömmu síðar vegna deilna við forstjóra Disney Michael Eisner. Orvitz hefur starfað sem fjárfestir í Kísildalnum (Silicon Valley) síðan hann var rekinn. Nauðgunarmenning ávallt verið vandamál í Hollywood Orvitz segir að nauðgunarmenning hafi lengi verið við lýði í Hollywood en bætir við að glæpir kvikmyndaframleiðandans Harveys Weinstein, hefðu bætt gráu ofan á svart. Hann segir að valdamiklir menn hafi misnotað aðstöðu sína og brotið á konum frá upphafi Hollywood og að brotin hafi ávallt verið þögguð niður. Hann segir að ástandið hafi ekki verið eins slæmt á sínum vinnustað hjá umboðsskrifstofunni vegna kynjahlutfallsins en um 40% starfsfólks CAA voru konur. Hann segist hafa reynt að fylgja eftir málum sem þessum þegar þau komu upp en viðurkennir að hann hafi alls ekki gert nóg. Segist ekki ná utan um mál MoonvesFyrrverandi forstjóri CBS, Leslie Moonves, hefur verið í heimsfréttunum að undanförnu vegna ásakana kvenna um kynferðislegt ofbeldi og áreitni. Orvitz vann um skeið með Moonves og þegar hann er spurður um ásakanir á hendur Moonves segist Orvitz ekki hafa náð almennilega utan málið. Hann hafi ávallt talið hann frábæran gaur og bætir við að hann vorkenndi honum. MeToo Mál Kevin Spacey Bandaríkin Tengdar fréttir Hættir í The Talk í skugga ásakana á hendur eiginmanninum Tólf konur hafa stigið fram með ásakanir á hendur Les Moonves, fyrrverandi forstjóra CBS. 18. september 2018 21:53 „Má ég daðra við þig?“: Nýtt myndband varpar ljósi á „ósæmilega hegðun“ Harvey Weinstein Sky News-fréttastofan birti í dag myndband af fundi kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein, sem fjölmargar konur hafa sakað um nauðgun og kynferðisofbeldi, og athafnakonunnar Melissu Thompson. 13. september 2018 22:16 Blaðamaðurinn sem afhjúpaði Weinstein opinberar ásakanir á hendur æðsta stjórnanda CBS Bandaríska sjónvarpsstöðin CBS hefur hafið rannsókn á ásökunum um kynferðislega áreitni sem lagðar voru fram á hendur æðsta stjórnanda stöðvarinnar, Les Moonves. 27. júlí 2018 23:45 Les Moonves hættur hjá CBS eftir fleiri ásakanir um kynferðisbrot Alls sökuðu tólf konur Monnves um kynferðisbrot. Meðal ásakana er að hann hafi þvingað minnst eina til munnmaka og að hafa bæði kysst þær og snert án samþykkis. 10. september 2018 07:27 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Sjá meira
Michael Ovitz, eigandi umboðsskrifstofunnar CAA (Umboðsskrifstofa skapandi listafólks) segir að #Metoo byltingin hafi verið löngu tímabær. Þetta viti hann af eigin raun því umboðsskrifstofa hans var ráðandi í Hollywood á níunda og tíunda áratugnum en hann var umboðsmaður Hollywoodstjarna á borð við Steven Spielberg, Martin Scorsese, Meryl Streep, Arnold Schwarzenegger, Morgan Freeman og Robert DeNiro og fleiri. „Það sem er að gerast í dag [vitundarvakning um kynferðisofbeldi] er gífurlega mikilvæg fyrir skemmtanaiðnaðinn og alls staðar í raun. Ég held að þessar hugrökku konur sem hafa látið í sér heyra – og þær eru hugrakkar því þetta er ófyrirgefanlegt kerfi – hafi hrundið af stað byltingu sem muni stuðla að breytingum sem verða hollar fyrir alla,“ segir Orvitz í einkaviðtali hjá CNBC. Orvitz var um langt skeið talinn valdamesti maður Hollywood en hann stofnaði CAA umboðsskrifstofuna með félaga sínum Ron Meyer. Nokkrum áratugum síðar var hann ráðinn forstjóri Disney en var rekinn skömmu síðar