„Það verður að stöðva hann“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. september 2018 16:59 Erna Ómarsdóttir er ein þeirra sem skrifar undir bréfið þar sem Jan Fabre er sakaður um kynferðislega áreitni og óviðeigandi hegðun í garð starfsmanna sinna. Vísir/GVA Erna Ómarsdóttir, dansari og listrænn stjórnandi Íslenska dansflokksins, er meðal þeirra sem sakað hafa belgíska listamógúlinn Jan Fabre, stofnanda Troubleyn-leikhússins og eitt stærsta nafn belgíska listaheimsins, um kynferðislega áreitni og óviðeigandi hegðun. Þetta kemur fram í umfjöllun New York Times um málið, en þar er Erna einmitt til viðtals. Erna gekk til liðs við Troubleyn-leikhúsið í Antwerp árið 1998 þegar hún var rétt rúmlega tvítug. Hún er í hópi átta fyrrum starfsmanna Fabre sem skrifað hafa undir opið bréf þar sem ásakanirnar koma fram. Auk þeirra eru 12 ónafngreindir einstaklingar sem studdu birtingu bréfsins. Í viðtalinu við New York Times lýsir Erna því hvernig háðsglósur og svívirðingar voru daglegt brauð í leikhúsinu, en fólk hafi einfaldlega vanist þeim og það að vera kölluð feit eða heimsk hafi verið orðinn venjulegur hluti af vinnudegi dansara. Þá segist Erna hafa notið þess að vinna fyrir Fabre í fyrstu, en það hafi skjótt breyst eftir vægast sagt vonda upplifun. Fabre kallaði hana þá á skrifstofu sína og bað hana að sitja fyrir í einstaklingsmyndatöku fyrir sig, þar sem hún myndi stunda sjálfsfróun á meðan hann myndaði augu hennar. „Ég þorði ekki að segja nei. Maður vissi að ef maður segði nei við einhverju svona þá hefði það áhrif á stöðu manns innan fyrirtækisins. Hann hafði lag á því að tala við mann: „Þú þarft ekki að gera þetta. Það eru margir sem tækju þessu tilboði fagnandi.““ Erna lýsir því þegar hún mætti heim til Fabre þar sem hann var staddur, einsamall. Hann gaf henni vín og reyndi seinna um kvöldið að gefa henni kókaín, en hún hafi neitað, þar sem hún hefði aldrei neytt eiturlyfja áður. Hann hafi þó gengið á hana og loks hafi hún gefið eftir. „Ég var mjög drukkin og frekar ringluð, þannig að ég gerði hluti sem ég hefði annars aldrei gert.“ Eftir myndatökuna borgaði Fabre henni í reiðufé og sýndi henni nokkrar af myndunum. Í kjölfarið þrýsti Fabre mikið á Ernu um að hitta sig og hún neitaði í fyrstu. Loks gaf hún þó undan, en í viðtalinu vill hún ekki gefa upp hvað fór þeirra á milli á þeim fundi þeirra. Erna segir að ástæða þess að hún sé nú að tjá sig um það sem hún hefur upplifað sé að hún sé að uppfylla skyldur sínar gagnvart öðrum dönsurum. „Þörfin til þess að tala um þetta er sterk, þar sem það verður að stöðva hann.“ MeToo Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Sjá meira
Erna Ómarsdóttir, dansari og listrænn stjórnandi Íslenska dansflokksins, er meðal þeirra sem sakað hafa belgíska listamógúlinn Jan Fabre, stofnanda Troubleyn-leikhússins og eitt stærsta nafn belgíska listaheimsins, um kynferðislega áreitni og óviðeigandi hegðun. Þetta kemur fram í umfjöllun New York Times um málið, en þar er Erna einmitt til viðtals. Erna gekk til liðs við Troubleyn-leikhúsið í Antwerp árið 1998 þegar hún var rétt rúmlega tvítug. Hún er í hópi átta fyrrum starfsmanna Fabre sem skrifað hafa undir opið bréf þar sem ásakanirnar koma fram. Auk þeirra eru 12 ónafngreindir einstaklingar sem studdu birtingu bréfsins. Í viðtalinu við New York Times lýsir Erna því hvernig háðsglósur og svívirðingar voru daglegt brauð í leikhúsinu, en fólk hafi einfaldlega vanist þeim og það að vera kölluð feit eða heimsk hafi verið orðinn venjulegur hluti af vinnudegi dansara. Þá segist Erna hafa notið þess að vinna fyrir Fabre í fyrstu, en það hafi skjótt breyst eftir vægast sagt vonda upplifun. Fabre kallaði hana þá á skrifstofu sína og bað hana að sitja fyrir í einstaklingsmyndatöku fyrir sig, þar sem hún myndi stunda sjálfsfróun á meðan hann myndaði augu hennar. „Ég þorði ekki að segja nei. Maður vissi að ef maður segði nei við einhverju svona þá hefði það áhrif á stöðu manns innan fyrirtækisins. Hann hafði lag á því að tala við mann: „Þú þarft ekki að gera þetta. Það eru margir sem tækju þessu tilboði fagnandi.““ Erna lýsir því þegar hún mætti heim til Fabre þar sem hann var staddur, einsamall. Hann gaf henni vín og reyndi seinna um kvöldið að gefa henni kókaín, en hún hafi neitað, þar sem hún hefði aldrei neytt eiturlyfja áður. Hann hafi þó gengið á hana og loks hafi hún gefið eftir. „Ég var mjög drukkin og frekar ringluð, þannig að ég gerði hluti sem ég hefði annars aldrei gert.“ Eftir myndatökuna borgaði Fabre henni í reiðufé og sýndi henni nokkrar af myndunum. Í kjölfarið þrýsti Fabre mikið á Ernu um að hitta sig og hún neitaði í fyrstu. Loks gaf hún þó undan, en í viðtalinu vill hún ekki gefa upp hvað fór þeirra á milli á þeim fundi þeirra. Erna segir að ástæða þess að hún sé nú að tjá sig um það sem hún hefur upplifað sé að hún sé að uppfylla skyldur sínar gagnvart öðrum dönsurum. „Þörfin til þess að tala um þetta er sterk, þar sem það verður að stöðva hann.“
MeToo Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Sjá meira