Sókn á sviði menntunar Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar 21. september 2018 14:20 Haustið skipar sérstakan sess í huga kennara og annarra stétta sem starfa með börnum og ungmennum í skóla- og frístundastarfi. Börn flykkjast í skólann sinn, starfið fer af stað með tilheyrandi annríki og eftirvæntingu, púsla þarf saman skóla- og frístundastarfi, mynda tengsl og byggja brýr. Þetta haust fer vel af stað á Menntavísindasviði Háskóla Íslands en á sviðinu fer fram menntun leik-, grunn- og framhaldsskólakennara, þroskaþjálfa, tómstundafræðinga, íþrótta- og heilsufræðinga og uppeldis- og menntunarfræðinga. Nemendum fjölgar verulega sem stefna á kennslu í leik-, grunn- eða framhaldsskólum, og það fjölgaði á námsleiðum fyrir fólk með fjölbreytta menntun að baki sem vill bæta við sig kennsluréttindum auk þess sem kennarar og annað fagfólk sækir til okkar í starfs- og diplómanám. Breytingar á kennaranámi Þrátt aukna aðsókn í kennaranám er mikilvægt að fjölga nemendum enn frekar. Alvarlegur skortur á leikskólakennurum er um land allt og ekki hefur verið eðlileg nýliðun í hópi grunnskólakennara landsins. Undanfarnar vikur greini ég mikla samstöðu meðal stjórnvalda, fagfélaga, sveitarfélaga og háskólanna um mikilvægi kennaramenntunar og nauðsyn þess að finna leiðir til að styðja við nemendur í kennaranámi. Á Menntavísindasviði höldum við áfram að þróa og efla námið í nánu samstarfi við hagsmunaaðila. Nú í haust hófst nám í fjórum nýjum deildum, sem bjóða upp á fjölbreyttar leiðir til kennsluréttinda. Ný deildarskipting endurspeglar betur heildstæða sýn á menntun og mikilvægi þess að fjölbreyttar fagstéttir taki höndum saman um velferð og vöxt barna og unglinga í skóla- og frístundastarfi. Þá hafa opnast fleiri dyr fyrir þrepaskipt nám, sveigjanlegt nám, styttri námsleiðir og nám með starfi. Samhliða þessum nýjungum teljum við mikilvægt að koma á samstarfi milli háskóla og sveitarfélaga um markvissan stuðning við nýútskrifaða kennara. Sterk tengsl við vettvang og samfélag Hlutverk Menntavísindasviðs er að undirbúa fagfólk til starfa í menntakerfinu og að standa fyrir rannsóknum sem renna stoðum undir menntakerfi framtíðarinnar. Rík áhersla er lögð á tengsl við væntanlegan starfsvettvang og að nemendur fari í starfsþjálfun í skóla, félagsmiðstöðvar og aðrar stofnanir samfélagins. Á vettvangi gefst ómetanlegt tækifæri fyrir nemendur að kynnast daglegu starfi og láta reyna á hæfni sína og þekkingu undir handleiðslu leiðsagnarkennara. Reynt fagfólk á sviði menntunar, gjarnan með áratuga starfsreynslu, stundar framhaldsnám við sviðið til að þróa og dýpka starf sitt og þekkingu. Það kemur inn með ómetanlegt sjónarhorn og Menntavísindasvið væri fátækt án þeirra. Það er dýrmætt fyrir háskólastofnun að vera í jafn þéttum tengslum við starfandi fagstéttir. Markmið okkar á næstu misserum er að auka framboð á námi sem kennarar og aðrir fagaðilar geta nýtt sér til starfsþróunar. Þá eru fjölmörg rannsóknar- og þróunarverkefni í gangi þar sem fræðimenn starfa með kennurum og fagfólki að innleiðingu nýrra starfshátta. Stöndum saman um menntakerfið Við stöndum frammi fyrir margvíslegum áskorunum í samfélaginu í dag. Umhverfisbreytingar af völdum hnattrænnar hlýnunar kalla á gjörbreyttar lífsvenjur; fjórða iðnbyltingin, sem þegar hefur hafið innreið sína, mun móta nýja atvinnuhætti og hefur þegar kollvarpað samskiptaformi okkar; alvarlegar áskoranir í heimsmálum, s.s. efnahagslegur óstöðugleiki, ófriður og aukinn fjöldi flóttamanna, krefjast ábyrgrar þátttöku Íslands í alþjóðlegu samstarfi. Alhliða menntun sem felur í sér „hvassan skilning, haga hönd, hjartað sanna og góða“, líkt og Stephan G. orðaði það, er grundvöllur þess að unga fólkið okkar hafi forsendur til að takast á við þessi mikilvægu lífsverkefni. Stöndum saman um menntun barnanna okkar, hvetjum þá til dáða sem ákveða að helga sig kennslu og menntastörfum og styðjum við starfsumhverfi starfsfólks og barna í skóla- og frístundastarfi. Höfundur er forseti MenntavísindasviðsHáskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Kolbrún Þ. Pálsdóttir Mest lesið Jálisti - góð breyting á lögum um atvinnuréttindi útlendinga Pawel Bartoszek Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Vilt þú tillögur stjórnlagaráðs sem grundvöll að stjórnarskrá? Þorkell Helgason Skoðun Gjaldfelldu sig í hagnaðarskyni Sigurjón M. Egilsson Skoðun Ennþá svangar Hildur Björnsdóttir Bakþankar Lagt í'ann Ari Traustu Guðmundsson Skoðun Vill einhver eiga tvo milljarða? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Engir náttúruverndarsinnar á Alþingi eftir kosningar? Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Heilbrigðisþjónusta í heimabyggð – loksins orðin að veruleika Anton Guðmundsson Skoðun Halldór 15.05.2013 Halldór Skoðun Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Fregnir af dauða gervigreindarinnar eru stórlega ýktar Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hyggst skipta sér af þjóðaratkvæðinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í hættu - aðgerða er þörf Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Ég trúi á orkuskiptin! Hverju trúir þú? Tinna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar Skoðun Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir,Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á lífsgæðum borgarbúa Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Sjá meira
