Skuldir Gagnaveitunnar jukust um fjóra milljarða á síðasta ári Sigurður Mikael Jónsson skrifar 24. september 2018 08:00 Aukin innviðauppbygging og örari vöxtur en gert hafði verið ráð fyrir hjá Gagnaveitunni. Erling Freyr Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gagnaveitu Reykjavíkur, segir allt benda til að niðurstaðan í árslok nú verði jákvæð. Fréttablaðið/GVA Skuldir Gagnaveitu Reykjavíkur, dótturfélags Orkuveitu Reykjavíkur, jukust um tæplega fjóra milljarða milli ára samkvæmt nýbirtum ársreikningi félagsins fyrir árið 2017. Fjárfest var fyrir ríflega 3,2 milljarða króna í fyrra eða hátt í sömu upphæð og kynnt var fyrir borgarstjórn í árslok 2016 að ætti að fjárfesta fyrir á fimm ára tímabili 2018-2022. Framkvæmdastjóri Gagnaveitu Reykjavíkur (GR), Erling Freyr Guðmundsson, segir að hina auknu skuldsetningu félagsins upp á 3.938 milljónir í fyrra megi rekja til aukinna fjárfestinga í innviðauppbyggingu höfuðborgarsvæðisins í verkefnum ársins 2017 og að hluta til 2018. Árið 2017 hafi verið stærsta framkvæmdaár GR þegar 11 þúsund heimili voru tengd við ljósleiðarann. Samhliða fjölgun viðskiptavina hafi tekjur aukist um 321 milljón á milli ára, úr 1,8 milljörðum í 2,1 milljarð. Heildarskuldir GR fóru á síðasta ári úr 7,6 milljörðum í 11,5 milljarða. Á síðasta ári var samkvæmt ársreikningi fjárfest fyrir rúmlega 3,2 milljarða en samkvæmt fjárfestingaráætlun OR sem lögð var fyrir borgarstjórn í nóvember 2016 var gert ráð fyrir að fjárfesting vegna gagnaveitu yrði alls 3,9 milljarðar króna á árunum 2018 til 2022. Í uppfærðu plani tæpu ári síðar, í október 2017, var sú áætlun komi í 7,4 milljarða. Aðspurður um þessa hækkun segir Erling að hin uppfærða áætlun hafi verið útkomuspá ársins 2017. „Tímabil hennar var því heilu ári lengri en hinnar. Síðari áætlunin var líka gerð með uppfærðum forsendum sem tóku tillit til örari vaxtar. Meðal þess sem breyttist var aukin eftirspurn á fyrirtækjamarkaði, fleiri nýbyggingar, vinsældir á Eitt gíg þjónustuleið ljósleiðarans til heimila og sum svæði reyndust dýrari en fyrirséð var til að ljúka ljósleiðaravæðingu höfuðborgarsvæðisins.“ Erling segir að miðað við stöðuna í dag bendi allt til að heildarniðurstaða 2018 verði jákvæð í árslok, þrátt fyrir allar þær fjárfestingar sem staðið hafi verið í og fara á í á árinu. Gagnaveita Reykjavíkur, sem stofnuð var árið 2007 hefur oftar verið rekin með tapi en ekki á þeim tíma, en tap félagsins nam tæplega hundrað milljónum í fyrra, samanborið við 172 milljónir árið áður.Uppfært klukkan 10:34 Í fréttinni var ranglega greint frá því að Gagnaveita Reykjavíkur hefði aldrei skilað hagnaði. Hefur það verið leiðrétt. Birtist í Fréttablaðinu Viðskipti Tengdar fréttir Gagnaveita Reykjavíkur tilnefnd til alþjóðlegra verðlauna Gagnaveitu Reykjavíkur er á meðal fjögurra fyrirtækja sem tilnefnd hafa verið til alþjóðlegra verðlauna World Broadband Forum. 12. október 2017 11:25 Síminn vill aðgang að kerfi Gagnaveitunnar Forstjóri Símans segist vonast til að ná samningum um aðgang að ljósleiðarakerfi Gagnaveitu Reykjavíkur á viðskiptalegum forsendum í stað þess að bíða innleiðingar löggjafar frá ESB. Grátlegt sé að fyrirtækin séu að grafa á söm 18. janúar 2018 07:00 Gagnaveitan sektuð um hálfa milljón vegna ummæla framkvæmdastjórans um Símann Grein í Fréttablaðinu dró dilk á eftir sér. 4. desember 2017 15:16 Mest lesið Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Sjá meira
Skuldir Gagnaveitu Reykjavíkur, dótturfélags Orkuveitu Reykjavíkur, jukust um tæplega fjóra milljarða milli ára samkvæmt nýbirtum ársreikningi félagsins fyrir árið 2017. Fjárfest var fyrir ríflega 3,2 milljarða króna í fyrra eða hátt í sömu upphæð og kynnt var fyrir borgarstjórn í árslok 2016 að ætti að fjárfesta fyrir á fimm ára tímabili 2018-2022. Framkvæmdastjóri Gagnaveitu Reykjavíkur (GR), Erling Freyr Guðmundsson, segir að hina auknu skuldsetningu félagsins upp á 3.938 milljónir í fyrra megi rekja til aukinna fjárfestinga í innviðauppbyggingu höfuðborgarsvæðisins í verkefnum ársins 2017 og að hluta til 2018. Árið 2017 hafi verið stærsta framkvæmdaár GR þegar 11 þúsund heimili voru tengd við ljósleiðarann. Samhliða fjölgun viðskiptavina hafi tekjur aukist um 321 milljón á milli ára, úr 1,8 milljörðum í 2,1 milljarð. Heildarskuldir GR fóru á síðasta ári úr 7,6 milljörðum í 11,5 milljarða. Á síðasta ári var samkvæmt ársreikningi fjárfest fyrir rúmlega 3,2 milljarða en samkvæmt fjárfestingaráætlun OR sem lögð var fyrir borgarstjórn í nóvember 2016 var gert ráð fyrir að fjárfesting vegna gagnaveitu yrði alls 3,9 milljarðar króna á árunum 2018 til 2022. Í uppfærðu plani tæpu ári síðar, í október 2017, var sú áætlun komi í 7,4 milljarða. Aðspurður um þessa hækkun segir Erling að hin uppfærða áætlun hafi verið útkomuspá ársins 2017. „Tímabil hennar var því heilu ári lengri en hinnar. Síðari áætlunin var líka gerð með uppfærðum forsendum sem tóku tillit til örari vaxtar. Meðal þess sem breyttist var aukin eftirspurn á fyrirtækjamarkaði, fleiri nýbyggingar, vinsældir á Eitt gíg þjónustuleið ljósleiðarans til heimila og sum svæði reyndust dýrari en fyrirséð var til að ljúka ljósleiðaravæðingu höfuðborgarsvæðisins.“ Erling segir að miðað við stöðuna í dag bendi allt til að heildarniðurstaða 2018 verði jákvæð í árslok, þrátt fyrir allar þær fjárfestingar sem staðið hafi verið í og fara á í á árinu. Gagnaveita Reykjavíkur, sem stofnuð var árið 2007 hefur oftar verið rekin með tapi en ekki á þeim tíma, en tap félagsins nam tæplega hundrað milljónum í fyrra, samanborið við 172 milljónir árið áður.Uppfært klukkan 10:34 Í fréttinni var ranglega greint frá því að Gagnaveita Reykjavíkur hefði aldrei skilað hagnaði. Hefur það verið leiðrétt.
Birtist í Fréttablaðinu Viðskipti Tengdar fréttir Gagnaveita Reykjavíkur tilnefnd til alþjóðlegra verðlauna Gagnaveitu Reykjavíkur er á meðal fjögurra fyrirtækja sem tilnefnd hafa verið til alþjóðlegra verðlauna World Broadband Forum. 12. október 2017 11:25 Síminn vill aðgang að kerfi Gagnaveitunnar Forstjóri Símans segist vonast til að ná samningum um aðgang að ljósleiðarakerfi Gagnaveitu Reykjavíkur á viðskiptalegum forsendum í stað þess að bíða innleiðingar löggjafar frá ESB. Grátlegt sé að fyrirtækin séu að grafa á söm 18. janúar 2018 07:00 Gagnaveitan sektuð um hálfa milljón vegna ummæla framkvæmdastjórans um Símann Grein í Fréttablaðinu dró dilk á eftir sér. 4. desember 2017 15:16 Mest lesið Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Sjá meira
Gagnaveita Reykjavíkur tilnefnd til alþjóðlegra verðlauna Gagnaveitu Reykjavíkur er á meðal fjögurra fyrirtækja sem tilnefnd hafa verið til alþjóðlegra verðlauna World Broadband Forum. 12. október 2017 11:25
Síminn vill aðgang að kerfi Gagnaveitunnar Forstjóri Símans segist vonast til að ná samningum um aðgang að ljósleiðarakerfi Gagnaveitu Reykjavíkur á viðskiptalegum forsendum í stað þess að bíða innleiðingar löggjafar frá ESB. Grátlegt sé að fyrirtækin séu að grafa á söm 18. janúar 2018 07:00
Gagnaveitan sektuð um hálfa milljón vegna ummæla framkvæmdastjórans um Símann Grein í Fréttablaðinu dró dilk á eftir sér. 4. desember 2017 15:16
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent