Pedersen tekur fram úr Hilmari Árna á fleiri sviðum Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. september 2018 14:00 Patrick Pederrsen skorar og skorar og leggur líka upp. vísir/daníel Eftir að leiða kapphlaupið um markakóngstitilinn og gullskóinn í Pepsi-deild karla í fótbolta nánast í allt sumar er Hilmar Árni Halldórsson, leikmaður Stjörnunnar, að missa þann titil í hendur danska framherjans Patricks Pedersens, leikmanns Vals. En, það er ekki eini titilinn sem að hann virðist vera að missa í hendur Danans því Pedersen er nú, þegar að tveimur umferðum er ólokið, búinn að koma að fleiri mörkum með beinum hætti (mark eða stoðsending) heldur en Hilmar Árni. Hilmar Árni hefur kólnað mikið í markaskorun undanfarnar vikur en er engu að síður búinn að skora fimmtán mörk. Hann stefndi hraðbyri að markametinu í júlí en nú virðist ólíklegt að hann nái 19 mörkum.Hilmar Árni Halldórsson er hættur að skora.vísir/daníelPatrick Pedersen komst upp fyrir Hilmar Árna í síðasta leik með þrennu á móti ÍBV og er búinn að skora 16 mörk. Hann vantar þrjú mörk í metið og fær útileik gegn FH og ansi girnilegan heimaleik gegn löngu föllnu liði Keflavíkur í lokaumferðinni til þess að jafna eða bæta markametið. Hilmar Árni er búinn að gefa fimm stoðsendingar til viðbótar við mörkin fimmtán og hefur því komið með beinum hætti að 20 mörkum Stjörnunnar. Hann var þremur mörkum plús stoðsendingum á undan Patrick Pedersen á þeim lista fyrir síðustu umferð en Hilmar hvorki skoraði né lagði upp í leik Stjörnunnar gegn KA í gærkvöldi. Patrick Pedersen skoraði ekki bara þrjú mörk á móti ÍBV heldur lagði hann upp eitt fyrir Kristinn Frey Sigurðsson. Hann kom því að fjórum mörkum Vals með beinum hætti og fór úr 17 mörkum plús stoðsendingum í 21 og er kominn upp fyrir Hilmar Árna. Enginn ógnar þeim tveimur en Pálmi Rafn Pálmason, KR, er þriðji á listanum með ellefu mörk og fjórar stoðsendingar en ValsmaðurinnKristinn Freyr Sigurðsson er fjórði fjórtán sköpuð mörk (7 mörk + 7 stoðsendingar). Pedersen og Hilmar Árni munu því berjast um markakóngstitilinn og á listanum yfir sköpuð mörk í lokaumferðunum tveimur. Stjarnan á eftir útileik gegn ÍBV á sunnudaginn og svo heimaleik í lokaumferðinni á móti FH.Mörk + stoðsendingar í Pepsi-deildinni 2018: Patrick Pedersen, Val - 21 (16+5) Hilmar Árni Halldórsson, Stjörnunni - 20 (15+5) Pálmi Rafn Pálmason, KR - 15 (11+4) Kristinn Freyr Sigurðsson, Val - 14 (7+7) Pepsi Max-deild karla Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Körfubolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Sjá meira
Eftir að leiða kapphlaupið um markakóngstitilinn og gullskóinn í Pepsi-deild karla í fótbolta nánast í allt sumar er Hilmar Árni Halldórsson, leikmaður Stjörnunnar, að missa þann titil í hendur danska framherjans Patricks Pedersens, leikmanns Vals. En, það er ekki eini titilinn sem að hann virðist vera að missa í hendur Danans því Pedersen er nú, þegar að tveimur umferðum er ólokið, búinn að koma að fleiri mörkum með beinum hætti (mark eða stoðsending) heldur en Hilmar Árni. Hilmar Árni hefur kólnað mikið í markaskorun undanfarnar vikur en er engu að síður búinn að skora fimmtán mörk. Hann stefndi hraðbyri að markametinu í júlí en nú virðist ólíklegt að hann nái 19 mörkum.Hilmar Árni Halldórsson er hættur að skora.vísir/daníelPatrick Pedersen komst upp fyrir Hilmar Árna í síðasta leik með þrennu á móti ÍBV og er búinn að skora 16 mörk. Hann vantar þrjú mörk í metið og fær útileik gegn FH og ansi girnilegan heimaleik gegn löngu föllnu liði Keflavíkur í lokaumferðinni til þess að jafna eða bæta markametið. Hilmar Árni er búinn að gefa fimm stoðsendingar til viðbótar við mörkin fimmtán og hefur því komið með beinum hætti að 20 mörkum Stjörnunnar. Hann var þremur mörkum plús stoðsendingum á undan Patrick Pedersen á þeim lista fyrir síðustu umferð en Hilmar hvorki skoraði né lagði upp í leik Stjörnunnar gegn KA í gærkvöldi. Patrick Pedersen skoraði ekki bara þrjú mörk á móti ÍBV heldur lagði hann upp eitt fyrir Kristinn Frey Sigurðsson. Hann kom því að fjórum mörkum Vals með beinum hætti og fór úr 17 mörkum plús stoðsendingum í 21 og er kominn upp fyrir Hilmar Árna. Enginn ógnar þeim tveimur en Pálmi Rafn Pálmason, KR, er þriðji á listanum með ellefu mörk og fjórar stoðsendingar en ValsmaðurinnKristinn Freyr Sigurðsson er fjórði fjórtán sköpuð mörk (7 mörk + 7 stoðsendingar). Pedersen og Hilmar Árni munu því berjast um markakóngstitilinn og á listanum yfir sköpuð mörk í lokaumferðunum tveimur. Stjarnan á eftir útileik gegn ÍBV á sunnudaginn og svo heimaleik í lokaumferðinni á móti FH.Mörk + stoðsendingar í Pepsi-deildinni 2018: Patrick Pedersen, Val - 21 (16+5) Hilmar Árni Halldórsson, Stjörnunni - 20 (15+5) Pálmi Rafn Pálmason, KR - 15 (11+4) Kristinn Freyr Sigurðsson, Val - 14 (7+7)
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Körfubolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Sjá meira