Gunnar: Nenni ekki að tala meira um þennan KA-leik Benedikt Grétarsson skrifar 22. september 2018 20:05 Gunnar á hliðarlínunni á síðustu leiktíð. vísir/ernir Það mátti sjá á Gunnari Magnússyni, þjálfara Hauka, að honum var létt eftir 31-26 sigur hans manna gegn Akureyri í kvöld. Þetta er fyrsti sigur Hauka í deildinni en lærisveinar Gunnars biðu afhroð í síðustu umferð gegn KA, 31-20. „Þetta er búin að vera löng vika og dagarnir hafa liðið hægt. Við erum búnir að bíða eftir að komast aftur á völlinn og svara fyrir síðasta leik. Það var bara hrikalega mikilvægt að ná í tvö stig og fá jafnframt fyrsta sigurinn í hús,“ sagði Gunnar eftir leik. „Ég er bara ánægður með strákana.Þetta var þolinmæðisverk og vantaði alltaf herslumuninn að hrista þá af okkur. Alltaf þegar við fengum möguleikann, þá komu þeir aftur og gerðu okkur erfitt fyrir. Við náðum að halda haus allan leikinn og unnum þetta frekar sannfærandi að lokum.” Hvað skyldi hafa glatt Gunnar mest í þessum sigri? „Varnarleikurinn var góður og við náðum að refsa þeim í kjölfar sterkrar varnar, sérstaklega í fyrri hálfleik. Sóknarlega var þetta ágætt og við sáum margar góðar sóknir. Með örlítið betri nýtingu, hefðum við slitið þá fyrr af okkur en við sköpum fín færi og ég er bara sáttur.” Miklu munaði fyrir Hauka að fá Adam Hauk Baumruk sterkan inn í sóknina en hann hefur verið slakur hingað til. „Já, hann hefur verið góður á æfingum og ég veit alveg hvað hann getur. Ég setti hann í byrjunarliðið í dag og hann svaraði með góðum leik.” Fannst Gunnari umræðan eftir síðasta leik kannski snúast aðeins of mikið um hversu lélegir Haukar voru, frekar en að gefa KA verðskuldað hrós? „Við vorum bara lélegir í síðasta leik og sennilega var þetta einn lélegasti leikur sem ég hef lent í á mínum ferli sem þjálfari. KA menn voru frábærir en annars er ég bara að reyna að komast yfir þennan leik og nenni ekki mikið að tala meira um þennan KA-leik. Nú horfum við fram á veginn,“ sagði Gunnar einbeittur að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Sjá meira
Það mátti sjá á Gunnari Magnússyni, þjálfara Hauka, að honum var létt eftir 31-26 sigur hans manna gegn Akureyri í kvöld. Þetta er fyrsti sigur Hauka í deildinni en lærisveinar Gunnars biðu afhroð í síðustu umferð gegn KA, 31-20. „Þetta er búin að vera löng vika og dagarnir hafa liðið hægt. Við erum búnir að bíða eftir að komast aftur á völlinn og svara fyrir síðasta leik. Það var bara hrikalega mikilvægt að ná í tvö stig og fá jafnframt fyrsta sigurinn í hús,“ sagði Gunnar eftir leik. „Ég er bara ánægður með strákana.Þetta var þolinmæðisverk og vantaði alltaf herslumuninn að hrista þá af okkur. Alltaf þegar við fengum möguleikann, þá komu þeir aftur og gerðu okkur erfitt fyrir. Við náðum að halda haus allan leikinn og unnum þetta frekar sannfærandi að lokum.” Hvað skyldi hafa glatt Gunnar mest í þessum sigri? „Varnarleikurinn var góður og við náðum að refsa þeim í kjölfar sterkrar varnar, sérstaklega í fyrri hálfleik. Sóknarlega var þetta ágætt og við sáum margar góðar sóknir. Með örlítið betri nýtingu, hefðum við slitið þá fyrr af okkur en við sköpum fín færi og ég er bara sáttur.” Miklu munaði fyrir Hauka að fá Adam Hauk Baumruk sterkan inn í sóknina en hann hefur verið slakur hingað til. „Já, hann hefur verið góður á æfingum og ég veit alveg hvað hann getur. Ég setti hann í byrjunarliðið í dag og hann svaraði með góðum leik.” Fannst Gunnari umræðan eftir síðasta leik kannski snúast aðeins of mikið um hversu lélegir Haukar voru, frekar en að gefa KA verðskuldað hrós? „Við vorum bara lélegir í síðasta leik og sennilega var þetta einn lélegasti leikur sem ég hef lent í á mínum ferli sem þjálfari. KA menn voru frábærir en annars er ég bara að reyna að komast yfir þennan leik og nenni ekki mikið að tala meira um þennan KA-leik. Nú horfum við fram á veginn,“ sagði Gunnar einbeittur að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Sjá meira