Hvetur þá sem synjað er um ferðaþjónustu til að áfrýja 22. september 2018 20:30 Íbúar á hjúkrunarheimilum hafa ekki rétt á að nýta ferðaþjónustu fatlaðra hjá Reykjavíkurborg en geta átt rétt á akstursþjónustu fyrir aldraða, að uppfylltum skilyrðum. Framkvæmdastjóri þjónustumiðstöðvar Laugardals og Háaleitis hvetur þá sem synjað er um þjónustu til að áfrýja til velferðarráðs.Í fréttum okkar í vikunni var rætt við eiginkonu manns sem lamaðist eftir heilablóðfallen hefur ítrekað verið synjað um ferðaþjónustu fatlaðra hjá Reykjavíkurborg. Hún kveðst hafa litlar sem engar skýringar hafa fengið á því af hverju manni hennar hafi verið synjað um þjónustuna.„Það getur verið eins og í þessu dæmi að viðkomandi sé búsettur á hjúkrunarheimili. Þá fellur það ekki að reglununum en það er samt sem áður alltaf hægt að áfrýja því til velferðarráðs,“ segir Sigtryggur Jónsson, Framkvæmdastjóri þjónustumiðstöðvar Laugardals og Háaleitis.Ætti það að skipta máli því nú eru hjúkrunarheimili alveg jafn mikil heimili fólks eins og önnur búseta?„Ég get ekki svarað því, við setjum ekki reglurnar. Okkur er bara skylt að fara eftir ákveðnum reglum sem okkur eru settar,“ segir Sigtryggur.Þjónustumiðstöðvar borgarinnar sjá um að afgreiða umsóknir, bæði um ferðaþjónustu fyrir fatlaðra og akstursþjónustu fyrir aldraða. Meðal skilyrða sem þarf að uppfylla til þess að eiga rétt á akstursþjónstu aldraðra er að viðkomandi búi í eigin húsnæði.„Þegar fólk er fatlað sækir það um í ferðaþjónustu fatlaðra, annars sækir það um í akstursþjónustu eldri borgara. Hvað þetta mál varðar, eftir fréttirnar, þá var strax haft samband við aðstandana og honum leiðbeint hvernig ætti að fara að þessu,“ segir Sigtryggur.Umsóknum þarf að skila inn skriflega sem krefst heimsóknar í þjónustumiðstöð. Fljótlega verður þó hægt að sækja um rafrænt.„Ef að það kemur í ljós í samtalinu að skilyrði eru ekki uppfyllt er fólki samt leiðbeint um að sækja samt um vegna þess að það er alltaf hægt að áfrýja allri höfnun á þjónustu,“ segir Sigtryggur. Ferðaþjónusta fatlaðra Tengdar fréttir Meinað um ferðaþjónustu fatlaðra án skýringa Maður sem lamaðist í helmingi líkamans eftir að hafa fengið heilablóðfall hefur ekki rétt á því að nýta ferðaþjónustu fatlaðra. Eiginkona mannsins segist engin skýr svör hafa fengið við því hvers vegna manni hennar er synjað um þjónustuna. 20. september 2018 21:00 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Sjá meira
Íbúar á hjúkrunarheimilum hafa ekki rétt á að nýta ferðaþjónustu fatlaðra hjá Reykjavíkurborg en geta átt rétt á akstursþjónustu fyrir aldraða, að uppfylltum skilyrðum. Framkvæmdastjóri þjónustumiðstöðvar Laugardals og Háaleitis hvetur þá sem synjað er um þjónustu til að áfrýja til velferðarráðs.Í fréttum okkar í vikunni var rætt við eiginkonu manns sem lamaðist eftir heilablóðfallen hefur ítrekað verið synjað um ferðaþjónustu fatlaðra hjá Reykjavíkurborg. Hún kveðst hafa litlar sem engar skýringar hafa fengið á því af hverju manni hennar hafi verið synjað um þjónustuna.„Það getur verið eins og í þessu dæmi að viðkomandi sé búsettur á hjúkrunarheimili. Þá fellur það ekki að reglununum en það er samt sem áður alltaf hægt að áfrýja því til velferðarráðs,“ segir Sigtryggur Jónsson, Framkvæmdastjóri þjónustumiðstöðvar Laugardals og Háaleitis.Ætti það að skipta máli því nú eru hjúkrunarheimili alveg jafn mikil heimili fólks eins og önnur búseta?„Ég get ekki svarað því, við setjum ekki reglurnar. Okkur er bara skylt að fara eftir ákveðnum reglum sem okkur eru settar,“ segir Sigtryggur.Þjónustumiðstöðvar borgarinnar sjá um að afgreiða umsóknir, bæði um ferðaþjónustu fyrir fatlaðra og akstursþjónustu fyrir aldraða. Meðal skilyrða sem þarf að uppfylla til þess að eiga rétt á akstursþjónstu aldraðra er að viðkomandi búi í eigin húsnæði.„Þegar fólk er fatlað sækir það um í ferðaþjónustu fatlaðra, annars sækir það um í akstursþjónustu eldri borgara. Hvað þetta mál varðar, eftir fréttirnar, þá var strax haft samband við aðstandana og honum leiðbeint hvernig ætti að fara að þessu,“ segir Sigtryggur.Umsóknum þarf að skila inn skriflega sem krefst heimsóknar í þjónustumiðstöð. Fljótlega verður þó hægt að sækja um rafrænt.„Ef að það kemur í ljós í samtalinu að skilyrði eru ekki uppfyllt er fólki samt leiðbeint um að sækja samt um vegna þess að það er alltaf hægt að áfrýja allri höfnun á þjónustu,“ segir Sigtryggur.
Ferðaþjónusta fatlaðra Tengdar fréttir Meinað um ferðaþjónustu fatlaðra án skýringa Maður sem lamaðist í helmingi líkamans eftir að hafa fengið heilablóðfall hefur ekki rétt á því að nýta ferðaþjónustu fatlaðra. Eiginkona mannsins segist engin skýr svör hafa fengið við því hvers vegna manni hennar er synjað um þjónustuna. 20. september 2018 21:00 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Sjá meira
Meinað um ferðaþjónustu fatlaðra án skýringa Maður sem lamaðist í helmingi líkamans eftir að hafa fengið heilablóðfall hefur ekki rétt á því að nýta ferðaþjónustu fatlaðra. Eiginkona mannsins segist engin skýr svör hafa fengið við því hvers vegna manni hennar er synjað um þjónustuna. 20. september 2018 21:00