Hafa fengið ansi margar ábendingar um óeðlilega stjórnunarhætti Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 20. september 2018 20:12 Borgarfulltrúar í meiri-og minnihluta borgarstjórnar hafa fengið margvíslegar ábendingar um óeðlilega stjórnunarhætti innan Orkuveitu Reykjavíkur. Mikilvægt sé að innri endurskoðun borgarinnar fari vel yfir stjórnunarhætti og menningu innan fyrirtækisins. Brynhildur Davíðsdóttir, formaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur, gerði grein fyrir málefnum fyrirtækisins á fundi borgarstjórnar í dag. Hún vildi ekki veita fréttastofu viðtal eftir fundinn en borgarstjóri og borgarfulltrúar borgarráðs voru ánægðir með svör hennar í ráðinu og sögðu að áframhald þess væri í höndum stjórnarinnar. Innri endurskoðun borgarinnar á að gera úttekt á fyrirtækinu. Borgarfulltrúar höfðu heyrt frá fólki sem hefur kvartað undan starfsháttum í fyrirtækinu. „Við vitum það borgarfulltrúar að við erum að fá ýmis skilaboð og það var ágætis umræða um það núna og við komum til með að framsenda þau skilaboð, þá með leyfi viðkomandi aðila ef að það gefst, til Innri endurskoðunar sem kemur til með að taka þau þá upp,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs. Eyþór ekki viss hvort takist að ljúka úttektinni á tveimur mánuðum „Við höfum fengið ábendingar frá starfsfólki og fyrrverandi starfsfólki sem telur vera á sér brotið. Ég tel að það þurfi að taka þessar ábendingar alvarlega, hvort sem þær eru réttar eða rangar, það kemur þá bara í ljós. En þetta eru ansi margar ábendingar og ég er ekki einn um það og ég held að það sé mikið verkefni og ég er ekki viss um að það náist að ljúka þessari úttekt á tveimur mánuðum,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn. „Ég hef, og fleiri, verið að heyra sögur. Ekki bara af þessu fyrirtæki heldur heilmargir komið að máli við mig bara héðan úr Ráðhúsinu. Það eru fleiri fyrirtæki sem eru í eigu borgarinnar þar sem þessi mál eru ekki góðu lagi,“ segir Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins. Lögfræðingur Áslaugar Thelmu Einarsdóttur sem var sagt upp störfum í síðustu viku sendi erindi á fund stjórnar Orkuveitunnar í gær þar sem farið var fram á stjórn OR taki afstöðu til þess með hvaða hætti tekið verði á marklausari uppsögn hennar og kallað er eftir allsherjar skoðun á vinnustaðamenningunni þar. Afstaða til erindisins verður tekin á stjórnarfundi OR á mánudag. Borgarstjórn MeToo Tengdar fréttir Stjórnin mætti endurskoða starf alltumlykjandi forstjóra Þörf er á töluverðum hrókeringum innan samstæðu Orkuveitu Reykjavíkur þegar Bjarni Bjarnason víkur tímabundið sem forstjóri. Hann hefur auk forstjórastarfsins aðkomu að stjórn fjögurra af fimm dótturfélögum OR. 20. september 2018 08:00 Tveggja mánaða tíð Helgu í OR hefst eftir helgi Helga Jónsdóttir, fyrrverandi stjórnarmaður hjá Eftirlitsstofnun EFTA, hefur verið ráðin forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur (OR) til tveggja mánaða. 20. september 2018 07:30 Vilja að stjórn OR taki afstöðu til þess hvernig tekið verði á „marklausri uppsögn“ Áslaugar Thelmu Lögfræðingur Áslaugar Thelmu Einarsdóttur fyrrverandi forstöðumanns hjá Orku náttúrunnar sendi stjórn Orkuveitu Reykjavíkur erindi á stjórnarfund í gær. 20. september 2018 12:00 Borgarráð fylgist með á hliðarlínunni og fær skýrslu frá Brynhildi Við verðum að passa að ganga alla leið, segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir. 20. september 2018 09:03 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Borgarfulltrúar í meiri-og minnihluta borgarstjórnar hafa fengið margvíslegar ábendingar um óeðlilega stjórnunarhætti innan Orkuveitu Reykjavíkur. Mikilvægt sé að innri endurskoðun borgarinnar fari vel yfir stjórnunarhætti og menningu innan fyrirtækisins. Brynhildur Davíðsdóttir, formaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur, gerði grein fyrir málefnum fyrirtækisins á fundi borgarstjórnar í dag. Hún vildi ekki veita