vegna deilna við forstjóra Disney Michael Eisner. Orvitz hefur starfað sem fjárfestir í Kísildalnum (Silicon Valley) síðan hann var rekinn. Nauðgunarmenning ávallt verið vandamál í Hollywood Orvitz segir að nauðgunarmenning hafi lengi verið við lýði í Hollywood en bætir við að glæpir kvikmyndaframleiðandans Harveys Weinstein, hefðu bætt gráu ofan á svart. Hann segir að valdamiklir menn hafi misnotað aðstöðu sína og brotið á konum frá upphafi Hollywood og að brotin hafi ávallt verið þögguð niður. Hann segir að ástandið hafi ekki verið eins slæmt á sínum vinnustað hjá umboðsskrifstofunni vegna kynjahlutfallsins en um 40% starfsfólks CAA voru konur. Hann segist hafa reynt að fylgja eftir málum sem þessum þegar þau komu upp en viðurkennir að hann hafi alls ekki gert nóg. Segist ekki ná utan um mál MoonvesFyrrverandi forstjóri CBS, Leslie Moonves, hefur verið í heimsfréttunum að undanförnu vegna ásakana kvenna um kynferðislegt ofbeldi og áreitni. Orvitz vann um skeið með Moonves og þegar hann er spurður um ásakanir á hendur Moonves segist Orvitz ekki hafa náð almennilega utan málið. Hann hafi ávallt talið hann frábæran gaur og bætir við að hann vorkenndi honum.
MeToo Mál Kevin Spacey Bandaríkin Tengdar fréttir Hættir í The Talk í skugga ásakana á hendur eiginmanninum Tólf konur hafa stigið fram með ásakanir á hendur Les Moonves, fyrrverandi forstjóra CBS. 18. september 2018 21:53 „Má ég daðra við þig?“: Nýtt myndband varpar ljósi á „ósæmilega hegðun“ Harvey Weinstein Sky News-fréttastofan birti í dag myndband af fundi kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein, sem fjölmargar konur hafa sakað um nauðgun og kynferðisofbeldi, og athafnakonunnar Melissu Thompson. 13. september 2018 22:16 Blaðamaðurinn sem afhjúpaði Weinstein opinberar ásakanir á hendur æðsta stjórnanda CBS Bandaríska sjónvarpsstöðin CBS hefur hafið rannsókn á ásökunum um kynferðislega áreitni sem lagðar voru fram á hendur æðsta stjórnanda stöðvarinnar, Les Moonves. 27. júlí 2018 23:45 Les Moonves hættur hjá CBS eftir fleiri ásakanir um kynferðisbrot Alls sökuðu tólf konur Monnves um kynferðisbrot. Meðal ásakana er að hann hafi þvingað minnst eina til munnmaka og að hafa bæði kysst þær og snert án samþykkis. 10. september 2018 07:27 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Sjá meira
Hættir í The Talk í skugga ásakana á hendur eiginmanninum Tólf konur hafa stigið fram með ásakanir á hendur Les Moonves, fyrrverandi forstjóra CBS. 18. september 2018 21:53
„Má ég daðra við þig?“: Nýtt myndband varpar ljósi á „ósæmilega hegðun“ Harvey Weinstein Sky News-fréttastofan birti í dag myndband af fundi kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein, sem fjölmargar konur hafa sakað um nauðgun og kynferðisofbeldi, og athafnakonunnar Melissu Thompson. 13. september 2018 22:16
Blaðamaðurinn sem afhjúpaði Weinstein opinberar ásakanir á hendur æðsta stjórnanda CBS Bandaríska sjónvarpsstöðin CBS hefur hafið rannsókn á ásökunum um kynferðislega áreitni sem lagðar voru fram á hendur æðsta stjórnanda stöðvarinnar, Les Moonves. 27. júlí 2018 23:45
Les Moonves hættur hjá CBS eftir fleiri ásakanir um kynferðisbrot Alls sökuðu tólf konur Monnves um kynferðisbrot. Meðal ásakana er að hann hafi þvingað minnst eina til munnmaka og að hafa bæði kysst þær og snert án samþykkis. 10. september 2018 07:27