Saka Mjanmar um skipulögð ódæði Samúel Karl Ólason skrifar 24. september 2018 23:24 Minnst 700 þúsund manns flúðu til Bangladess og búa þar í flóttamannabúðum. EPA/NYEIN CHAN NAING Yfirvöld Bandaríkjanna hafa komist að þeirri niðurstöðu að yfirvöld Mjanmar, einnig þekkt sem Búrma, hafi framið „vel skipulögð og sameinuðu“ ódæði gagnvart Rohingjafólki þar í landi. Ódæðin snúast meðal annars um fjöldamorð, nauðganir og pyntingar og hafa yfirvöld Mjanmar verið sökuð um þjóðarmorð. Þetta eru niðurstöður rannsóknar Utanríkisráðuneytisins sem Reuters fréttaveitan hefur undir höndum en var birt opinberlega nú í kvöld. Í skýrslu um rannsóknina eru yfirvöld Mjanmar ekki sökuð um þjóðarmorð, þó bæði Bandaríkin og Sameinuðu þjóðirnar hafa gert það áður.Rannsakendur tóku viðtöl við rúmlega þúsund manns sem flúðu frá Mjanmar til Bangladess í fyrra. „Rannsóknin sýnir að hið nýlega ofbeldi í Rakhine-héraði var ógnvænlegt, umfangsmikið, útbreidd og virðist sem að markmiðið hafi verið að hræða íbúa og reka Rohingjafólkið á flótta,“ segir í skýrslunni. Þar segir, eins og áður hefur komið fram, að aðgerðirnar hafi verið vel skipulagðar og samhæfðar. Eftirlifendur lýsa ódæðunum með nákvæmum hætti. Þau segja frá morðum hermanna á ungabörnum, krökkum, óvopnuðum mönnum og jafnvel því að fólk hafi verið grafið lifandi í fjöldagröfum. Þá segir fólkið frá umfangsmiklum nauðgunum hermanna. Eitt vitni segir fjórum stúlkum hafa verið rænt af hermönnum. Þær hafi verið bundnar og hermenn hafi nauðgað þeim í þrjá daga. Hann sagði þær hafa verið nær dauða en lífi.Sjá einnig: Vilja sækja hershöfðingja Mjanmar til saka fyrir þjóðarmorðRohingjafólkið hefur búið í Mjanmar um langt skeið og hefur verið lýst sem þeim minnihlutahópi í heiminum sem býr við mestar ofsóknir. Talið er að þeir séu um 1,1 milljón og búa langflestir þeirra í Rakhine héraði í vesturhluta Mjanmar en stjórnvöld þar hafa ekki viðurkennt þau sem borgara. Rohingjafólkið er íslamstrúar en meirihluti íbúa ríkisins eru búddistar. Her Mjanmar þvertekur fyrir að umfangsmikið ofbeldi hafi átt sér stað og hafa þeir jafnvel haldið því fram að ekki einn einasti rohingjarmúslimi hafi verið myrtur af hermönnum, engin þorp hafi verið brennd, engum hafi verið nauðgað og engu hafi verið stolið. Það var niðurstaða innri rannsóknar hersins.Minnst 700 þúsund manns flúðu til Bangladess og búa þar í flóttamannabúðum. Um 80 prósent þeirra sem rætt var við segjast hafa orðið vitni að minnst einu morðin. Oftast hafi þau verið framin af hermönnum eða lögregluþjónum. Íbúar eru einnig sagðir hafa tekið þátt í ódæðunum. Bangladess Mjanmar Tengdar fréttir Suu Kyi tjáir sig ekki um ódæðisverkin Aung San Suu Kyi, ríkisráðgjafi Mjanmar og æðsti óbreytti leiðtogi landsins, hefur ekki viljað tjá sig um skýrslu mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna um þá hrottalegu meðferð sem þjóðarbrot Róhingja hefur þurft að þola undanfarið ár af hendi mjanmarska hersins. 29. ágúst 2018 06:00 Þjóðarmorð á Róhingjum í Mjanmar Mjanmarskir herforingjar voru í vikunni sakaðir um þjóðarmorð. Sagðir hafa brennt Róhingja inni í húsum þeirra og tekið af lífi í hrönnum. Mjanmarska ríkið neitar sök og fyrrverandi friðarverðlaunahafinn sem leiðir ríkisstjórnina hefur sagt um falsfréttir að ræða. 1. september 2018 07:15 Ár síðan átök brutust út í Rakhine-héraði í Mjanmar: „Aðstæður eru skelfilegar“ Yfir 700 þúsund Róhingjar hafa lagt á flótta til Bangladess og lifa við erfiðar aðstæður. Íslensk kona sem starfaði í flóttamannabúðum skammt frá landamærunum segir aðstæður skelfilegar og óttast að þær muni versna nú þegar rigningatímabilið er gengið í garð. 25. ágúst 2018 19:45 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Sjá meira
Yfirvöld Bandaríkjanna hafa komist að þeirri niðurstöðu að yfirvöld Mjanmar, einnig þekkt sem Búrma, hafi framið „vel skipulögð og sameinuðu“ ódæði gagnvart Rohingjafólki þar í landi. Ódæðin snúast meðal annars um fjöldamorð, nauðganir og pyntingar og hafa yfirvöld Mjanmar verið sökuð um þjóðarmorð. Þetta eru niðurstöður rannsóknar Utanríkisráðuneytisins sem Reuters fréttaveitan hefur undir höndum en var birt opinberlega nú í kvöld. Í skýrslu um rannsóknina eru yfirvöld Mjanmar ekki sökuð um þjóðarmorð, þó bæði Bandaríkin og Sameinuðu þjóðirnar hafa gert það áður.Rannsakendur tóku viðtöl við rúmlega þúsund manns sem flúðu frá Mjanmar til Bangladess í fyrra. „Rannsóknin sýnir að hið nýlega ofbeldi í Rakhine-héraði var ógnvænlegt, umfangsmikið, útbreidd og virðist sem að markmiðið hafi verið að hræða íbúa og reka Rohingjafólkið á flótta,“ segir í skýrslunni. Þar segir, eins og áður hefur komið fram, að aðgerðirnar hafi verið vel skipulagðar og samhæfðar. Eftirlifendur lýsa ódæðunum með nákvæmum hætti. Þau segja frá morðum hermanna á ungabörnum, krökkum, óvopnuðum mönnum og jafnvel því að fólk hafi verið grafið lifandi í fjöldagröfum. Þá segir fólkið frá umfangsmiklum nauðgunum hermanna. Eitt vitni segir fjórum stúlkum hafa verið rænt af hermönnum. Þær hafi verið bundnar og hermenn hafi nauðgað þeim í þrjá daga. Hann sagði þær hafa verið nær dauða en lífi.Sjá einnig: Vilja sækja hershöfðingja Mjanmar til saka fyrir þjóðarmorðRohingjafólkið hefur búið í Mjanmar um langt skeið og hefur verið lýst sem þeim minnihlutahópi í heiminum sem býr við mestar ofsóknir. Talið er að þeir séu um 1,1 milljón og búa langflestir þeirra í Rakhine héraði í vesturhluta Mjanmar en stjórnvöld þar hafa ekki viðurkennt þau sem borgara. Rohingjafólkið er íslamstrúar en meirihluti íbúa ríkisins eru búddistar. Her Mjanmar þvertekur fyrir að umfangsmikið ofbeldi hafi átt sér stað og hafa þeir jafnvel haldið því fram að ekki einn einasti rohingjarmúslimi hafi verið myrtur af hermönnum, engin þorp hafi verið brennd, engum hafi verið nauðgað og engu hafi verið stolið. Það var niðurstaða innri rannsóknar hersins.Minnst 700 þúsund manns flúðu til Bangladess og búa þar í flóttamannabúðum. Um 80 prósent þeirra sem rætt var við segjast hafa orðið vitni að minnst einu morðin. Oftast hafi þau verið framin af hermönnum eða lögregluþjónum. Íbúar eru einnig sagðir hafa tekið þátt í ódæðunum.
Bangladess Mjanmar Tengdar fréttir Suu Kyi tjáir sig ekki um ódæðisverkin Aung San Suu Kyi, ríkisráðgjafi Mjanmar og æðsti óbreytti leiðtogi landsins, hefur ekki viljað tjá sig um skýrslu mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna um þá hrottalegu meðferð sem þjóðarbrot Róhingja hefur þurft að þola undanfarið ár af hendi mjanmarska hersins. 29. ágúst 2018 06:00 Þjóðarmorð á Róhingjum í Mjanmar Mjanmarskir herforingjar voru í vikunni sakaðir um þjóðarmorð. Sagðir hafa brennt Róhingja inni í húsum þeirra og tekið af lífi í hrönnum. Mjanmarska ríkið neitar sök og fyrrverandi friðarverðlaunahafinn sem leiðir ríkisstjórnina hefur sagt um falsfréttir að ræða. 1. september 2018 07:15 Ár síðan átök brutust út í Rakhine-héraði í Mjanmar: „Aðstæður eru skelfilegar“ Yfir 700 þúsund Róhingjar hafa lagt á flótta til Bangladess og lifa við erfiðar aðstæður. Íslensk kona sem starfaði í flóttamannabúðum skammt frá landamærunum segir aðstæður skelfilegar og óttast að þær muni versna nú þegar rigningatímabilið er gengið í garð. 25. ágúst 2018 19:45 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Sjá meira
Suu Kyi tjáir sig ekki um ódæðisverkin Aung San Suu Kyi, ríkisráðgjafi Mjanmar og æðsti óbreytti leiðtogi landsins, hefur ekki viljað tjá sig um skýrslu mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna um þá hrottalegu meðferð sem þjóðarbrot Róhingja hefur þurft að þola undanfarið ár af hendi mjanmarska hersins. 29. ágúst 2018 06:00
Þjóðarmorð á Róhingjum í Mjanmar Mjanmarskir herforingjar voru í vikunni sakaðir um þjóðarmorð. Sagðir hafa brennt Róhingja inni í húsum þeirra og tekið af lífi í hrönnum. Mjanmarska ríkið neitar sök og fyrrverandi friðarverðlaunahafinn sem leiðir ríkisstjórnina hefur sagt um falsfréttir að ræða. 1. september 2018 07:15
Ár síðan átök brutust út í Rakhine-héraði í Mjanmar: „Aðstæður eru skelfilegar“ Yfir 700 þúsund Róhingjar hafa lagt á flótta til Bangladess og lifa við erfiðar aðstæður. Íslensk kona sem starfaði í flóttamannabúðum skammt frá landamærunum segir aðstæður skelfilegar og óttast að þær muni versna nú þegar rigningatímabilið er gengið í garð. 25. ágúst 2018 19:45