Haustið skipar sérstakan sess í huga kennara og annarra stétta sem starfa með börnum og ungmennum í skóla- og frístundastarfi. Börn flykkjast í skólann sinn, starfið fer af stað með tilheyrandi annríki og eftirvæntingu, púsla þarf saman skóla- og frístundastarfi, mynda tengsl og byggja brýr. Þetta haust fer vel af stað á Menntavísindasviði Háskóla Íslands en á sviðinu fer fram menntun leik-, grunn- og framhaldsskólakennara, þroskaþjálfa, tómstundafræðinga, íþrótta- og heilsufræðinga og uppeldis- og menntunarfræðinga. Nemendum fjölgar verulega sem stefna á kennslu í leik-, grunn- eða framhaldsskólum, og það fjölgaði á námsleiðum fyrir fólk með fjölbreytta menntun að baki sem vill bæta við sig kennsluréttindum auk þess sem kennarar og annað fagfólk sækir til okkar í starfs- og diplómanám. Breytingar á kennaranámi Þrátt aukna aðsókn í kennaranám er mikilvægt að fjölga nemendum enn frekar. Alvarlegur skortur á leikskólakennurum er um land allt og ekki hefur verið eðlileg nýliðun í hópi grunnskólakennara landsins. Undanfarnar vikur greini ég mikla samstöðu meðal stjórnvalda, fagfélaga, sveitarfélaga og háskólanna um mikilvægi kennaramenntunar og nauðsyn þess að finna leiðir til að styðja við nemendur í kennaranámi. Á Menntavísindasviði höldum við áfram að þróa og efla námið í nánu samstarfi við hagsmunaaðila. Nú í haust hófst nám í fjórum nýjum deildum, sem bjóða upp á fjölbreyttar leiðir til kennsluréttinda. Ný deildarskipting endurspeglar betur heildstæða sýn á menntun og mikilvægi þess að fjölbreyttar fagstéttir taki höndum saman um velferð og vöxt barna og unglinga í skóla- og frístundastarfi. Þá hafa opnast fleiri dyr fyrir þrepaskipt nám, sveigjanlegt nám, styttri námsleiðir og nám með starfi. Samhliða þessum nýjungum teljum við mikilvægt að koma á samstarfi milli háskóla og sveitarfélaga um markvissan stuðning við nýútskrifaða kennara. Sterk tengsl við vettvang og samfélag Hlutverk Menntavísindasviðs er að undirbúa fagfólk til starfa í menntakerfinu og að standa fyrir rannsóknum sem renna stoðum undir menntakerfi framtíðarinnar. Rík áhersla er lögð á tengsl við væntanlegan starfsvettvang og að nemendur fari í starfsþjálfun í skóla, félagsmiðstöðvar og aðrar stofnanir samfélagins. Á vettvangi gefst ómetanlegt tækifæri fyrir nemendur að kynnast daglegu starfi og láta reyna á hæfni sína og þekkingu undir handleiðslu leiðsagnarkennara. Reynt fagfólk á sviði menntunar, gjarnan með áratuga starfsreynslu, stundar framhaldsnám við sviðið til að þróa og dýpka starf sitt og þekkingu. Það kemur inn með ómetanlegt sjónarhorn og Menntavísindasvið væri fátækt án þeirra. Það er dýrmætt fyrir háskólastofnun að vera í jafn þéttum tengslum við starfandi fagstéttir. Markmið okkar á næstu misserum er að auka framboð á námi sem kennarar og aðrir fagaðilar geta nýtt sér til starfsþróunar. Þá eru fjölmörg rannsóknar- og þróunarverkefni í gangi þar sem fræðimenn starfa með kennurum og fagfólki að innleiðingu nýrra starfshátta. Stöndum saman um menntakerfið Við stöndum frammi fyrir margvíslegum áskorunum í samfélaginu í dag. Umhverfisbreytingar af völdum hnattrænnar hlýnunar kalla á gjörbreyttar lífsvenjur; fjórða iðnbyltingin, sem þegar hefur hafið innreið sína, mun móta nýja atvinnuhætti og hefur þegar kollvarpað samskiptaformi okkar; alvarlegar áskoranir í heimsmálum, s.s. efnahagslegur óstöðugleiki, ófriður og aukinn fjöldi flóttamanna, krefjast ábyrgrar þátttöku Íslands í alþjóðlegu samstarfi. Alhliða menntun sem felur í sér „hvassan skilning, haga hönd, hjartað sanna og góða“, líkt og Stephan G. orðaði það, er grundvöllur þess að unga fólkið okkar hafi forsendur til að takast á við þessi mikilvægu lífsverkefni. Stöndum saman um menntun barnanna okkar, hvetjum þá til dáða sem ákveða að helga sig kennslu og menntastörfum og styðjum við starfsumhverfi starfsfólks og barna í skóla- og frístundastarfi. Höfundur er forseti MenntavísindasviðsHáskóla Íslands.
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar
Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar
Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar