Þolinmæðin mun á endanum bresta Hjörvar Ólafsson skrifar 21. september 2018 11:00 Þjálfari landsliðsins, Craig Pedersen, og Hannes, formaður KKÍ, á blaðamannafundi fyrir verkefni landsliðsins á dögunum. Fréttablaðið/anton brink Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, KKÍ, er vakinn og sofinn yfir framgangi körfuboltans hér á landi. Álitaefnin sem valda honum mestu hugarangri þessa dagana eru eins og svo oft áður fjárhagsstaða sambandsins og málefni Laugardalshallarinnar. Hann segir að núverandi styrkir þess opinbera og fyrirtækja í landinu dugi ekki til þess að halda afreksstarfinu áfram í núverandi mynd og þá áréttar hann að skortur á æfingaaðstöðu standi sambandinu fyrir þrifum. Alþjóðakörfuboltasambandið, FIBA, hefur svo gert alvarlegar athugasemdir við Laugardalshöll sem keppnishöll A-landsliðanna. „Við erum vissulega verulega ánægð með hvað afrekssjóðurinn hefur aukist mikið undanfarin ár. Það er hins vegar ekki nóg, en sá sjóður nægir til þess að standa undir rúmlega þriðjungi af þeim kostnaði sem afreksstarfið kostar í núverandi mynd. Mér finnst ekki hægt að skera niður á nokkurn hátt og krafan í körfuboltasamfélaginu er frekar að það þurfi að gefa í,“ sagði Hannes um landslagið í körfuboltanum. „Við erum með stöðuga og góða bakhjarla sem hafa reynst okkur tryggir í gegnum árin. Það gengur hins vegar illa að laða að nýja styrktaraðila á sama tíma og þess er krafist að fagmennskan og umgjörðin verði meiri í kringum landsliðin okkar. Við viljum taka skrefið lengra, en til þess að þarf meira fjármagn og ég biðla til velunnara körfuboltans að hafa það í huga,“ segir formaðurinn enn fremur um stöðu mála. „Það hjálpar svo ekki til að málefni Laugardalshallarinnar séu eins og þau eru. Það er alkunna að höllin er barn síns tíma og FIBA hefur gert alvarlegar athugasemdir við hana í gegnum tíðina. Ég óttast það að eftir tvö til þrjú ár mun FIBA bresta þolinmæðina og við stöndum uppi án löglegrar keppnishallar,“ segir hann um aðbúnað landsliðanna. „Það má heldur ekki gleyma því að við erum að deila höllinni með Þrótti, landsliðum í handbolta og blaki og útleigu á salnum. Landsliðin okkar hafa verið að æfa á sex til sjö mismunandi stöðum í kringum landsliðsverkefni sín og það gefur augaleið að það er ekki þægilegt vinnuumhverfi. Þá erum við upp á félögin komin með æfingatíma með tilheyrandi raski fyrir alla sem að því koma. Mér finnst lítið þokast hjá stjórnvöldum hvað þetta málefni varðar og úrbætur búnar að vera of lengi í spjallfasa. Nú finnst mér vera kominn tími á aðgerðir áður en það verður um seinan,“ segir Hannes í ákalli sínu um að stjórnvöld vakni til lífsins. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira
Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, KKÍ, er vakinn og sofinn yfir framgangi körfuboltans hér á landi. Álitaefnin sem valda honum mestu hugarangri þessa dagana eru eins og svo oft áður fjárhagsstaða sambandsins og málefni Laugardalshallarinnar. Hann segir að núverandi styrkir þess opinbera og fyrirtækja í landinu dugi ekki til þess að halda afreksstarfinu áfram í núverandi mynd og þá áréttar hann að skortur á æfingaaðstöðu standi sambandinu fyrir þrifum. Alþjóðakörfuboltasambandið, FIBA, hefur svo gert alvarlegar athugasemdir við Laugardalshöll sem keppnishöll A-landsliðanna. „Við erum vissulega verulega ánægð með hvað afrekssjóðurinn hefur aukist mikið undanfarin ár. Það er hins vegar ekki nóg, en sá sjóður nægir til þess að standa undir rúmlega þriðjungi af þeim kostnaði sem afreksstarfið kostar í núverandi mynd. Mér finnst ekki hægt að skera niður á nokkurn hátt og krafan í körfuboltasamfélaginu er frekar að það þurfi að gefa í,“ sagði Hannes um landslagið í körfuboltanum. „Við erum með stöðuga og góða bakhjarla sem hafa reynst okkur tryggir í gegnum árin. Það gengur hins vegar illa að laða að nýja styrktaraðila á sama tíma og þess er krafist að fagmennskan og umgjörðin verði meiri í kringum landsliðin okkar. Við viljum taka skrefið lengra, en til þess að þarf meira fjármagn og ég biðla til velunnara körfuboltans að hafa það í huga,“ segir formaðurinn enn fremur um stöðu mála. „Það hjálpar svo ekki til að málefni Laugardalshallarinnar séu eins og þau eru. Það er alkunna að höllin er barn síns tíma og FIBA hefur gert alvarlegar athugasemdir við hana í gegnum tíðina. Ég óttast það að eftir tvö til þrjú ár mun FIBA bresta þolinmæðina og við stöndum uppi án löglegrar keppnishallar,“ segir hann um aðbúnað landsliðanna. „Það má heldur ekki gleyma því að við erum að deila höllinni með Þrótti, landsliðum í handbolta og blaki og útleigu á salnum. Landsliðin okkar hafa verið að æfa á sex til sjö mismunandi stöðum í kringum landsliðsverkefni sín og það gefur augaleið að það er ekki þægilegt vinnuumhverfi. Þá erum við upp á félögin komin með æfingatíma með tilheyrandi raski fyrir alla sem að því koma. Mér finnst lítið þokast hjá stjórnvöldum hvað þetta málefni varðar og úrbætur búnar að vera of lengi í spjallfasa. Nú finnst mér vera kominn tími á aðgerðir áður en það verður um seinan,“ segir Hannes í ákalli sínu um að stjórnvöld vakni til lífsins.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira