Velta Kortaþjónustunnar tvöfaldaðist Kristinn Ingi Jónsson skrifar 26. september 2018 06:00 Kortaþjónustan varð fyrir höggi vegna greiðslustöðvunar Monarch. Fréttablaðið/Stefán Rekstrartekjur Kortaþjónustunnar námu ríflega 4,5 milljörðum króna á síðasta ári og nær tvöfölduðust frá fyrra ári þegar þær voru tæpir 2,3 milljarðar króna, að því er fram kemur í ársreikningi færsluhirðingarfyrirtækisins fyrir síðasta ár. Kortaþjónustan tapaði 1,6 milljörðum króna í fyrra, eins og áður hefur verið upplýst um, en félagið stóð frammi fyrir alvarlegum fjárhagsvanda í kjölfar greiðslustöðvunar breska flugfélagsins Monarch síðasta haust. Íslenska félagið var á meðal átta félaga sem sáu um færsluhirðingu fyrir Monarch.Jóhannes Ingi ?Kolbeinsson fyrrverandi framkvæmdastjóri KortaþjónustunnarFram kemur í ársreikningnum að í kjölfar greiðslustöðvunar flugfélagsins hafi óvissa ríkt um uppgjör á milli Kortaþjónustunnar og kortasamsteypanna Mastercard og VISA en óvissan felst meðal annars í uppgjöri eigna sem standa á móti skuldum vegna færsluhirðingar Monarch. Er heildarfjárhæð óvissra eigna talin nema um 300 milljónum króna en í ársreikningnum er tekið fram að stjórnendur Kortaþjónustunnar hafi unnið náið með kortasamsteypunum til þess að leysa málið. Hafa stjórnendurnir gert „ráðstafanir til tryggingar þeirri óvissu sem kann að tengjast þessum uppgjörum“, eins og það er orðað, en gert er ráð fyrir að endanlegt uppgjör Kortaþjónustunnar vegna greiðslustöðvunar Monarch liggi fyrir í byrjun næsta árs. Sem kunnugt er keyptu Kvika banki og hópur einkafjárfesta Kortaþjónustuna á eina krónu í fyrra og lögðu félaginu um leið til nærri 1.500 milljónir í nýtt hlutafé. Eins og Markaðurinn greindi frá í vor gaf færsluhirðingarfyrirtækið út áskriftarréttindi til félaga í eigu annars vegar Gunnars M. Gunnarssonar, fyrrverandi forstöðumanns hugbúnaðarsviðs Kortaþjónustunnar, og hins vegar hjónanna Jóhannesar Inga Kolbeinssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra, og Andreu Kristínar Jónsdóttur að allt að fjórðungshlut í félaginu. Er félögunum tveimur fyrst heimilt að nýta réttindin þann 1. nóvember árið 2020, að því er fram kemur í ársreikningnum, en réttindin gilda til sjö ára frá útgáfu þeirra. Birtist í Fréttablaðinu Viðskipti Tengdar fréttir Geta eignast fjórðungshlut í Kortaþjónustunni Fyrrverandi eigendur Kortaþjónustunnar munu geta eignast allt að fjórðungshlut í fyrirtækinu samkvæmt breytingum sem gerðar voru á samþykktum færsluhirðingarfyrirtækisins í byrjun ársins. 25. apríl 2018 06:00 Gísli Heimisson til Kortaþjónustunnar Gísli Heimisson hefur verið ráðinn forstöðumaður hugbúnaðarsviðs Kortaþjónustunnar, samkvæmt upplýsingum Markaðarins, en hann hafði verið framkvæmdastjóri MainManager frá júní 2017. 7. febrúar 2018 09:45 Björgvin Skúli ráðinn framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar Björgvin Skúli Sigurðsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs Landsvirkjunar, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar. Þetta var tilkynnt á starfsmannafundi hjá fyrirtækinu síðastliðinn föstudag, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. 9. janúar 2018 12:19 Kvika og fjárfestar keyptu Kortaþjónustuna á eina krónu Kvika og hópur fjárfesta lögðu Kortaþjónustunni til 1.500 milljónir í nýtt hlutafé. Eigendur voru langt komnir í viðræðum um sölu á félaginu fyrir 10 milljarða. 