Hver kenndi þér að segja þetta? Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm skrifar 20. september 2018 17:13 Áhugi minn á stjórnmálum er langt frá því að vera nýtilkominn og kom það engum sem þekkir mig á óvart þegar ég ákvað að taka stökkið og taka þátt í stjórnmálastarfi. Ég sagði í gríni við vinkonu mína fyrir stuttu ,,ég er nú einu sinni orðin pólitíkus.” Hún horfði blíðlega á mig og sagði að það hefði ég alltaf verið, ég hefði bara verið í smá afneitun. Það er ekkert smámál, raunar meira en mig hafði grunað, fyrir unga konu að hefja starf innan stjórnmálahreyfingar. Og þá á ég ekki við vegferðina innan hreyfingarinnar, hún hefur verið stórskemmtileg og þar hefur mér verið tekið opnum örmum, á mig hlustað og skoðanir mínar og reynsla virtar. Ég er að tala um viðbrögð annars fólks, oft fólks sem ég þekki lítið. Kunningar í raunheimum og á Facebook hafa á þessu mikla skoðun. ,,Það er aldeilis að þú ert vel þjálfuð af flokknum,” ,,hún er aldeilis sterk flokkshollustan, og þú bara nýbyrjuð” og uppáhaldið mitt ,,hver kenndi þér að segja þetta?” Þessar setningar og fleiri svipaðar hef ég fengið að heyra ef ég tjái mig um stjórnmál, persónur og atvik úr samfélaginu eða bara hvað sem er. Afhverju gerir fólk ráð fyrir að ég hafi ekki myndað mér mínar skoðanir sjálf? Er það af því ég er ung? Af því ég er ung kona? Er það nema von að ungt fólk sækist ekki eftir því að starfa í pólitík þegar þetta er það sem þau fá að heyra. Hættum þessu. Það kenndi mér enginn að segja neitt. Og með því hvet ég allt ungt fólk sem hefur áhuga á stjórnmálum og samfélaginu í kringum sig að kynna sér starf ungliðahreyfinga stjórnmálaflokkanna.Hreindís Ylva Garðarsdóttir HolmFormaður Ungra vinstri grænna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm Mest lesið Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Sjá meira
Áhugi minn á stjórnmálum er langt frá því að vera nýtilkominn og kom það engum sem þekkir mig á óvart þegar ég ákvað að taka stökkið og taka þátt í stjórnmálastarfi. Ég sagði í gríni við vinkonu mína fyrir stuttu ,,ég er nú einu sinni orðin pólitíkus.” Hún horfði blíðlega á mig og sagði að það hefði ég alltaf verið, ég hefði bara verið í smá afneitun. Það er ekkert smámál, raunar meira en mig hafði grunað, fyrir unga konu að hefja starf innan stjórnmálahreyfingar. Og þá á ég ekki við vegferðina innan hreyfingarinnar, hún hefur verið stórskemmtileg og þar hefur mér verið tekið opnum örmum, á mig hlustað og skoðanir mínar og reynsla virtar. Ég er að tala um viðbrögð annars fólks, oft fólks sem ég þekki lítið. Kunningar í raunheimum og á Facebook hafa á þessu mikla skoðun. ,,Það er aldeilis að þú ert vel þjálfuð af flokknum,” ,,hún er aldeilis sterk flokkshollustan, og þú bara nýbyrjuð” og uppáhaldið mitt ,,hver kenndi þér að segja þetta?” Þessar setningar og fleiri svipaðar hef ég fengið að heyra ef ég tjái mig um stjórnmál, persónur og atvik úr samfélaginu eða bara hvað sem er. Afhverju gerir fólk ráð fyrir að ég hafi ekki myndað mér mínar skoðanir sjálf? Er það af því ég er ung? Af því ég er ung kona? Er það nema von að ungt fólk sækist ekki eftir því að starfa í pólitík þegar þetta er það sem þau fá að heyra. Hættum þessu. Það kenndi mér enginn að segja neitt. Og með því hvet ég allt ungt fólk sem hefur áhuga á stjórnmálum og samfélaginu í kringum sig að kynna sér starf ungliðahreyfinga stjórnmálaflokkanna.Hreindís Ylva Garðarsdóttir HolmFormaður Ungra vinstri grænna
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun