Ian Jeffs mun ekki stýra ÍBV áfram í Pepsi-deild kvenna á næstu leiktíð en þetta staðfesti hann við Fótbolta.net í gærkvöldi.
Jeffs hefur verið þjálfari kvennaliðs ÍBV síðustu fjögur ár en þar áður spilaði hann með karlaliði félagsins við góðan orðstír.
Í fyrra varð liðið bikarmeistari undir stjórn Jeffs en í ár endaði liðið í fimmta sæti deildarinnar. Ekki er víst hver tekur við kvennaliðinu.
Það gæti verið að bæði kvenna- og karlalið Eyjamanna verði með nýja þjálfara á næstu leiktíð en ekki er ljóst hvort Kristján Guðmundsson haldi áfram með karlalið félagsins.
Jeffs ekki áfram með kvennalið ÍBV
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið



Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar
Enski boltinn

Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum
Enski boltinn


Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd
Íslenski boltinn


„Hann hefði getað fótbrotið mig“
Enski boltinn

Adam Ægir á heimleið
Íslenski boltinn