8. nóvember 2017 06:30 Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Rekstrartekjur Kortaþjónustunnar námu ríflega 4,5 milljörðum króna á síðasta ári og nær tvöfölduðust frá fyrra ári þegar þær voru tæpir 2,3 milljarðar króna, að því er fram kemur í ársreikningi færsluhirðingarfyrirtækisins fyrir síðasta ár. Kortaþjónustan tapaði 1,6 milljörðum króna í fyrra, eins og áður hefur verið upplýst um, en félagið stóð frammi fyrir alvarlegum fjárhagsvanda í kjölfar greiðslustöðvunar breska flugfélagsins Monarch síðasta haust. Íslenska félagið var á meðal átta félaga sem sáu um færsluhirðingu fyrir Monarch.Jóhannes Ingi ?Kolbeinsson fyrrverandi framkvæmdastjóri KortaþjónustunnarFram kemur í ársreikningnum að í kjölfar greiðslustöðvunar flugfélagsins hafi óvissa ríkt um uppgjör á milli Kortaþjónustunnar og kortasamsteypanna Mastercard og VISA en óvissan felst meðal annars í uppgjöri eigna sem standa á móti skuldum vegna færsluhirðingar Monarch. Er heildarfjárhæð óvissra eigna talin nema um 300 milljónum króna en í ársreikningnum er tekið fram að stjórnendur Kortaþjónustunnar hafi unnið náið með kortasamsteypunum til þess að leysa málið. Hafa stjórnendurnir gert „ráðstafanir til tryggingar þeirri óvissu sem kann að tengjast þessum uppgjörum“, eins og það er orðað, en gert er ráð fyrir að endanlegt uppgjör Kortaþjónustunnar vegna greiðslustöðvunar Monarch liggi fyrir í byrjun næsta árs. Sem kunnugt er keyptu Kvika banki og hópur einkafjárfesta Kortaþjónustuna á eina krónu í fyrra og lögðu félaginu um leið til nærri 1.500 milljónir í nýtt hlutafé. Eins og Markaðurinn greindi frá í vor gaf færsluhirðingarfyrirtækið út áskriftarréttindi til félaga í eigu annars vegar Gunnars M. Gunnarssonar, fyrrverandi forstöðumanns hugbúnaðarsviðs Kortaþjónustunnar, og hins vegar hjónanna Jóhannesar Inga Kolbeinssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra, og Andreu Kristínar Jónsdóttur að allt að fjórðungshlut í félaginu. Er félögunum tveimur fyrst heimilt að nýta réttindin þann 1. nóvember árið 2020, að því er fram kemur í ársreikningnum, en réttindin gilda til sjö ára frá útgáfu þeirra.
Birtist í Fréttablaðinu Viðskipti Tengdar fréttir Geta eignast fjórðungshlut í Kortaþjónustunni Fyrrverandi eigendur Kortaþjónustunnar munu geta eignast allt að fjórðungshlut í fyrirtækinu samkvæmt breytingum sem gerðar voru á samþykktum færsluhirðingarfyrirtækisins í byrjun ársins. 25. apríl 2018 06:00 Gísli Heimisson til Kortaþjónustunnar Gísli Heimisson hefur verið ráðinn forstöðumaður hugbúnaðarsviðs Kortaþjónustunnar, samkvæmt upplýsingum Markaðarins, en hann hafði verið framkvæmdastjóri MainManager frá júní 2017. 7. febrúar 2018 09:45 Björgvin Skúli ráðinn framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar Björgvin Skúli Sigurðsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs Landsvirkjunar, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar. Þetta var tilkynnt á starfsmannafundi hjá fyrirtækinu síðastliðinn föstudag, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. 9. janúar 2018 12:19 Kvika og fjárfestar keyptu Kortaþjónustuna á eina krónu Kvika og hópur fjárfesta lögðu Kortaþjónustunni til 1.500 milljónir í nýtt hlutafé. Eigendur voru langt komnir í viðræðum um sölu á félaginu fyrir 10 milljarða. 8. nóvember 2017 06:30 Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Geta eignast fjórðungshlut í Kortaþjónustunni Fyrrverandi eigendur Kortaþjónustunnar munu geta eignast allt að fjórðungshlut í fyrirtækinu samkvæmt breytingum sem gerðar voru á samþykktum færsluhirðingarfyrirtækisins í byrjun ársins. 25. apríl 2018 06:00
Gísli Heimisson til Kortaþjónustunnar Gísli Heimisson hefur verið ráðinn forstöðumaður hugbúnaðarsviðs Kortaþjónustunnar, samkvæmt upplýsingum Markaðarins, en hann hafði verið framkvæmdastjóri MainManager frá júní 2017. 7. febrúar 2018 09:45
Björgvin Skúli ráðinn framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar Björgvin Skúli Sigurðsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs Landsvirkjunar, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar. Þetta var tilkynnt á starfsmannafundi hjá fyrirtækinu síðastliðinn föstudag, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. 9. janúar 2018 12:19
Kvika og fjárfestar keyptu Kortaþjónustuna á eina krónu Kvika og hópur fjárfesta lögðu Kortaþjónustunni til 1.500 milljónir í nýtt hlutafé. Eigendur voru langt komnir í viðræðum um sölu á félaginu fyrir 10 milljarða. 8. nóvember 2017 06:30