Ríkið keypt sumarhús fyrir 173 milljónir Sigurður Mikael Jónsson skrifar 21. september 2018 06:00 Þessi ónýti bústaður við Þingvallavatn var keyptur af ríkinu árið 2014. Alls hafa tólf verið keyptir síðustu fimm árin fyrir 173 milljónir. Fréttablaðið/Pjetur Íslenska ríkið hefur á síðastliðnum fimm árum keypt tólf sumarbústaði á Þingvöllum fyrir alls rúmlega 173 milljónir króna. Ríkið á forkaupsrétt þegar bústaðir í þjóðgarðinum bjóðast til sölu og hefur fjármála- og efnahagsráðuneytið undanfarin ár haft heimild í fjárlögum til að kaupa bústaði þar eða jarðir í næsta nágrenni. Samkvæmt upplýsingum frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu hefur framkvæmd þess verið með þeim hætti að ráðuneytinu berst beiðni að frumkvæði Þingvallanefndar þar sem óskað er eftir því að neyta forkaupsréttarins. Ávallt er óskað eftir því að ríkið gangi inn í kaupin með það að markmiði að opna aðgengi almennings að þjóðgarðinum og jafnframt framfylgja stefnu þjóðgarðsins um fækkun sumarhúsa og að varðveita náttúrulega upprunalega ásýnd þjóðgarðsins. „Þar sem þjóðgarðurinn er á heimsminjaskrá er þessi stefna m.a. í samræmi við tilmæli Menningarstofnunar Sameinuðu þjóðanna. Meginforsendan fyrir því að beita forkaupsréttinum af hálfu fjármála- og efnahagsráðuneytisins hefur verið sú að fjarlægja eigi umrædd sumarhús til að opna aðgengi almennings að þjóðgarðinum í samræmi við fyrirliggjandi stefnu Þingvallanefndar,“ segir í svari Evu Bjarkar Sverrisdóttur, upplýsingafulltrúa ráðuneytisins, við fyrirspurn Fréttablaðsins. Sem fyrr segir hafa tólf bústaðir verið keyptir síðastliðin fimm ár en fyrir þann tíma verður að sögn ráðuneytisins ekki séð að sumarhús í þjóðgarðinum hafi verið keypt fyrir milligöngu ráðuneytisins í þó nokkurn tíma. „Tveir bústaðir við Gjábakkaland voru seldir til brottflutnings árið 2013, fyrir tæpar 2 m.kr. Reynsla af því að selja bústaði við Þingvelli til brottflutnings hefur hins vegar ekki verið góð, einkum vegna þeirra spjalla sem orðið hafa á viðkvæmum gróðri og landslagi á svæðinu við slíkar framkvæmdir.“ Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður og formaður Þingvallanefndar, segir að haldið verði áfram með þessi uppkaup þegar tækifæri gefst. „Við höfum ekki verið að fara inn til að kaupa fólk út fyrir stórfé eða þegar um er að ræða erfðamál. Þetta eru fyrst og fremst bústaðir sem eru til sölu, orðnir gamlir og lélegir. En þessu verður haldið áfram, þetta eru um 80 bústaðir þarna en margir þeirra gríðarlega dýrir svo þetta mun gerast hægt.“ Birtist í Fréttablaðinu Stjórnsýsla Þjóðgarðar Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Sjá meira
Íslenska ríkið hefur á síðastliðnum fimm árum keypt tólf sumarbústaði á Þingvöllum fyrir alls rúmlega 173 milljónir króna. Ríkið á forkaupsrétt þegar bústaðir í þjóðgarðinum bjóðast til sölu og hefur fjármála- og efnahagsráðuneytið undanfarin ár haft heimild í fjárlögum til að kaupa bústaði þar eða jarðir í næsta nágrenni. Samkvæmt upplýsingum frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu hefur framkvæmd þess verið með þeim hætti að ráðuneytinu berst beiðni að frumkvæði Þingvallanefndar þar sem óskað er eftir því að neyta forkaupsréttarins. Ávallt er óskað eftir því að ríkið gangi inn í kaupin með það að markmiði að opna aðgengi almennings að þjóðgarðinum og jafnframt framfylgja stefnu þjóðgarðsins um fækkun sumarhúsa og að varðveita náttúrulega upprunalega ásýnd þjóðgarðsins. „Þar sem þjóðgarðurinn er á heimsminjaskrá er þessi stefna m.a. í samræmi við tilmæli Menningarstofnunar Sameinuðu þjóðanna. Meginforsendan fyrir því að beita forkaupsréttinum af hálfu fjármála- og efnahagsráðuneytisins hefur verið sú að fjarlægja eigi umrædd sumarhús til að opna aðgengi almennings að þjóðgarðinum í samræmi við fyrirliggjandi stefnu Þingvallanefndar,“ segir í svari Evu Bjarkar Sverrisdóttur, upplýsingafulltrúa ráðuneytisins, við fyrirspurn Fréttablaðsins. Sem fyrr segir hafa tólf bústaðir verið keyptir síðastliðin fimm ár en fyrir þann tíma verður að sögn ráðuneytisins ekki séð að sumarhús í þjóðgarðinum hafi verið keypt fyrir milligöngu ráðuneytisins í þó nokkurn tíma. „Tveir bústaðir við Gjábakkaland voru seldir til brottflutnings árið 2013, fyrir tæpar 2 m.kr. Reynsla af því að selja bústaði við Þingvelli til brottflutnings hefur hins vegar ekki verið góð, einkum vegna þeirra spjalla sem orðið hafa á viðkvæmum gróðri og landslagi á svæðinu við slíkar framkvæmdir.“ Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður og formaður Þingvallanefndar, segir að haldið verði áfram með þessi uppkaup þegar tækifæri gefst. „Við höfum ekki verið að fara inn til að kaupa fólk út fyrir stórfé eða þegar um er að ræða erfðamál. Þetta eru fyrst og fremst bústaðir sem eru til sölu, orðnir gamlir og lélegir. En þessu verður haldið áfram, þetta eru um 80 bústaðir þarna en margir þeirra gríðarlega dýrir svo þetta mun gerast hægt.“
Birtist í Fréttablaðinu Stjórnsýsla Þjóðgarðar Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Sjá meira