Verja þarf meira fé í sýnilega löggæslu Jóhann K. Jóhannsson skrifar 25. september 2018 18:45 Formaður allsherjar- og menntamálanefndar alþingis tekur undir áhyggjur um manneklu innan lögreglunnar og segir að auka þurfi fé til sýnilegrar löggæslu. Starfsemi kynferðisbrotadeildar hefur eflst til muna eftir að deildin fékk sérstaka úthlutun fyrr á þessu ári. Boðað var til fundar í morgun að frumkvæði allsherjar- og menntamálanefndar alþingis hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Yfirstjórn embættisins tók á móti nefndarmönnum en með fundinum átti að leitast við að þeir fengju betri skilning á hlutverki og fjárþörf lögreglunnar en mannekla innan lögreglunnar hefur verið töluvert í umræðunni síðustu misseri.Páll Magnússon, formaður allsherjar- og menntamálanefndar AlþingisVísir/Stöð 2„Ég held að það sé sameiginlega áhyggjuefni allra, bæði stjórnmálamanna og þeirra sem starfa við þetta, að þessari sýnilega löggæslu, fjöldi lögreglumanna á ferð um göturnar, þeim hefur fækkað, segir Páll Magnússon, formaður allsherjar og menntamálanefndar Alþingis. Páll segir að sannarlega hafi lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fengið meira fjármagn og að sú aukning hafi verið eyrnamerkt ákveðnum verkefnum eins og kynferðisbrotadeild embættisins, en fjáraukningin skilaði sér mun öflugri deild. „Hitt þarf sannarlega að huga að, að fjölga í það sem þeir kalla almenn löggæsla, götulögreglunni,“ segir Páll.Helgi Hrafn Gunnarsson, fulltrúi Pírata í allsherjar- og menntamálanefndVísir/Stöð 2Það kom fram þarna, sem hefur komið fram margsinnis áður að það vantar meira fé í lögregluna sama hvernig súluritunum er stillt upp. Hvernig hún vinnur, óhjákvæmilega breytist ef hún er ekki fjármögnuð almennilega,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson, fulltrúi Pírata í allsherjar- og menntamálanefnd. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn fagnaði því tækifæri að geta kynnt starfsemi embættisins fyrir nefndinni og rak ekki minni til þess að til svona fundar hafi verið boðað áður, hvað þá að frumkvæði nefndarinnar. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinuVísir/Stöð 2Heldur þú að heimsókn sem þessi skili sér í auknu fé, betri aðbúnaði og betra lagaumhverfi?„Það verður tíminn að leiða í ljós. Ég held allavega að þessi heimsókn skilaði miklu meiri og dýpri skilningi þeirra á okkar störfum. Það er alltaf fyrsta skrefið. Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu Sjá meira
Formaður allsherjar- og menntamálanefndar alþingis tekur undir áhyggjur um manneklu innan lögreglunnar og segir að auka þurfi fé til sýnilegrar löggæslu. Starfsemi kynferðisbrotadeildar hefur eflst til muna eftir að deildin fékk sérstaka úthlutun fyrr á þessu ári. Boðað var til fundar í morgun að frumkvæði allsherjar- og menntamálanefndar alþingis hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Yfirstjórn embættisins tók á móti nefndarmönnum en með fundinum átti að leitast við að þeir fengju betri skilning á hlutverki og fjárþörf lögreglunnar en mannekla innan lögreglunnar hefur verið töluvert í umræðunni síðustu misseri.Páll Magnússon, formaður allsherjar- og menntamálanefndar AlþingisVísir/Stöð 2„Ég held að það sé sameiginlega áhyggjuefni allra, bæði stjórnmálamanna og þeirra sem starfa við þetta, að þessari sýnilega löggæslu, fjöldi lögreglumanna á ferð um göturnar, þeim hefur fækkað, segir Páll Magnússon, formaður allsherjar og menntamálanefndar Alþingis. Páll segir að sannarlega hafi lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fengið meira fjármagn og að sú aukning hafi verið eyrnamerkt ákveðnum verkefnum eins og kynferðisbrotadeild embættisins, en fjáraukningin skilaði sér mun öflugri deild. „Hitt þarf sannarlega að huga að, að fjölga í það sem þeir kalla almenn löggæsla, götulögreglunni,“ segir Páll.Helgi Hrafn Gunnarsson, fulltrúi Pírata í allsherjar- og menntamálanefndVísir/Stöð 2Það kom fram þarna, sem hefur komið fram margsinnis áður að það vantar meira fé í lögregluna sama hvernig súluritunum er stillt upp. Hvernig hún vinnur, óhjákvæmilega breytist ef hún er ekki fjármögnuð almennilega,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson, fulltrúi Pírata í allsherjar- og menntamálanefnd. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn fagnaði því tækifæri að geta kynnt starfsemi embættisins fyrir nefndinni og rak ekki minni til þess að til svona fundar hafi verið boðað áður, hvað þá að frumkvæði nefndarinnar. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinuVísir/Stöð 2Heldur þú að heimsókn sem þessi skili sér í auknu fé, betri aðbúnaði og betra lagaumhverfi?„Það verður tíminn að leiða í ljós. Ég held allavega að þessi heimsókn skilaði miklu meiri og dýpri skilningi þeirra á okkar störfum. Það er alltaf fyrsta skrefið.
Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu Sjá meira