Var alltaf með augastað á Ástralíu Kristinn Páll Teitsson skrifar 26. september 2018 08:00 Gunnhildur Yrsa hefur verið fastamaður í landsliðinu síðustu ár vísir/vilhelm Landsliðskonurnar Fanndís Friðriksdóttir og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir eru á leiðinni í afar spennandi verkefni en þær eru búnar að samþykkja að ganga til liðs við Adelaide United í áströlsku kvennadeildinni á láni fyrir komandi tímabil. Tæpur mánuður er í að deildin hefjist í Ástralíu og lýkur deildarkeppninni í febrúar. Verða þær því báðar komnar aftur til liða sinna, Vals og Utah Royals, áður en tímabilin hefjast. Kemur þetta því í staðinn fyrir langt undirbúningstímabil, eitthvað sem þekkist í bandarísku NWSL deildinni sem Gunnhildur leikur í. Styðja liðin þar við bakið á leikmönnum sem kjósa að leika í Ástralíu yfir vetrartímann þegar bandaríska deildin er ekki í gangi. „Það eru fimm mánuðir á milli tímabila í Bandaríkjunum og ég var alltaf með það í hausnum að fara til Ástralíu eins og margar í deildinni kjósa að gera. Ég ræddi það við þjálfarann þegar ég skrifaði undir og hann studdi þá ákvörðun en ég vildi ekki taka neina ákvörðun fyrr en það væri allt komið á hreint hvort það væru leikir með landsliðinu á þessum tíma. Ég hefði ekki farið ef þetta hefði komið í veg fyrir landsliðsverkefni,“ segir Gunnhildur. Gunnhildur fékk tilboð frá nokkrum liðum í Ástralíu. „Auðvitað er þetta að einhverju leyti ævintýraþrá og það hefði verið erfitt að segja nei við þessu tækifæri. Þetta er sterk deild og í staðinn fyrir undirbúningstímabil fæ ég að æfa og spila leiki í sterkri deild.“ Hún verður ekki eini Íslendingurinn í liðinu og það líst henni vel á. „Það er mikill kostur að hafa Fanndísi, við vorum saman í liði í Noregi en náðum aldrei leik saman því ég var meidd. Ég var mjög ánægð að heyra að hún væri tilbúin að stökkva á þetta tækifæri. Liðið vantaði framherja og ég stakk upp á Fanndísi og þeir vissu hver hún er og voru strax spenntir,“ segir Gunnhildur og heldur áfram: „Ég á ekki von á fleiri Íslendingum, það hefði verið flott að fá fleiri en það er búið að semja við fjóra erlenda leikmenn sem er hámarkið,“ segir hún létt í lund aðspurð hvort von sé á fleiri Íslendingum í liðið. Birtist í Fréttablaðinu NWSL Mest lesið Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Dagskráin í dag: Grindavík hefur göngu sína Sport Erlendur íþróttaannáll 2024: Bátnum ruggað, 2007 módelin og ótrúlegt hlaup Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Cecilía í liði ársins Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Sjá meira
Landsliðskonurnar Fanndís Friðriksdóttir og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir eru á leiðinni í afar spennandi verkefni en þær eru búnar að samþykkja að ganga til liðs við Adelaide United í áströlsku kvennadeildinni á láni fyrir komandi tímabil. Tæpur mánuður er í að deildin hefjist í Ástralíu og lýkur deildarkeppninni í febrúar. Verða þær því báðar komnar aftur til liða sinna, Vals og Utah Royals, áður en tímabilin hefjast. Kemur þetta því í staðinn fyrir langt undirbúningstímabil, eitthvað sem þekkist í bandarísku NWSL deildinni sem Gunnhildur leikur í. Styðja liðin þar við bakið á leikmönnum sem kjósa að leika í Ástralíu yfir vetrartímann þegar bandaríska deildin er ekki í gangi. „Það eru fimm mánuðir á milli tímabila í Bandaríkjunum og ég var alltaf með það í hausnum að fara til Ástralíu eins og margar í deildinni kjósa að gera. Ég ræddi það við þjálfarann þegar ég skrifaði undir og hann studdi þá ákvörðun en ég vildi ekki taka neina ákvörðun fyrr en það væri allt komið á hreint hvort það væru leikir með landsliðinu á þessum tíma. Ég hefði ekki farið ef þetta hefði komið í veg fyrir landsliðsverkefni,“ segir Gunnhildur. Gunnhildur fékk tilboð frá nokkrum liðum í Ástralíu. „Auðvitað er þetta að einhverju leyti ævintýraþrá og það hefði verið erfitt að segja nei við þessu tækifæri. Þetta er sterk deild og í staðinn fyrir undirbúningstímabil fæ ég að æfa og spila leiki í sterkri deild.“ Hún verður ekki eini Íslendingurinn í liðinu og það líst henni vel á. „Það er mikill kostur að hafa Fanndísi, við vorum saman í liði í Noregi en náðum aldrei leik saman því ég var meidd. Ég var mjög ánægð að heyra að hún væri tilbúin að stökkva á þetta tækifæri. Liðið vantaði framherja og ég stakk upp á Fanndísi og þeir vissu hver hún er og voru strax spenntir,“ segir Gunnhildur og heldur áfram: „Ég á ekki von á fleiri Íslendingum, það hefði verið flott að fá fleiri en það er búið að semja við fjóra erlenda leikmenn sem er hámarkið,“ segir hún létt í lund aðspurð hvort von sé á fleiri Íslendingum í liðið.
Birtist í Fréttablaðinu NWSL Mest lesið Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Dagskráin í dag: Grindavík hefur göngu sína Sport Erlendur íþróttaannáll 2024: Bátnum ruggað, 2007 módelin og ótrúlegt hlaup Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Cecilía í liði ársins Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Sjá meira