AGS segir alþjóðlegt viðskiptastríð, olíuverð og miklar launahækkanir ógna stöðugleika Heimir Már Pétursson skrifar 25. september 2018 20:21 Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn telur nauðsynlegt að efla Fjármálaeftirlitið og að allt eftirlit með fjármálastarfsemi verði sameinað í Seðlabanka Íslands. Almennt er sjóðurinn ánægður með þróun efnahagsmála á Íslandi. Það sé jákvætt að dregið hafi úr hagvexti og fjölgun ferðamanna. Talsmenn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, AGS, kynntu niðurstöður sínar um stöðu íslensks efnahagslífs að lokinni árlegri tíu daga heimsókn sinni til landsins í dag. Sjóðurinn stendur við fyrri spár um mjúka lendingu eftir þensluskeið liðinna ára. Minni hagvöxtur hafi dregið úr hættu á ofhitnun og styrking krónunnar á árunum 2015 til 16 hafi hægt og bítandi dregið úr ósjálfbærri fjölgun ferðamanna. Aukið framboð á nýju húsnæði hægi á verðhækkunum á fasteignamarkaði og það sé eftirtektarverður árangur að verðbólga hafi í fimm ár verið nálægt markmiðum Seðlabankans. Ashok Bhatia aðstoðaryfirmaður AGS í Evrópu segir að engu að síður séu áhættuþættir til staðar. Það séu til að mynda áskoranir í flutningi á ferðamönnum með hækkandi eldsneytisverði og aukinni samkeppni í flugi frá miðju síðasta ári og sterk staða krónunnar. „Og það er raunveruleg áhætta, kannski lítil enn sem komið er, en enn til staðar á allsherjar alþjóðlegu viðskiptastríði. Það gæti haft áhrif á útflutningsvörum eins og áli og öðrum vörum sem Íslendingar flytja út. Þannig að það er áhyggjuefni,” segir Bhatia. Þá skapi útganga Breta úr Evrópusambandinu óvissu fyrir íslenskt efnahagslífi vegna útflutnings og fjölda ferðamanna frá Bretlandi. Niðurstaða komandi kjarasamninga ráði einnig miklu um framhaldið. „Ef sagan frá 2015 með miklum launahækkunum endurtekur sig. Hærri en framleiðsluaukningin. Mun það skaða samkeppnishæfni Íslands,” segir Bhatia. Sjóðurinn telur fjárfestingu í innviðum eins og menntun og heilbrigðisþjónustu ásamt niðurgreiðslu skulda til góða en telur að bæta þurfi eftirlit með allri fjármálastarfsemi. „Það var fjármálalífið sem ýtti Íslandi út í kreppu fyrir áratug,” minnir Bhatia á. Nú tíu árum eftir hrun ætti rökræðum um fyrirkomulag fjármálaeftirlits að ljúka og aðgerðir taka við. „Við teljum að það megi einfalda skipulag fjármálaeftirlitsins. Þá teljum við líkur á að með því að færa allt eftirlitið undir þak Seðlabankans sé góð hugmynd. Það muni straumlínulaga eftirlitið og taka meira tillit til hagfræðilegra stærða á víðum og breiðum grunni,” segir Ashik Bhatia. Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Fleiri fréttir Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Sjá meira
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn telur nauðsynlegt að efla Fjármálaeftirlitið og að allt eftirlit með fjármálastarfsemi verði sameinað í Seðlabanka Íslands. Almennt er sjóðurinn ánægður með þróun efnahagsmála á Íslandi. Það sé jákvætt að dregið hafi úr hagvexti og fjölgun ferðamanna. Talsmenn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, AGS, kynntu niðurstöður sínar um stöðu íslensks efnahagslífs að lokinni árlegri tíu daga heimsókn sinni til landsins í dag. Sjóðurinn stendur við fyrri spár um mjúka lendingu eftir þensluskeið liðinna ára. Minni hagvöxtur hafi dregið úr hættu á ofhitnun og styrking krónunnar á árunum 2015 til 16 hafi hægt og bítandi dregið úr ósjálfbærri fjölgun ferðamanna. Aukið framboð á nýju húsnæði hægi á verðhækkunum á fasteignamarkaði og það sé eftirtektarverður árangur að verðbólga hafi í fimm ár verið nálægt markmiðum Seðlabankans. Ashok Bhatia aðstoðaryfirmaður AGS í Evrópu segir að engu að síður séu áhættuþættir til staðar. Það séu til að mynda áskoranir í flutningi á ferðamönnum með hækkandi eldsneytisverði og aukinni samkeppni í flugi frá miðju síðasta ári og sterk staða krónunnar. „Og það er raunveruleg áhætta, kannski lítil enn sem komið er, en enn til staðar á allsherjar alþjóðlegu viðskiptastríði. Það gæti haft áhrif á útflutningsvörum eins og áli og öðrum vörum sem Íslendingar flytja út. Þannig að það er áhyggjuefni,” segir Bhatia. Þá skapi útganga Breta úr Evrópusambandinu óvissu fyrir íslenskt efnahagslífi vegna útflutnings og fjölda ferðamanna frá Bretlandi. Niðurstaða komandi kjarasamninga ráði einnig miklu um framhaldið. „Ef sagan frá 2015 með miklum launahækkunum endurtekur sig. Hærri en framleiðsluaukningin. Mun það skaða samkeppnishæfni Íslands,” segir Bhatia. Sjóðurinn telur fjárfestingu í innviðum eins og menntun og heilbrigðisþjónustu ásamt niðurgreiðslu skulda til góða en telur að bæta þurfi eftirlit með allri fjármálastarfsemi. „Það var fjármálalífið sem ýtti Íslandi út í kreppu fyrir áratug,” minnir Bhatia á. Nú tíu árum eftir hrun ætti rökræðum um fyrirkomulag fjármálaeftirlits að ljúka og aðgerðir taka við. „Við teljum að það megi einfalda skipulag fjármálaeftirlitsins. Þá teljum við líkur á að með því að færa allt eftirlitið undir þak Seðlabankans sé góð hugmynd. Það muni straumlínulaga eftirlitið og taka meira tillit til hagfræðilegra stærða á víðum og breiðum grunni,” segir Ashik Bhatia.
Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Fleiri fréttir Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Sjá meira