fréttastofu viðtal eftir fundinn en borgarstjóri og borgarfulltrúar borgarráðs voru ánægðir með svör hennar í ráðinu og sögðu að áframhald þess væri í höndum stjórnarinnar. Innri endurskoðun borgarinnar á að gera úttekt á fyrirtækinu. Borgarfulltrúar höfðu heyrt frá fólki sem hefur kvartað undan starfsháttum í fyrirtækinu. „Við vitum það borgarfulltrúar að við erum að fá ýmis skilaboð og það var ágætis umræða um það núna og við komum til með að framsenda þau skilaboð, þá með leyfi viðkomandi aðila ef að það gefst, til Innri endurskoðunar sem kemur til með að taka þau þá upp,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs. Eyþór ekki viss hvort takist að ljúka úttektinni á tveimur mánuðum „Við höfum fengið ábendingar frá starfsfólki og fyrrverandi starfsfólki sem telur vera á sér brotið. Ég tel að það þurfi að taka þessar ábendingar alvarlega, hvort sem þær eru réttar eða rangar, það kemur þá bara í ljós. En þetta eru ansi margar ábendingar og ég er ekki einn um það og ég held að það sé mikið verkefni og ég er ekki viss um að það náist að ljúka þessari úttekt á tveimur mánuðum,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn. „Ég hef, og fleiri, verið að heyra sögur. Ekki bara af þessu fyrirtæki heldur heilmargir komið að máli við mig bara héðan úr Ráðhúsinu. Það eru fleiri fyrirtæki sem eru í eigu borgarinnar þar sem þessi mál eru ekki góðu lagi,“ segir Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins. Lögfræðingur Áslaugar Thelmu Einarsdóttur sem var sagt upp störfum í síðustu viku sendi erindi á fund stjórnar Orkuveitunnar í gær þar sem farið var fram á stjórn OR taki afstöðu til þess með hvaða hætti tekið verði á marklausari uppsögn hennar og kallað er eftir allsherjar skoðun á vinnustaðamenningunni þar. Afstaða til erindisins verður tekin á stjórnarfundi OR á mánudag.
Borgarstjórn MeToo Tengdar fréttir Stjórnin mætti endurskoða starf alltumlykjandi forstjóra Þörf er á töluverðum hrókeringum innan samstæðu Orkuveitu Reykjavíkur þegar Bjarni Bjarnason víkur tímabundið sem forstjóri. Hann hefur auk forstjórastarfsins aðkomu að stjórn fjögurra af fimm dótturfélögum OR. 20. september 2018 08:00 Tveggja mánaða tíð Helgu í OR hefst eftir helgi Helga Jónsdóttir, fyrrverandi stjórnarmaður hjá Eftirlitsstofnun EFTA, hefur verið ráðin forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur (OR) til tveggja mánaða. 20. september 2018 07:30 Vilja að stjórn OR taki afstöðu til þess hvernig tekið verði á „marklausri uppsögn“ Áslaugar Thelmu Lögfræðingur Áslaugar Thelmu Einarsdóttur fyrrverandi forstöðumanns hjá Orku náttúrunnar sendi stjórn Orkuveitu Reykjavíkur erindi á stjórnarfund í gær. 20. september 2018 12:00 Borgarráð fylgist með á hliðarlínunni og fær skýrslu frá Brynhildi Við verðum að passa að ganga alla leið, segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir. 20. september 2018 09:03 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Stjórnin mætti endurskoða starf alltumlykjandi forstjóra Þörf er á töluverðum hrókeringum innan samstæðu Orkuveitu Reykjavíkur þegar Bjarni Bjarnason víkur tímabundið sem forstjóri. Hann hefur auk forstjórastarfsins aðkomu að stjórn fjögurra af fimm dótturfélögum OR. 20. september 2018 08:00
Tveggja mánaða tíð Helgu í OR hefst eftir helgi Helga Jónsdóttir, fyrrverandi stjórnarmaður hjá Eftirlitsstofnun EFTA, hefur verið ráðin forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur (OR) til tveggja mánaða. 20. september 2018 07:30
Vilja að stjórn OR taki afstöðu til þess hvernig tekið verði á „marklausri uppsögn“ Áslaugar Thelmu Lögfræðingur Áslaugar Thelmu Einarsdóttur fyrrverandi forstöðumanns hjá Orku náttúrunnar sendi stjórn Orkuveitu Reykjavíkur erindi á stjórnarfund í gær. 20. september 2018 12:00
Borgarráð fylgist með á hliðarlínunni og fær skýrslu frá Brynhildi Við verðum að passa að ganga alla leið, segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir. 20. september 2018 09:03