Ingibjörg og Jón Ásgeir kanna áhuga kaupenda á Fréttablaðinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. september 2018 06:30 Ingibjörg Pálmadóttir á 90 prósenta hlut í Fréttablaðinu og 11 prósenta hlut í Sýn. Vísir/Vilhelm 365 miðlar hf., eigandi Torgs ehf., útgefanda Fréttablaðsins, hefur fengið Kviku banka til að kanna áhuga mögulegra kaupenda á Torgi, vegna skilyrða sem Samkeppniseftirlitið (SKE) setti við sölu á eignum 365 til Sýnar. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag. Félög í eigu Ingibjargar Pálmadóttur eiga um 90 prósenta hlut í 365 miðlum hf. Ingibjörg er forstjóri 365 miðla en Jón Ásgeir Jóhannesson, eiginmaður hennar, hefur tekið virkan þátt í rekstrinum undanfarin ár. Fjarskipti, nú Sýn, keypti allar eignir og rekstur 365 miðla í fyrra að undanskildum eignum er varða útgáfu Fréttablaðsins og tískutímaritsins Glamour. Meðal eigna eru Bylgjan, Stöð 2 og Vísir auk fleiri útvarps- og sjónvarpsstöðva auk fjarskiptaþjónustu.Fréttablaðið flytur á næstu vikum skrifstofur sínar í þetta hús við Hafnartorg. Þar verður einnig H&M home verslun.Fréttablaðið/Sigtryggur AriVið kaupin eignaðist Ingibjörg 11 prósenta hlut í Sýn. Samkeppniseftirlitið setti þau skilyrði að innan tiltekins tíma myndi Ingibjörg þurfa að selja hlut sinn í Torgi (90%) eða SÝN (11%). Kjarninn greindi frá því í fyrra að tímaramminn væri 30 mánuðir, frá og með 1. október 2018, en Vísir hefur ekki fengið það staðfest. Í tilkynningu, sem Fréttablaðið vísar til í morgun, segir að engin ákvörðun hafi verið tekin um hvort selja eigi hlut 365 í Torgi eða í Sýn. Hins vegar liggi fyrir að lengri tíma taki að selja óskráða eign en skráða. Því séu þessi skref tekin nú. Engar breytingar verða á daglegum rekstri Torgs eða Fréttablaðsins með þessu. Flutningur skrifstofu Fréttablaðsins í miðborg Reykjavíkur er á næsta leiti en til stendur að flytja þær á Hafnartorg. Óvíst er um stöðu Glamour en ekki hefur verið ráðinn ritstjóri fyrir Álfrúnu Pálsdóttur sem lét af störfum fyrr í mánuðinum eftir fjögur ár í ritstjórastólnu, frá því blaðið kom fyrst út hér á landi.Vísir er í eigu Sýnar.Athugasemd frá FréttablaðinuÓlöf Skaftadóttir, einn ritstjóra Fréttablaðsins, vill árétta vegna fréttar Vísis að ekkert sé óljóst um stöðu Glamour. Þar starfi heil ritstjórn. Glamour verði ekki gefið út í október en það stafi af því að blaðið komi ekki út mánaðarlega. Ekki fengust upplýsingar um hver tæki við starfi ritstjóra. Fjölmiðlar Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
365 miðlar hf., eigandi Torgs ehf., útgefanda Fréttablaðsins, hefur fengið Kviku banka til að kanna áhuga mögulegra kaupenda á Torgi, vegna skilyrða sem Samkeppniseftirlitið (SKE) setti við sölu á eignum 365 til Sýnar. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag. Félög í eigu Ingibjargar Pálmadóttur eiga um 90 prósenta hlut í 365 miðlum hf. Ingibjörg er forstjóri 365 miðla en Jón Ásgeir Jóhannesson, eiginmaður hennar, hefur tekið virkan þátt í rekstrinum undanfarin ár. Fjarskipti, nú Sýn, keypti allar eignir og rekstur 365 miðla í fyrra að undanskildum eignum er varða útgáfu Fréttablaðsins og tískutímaritsins Glamour. Meðal eigna eru Bylgjan, Stöð 2 og Vísir auk fleiri útvarps- og sjónvarpsstöðva auk fjarskiptaþjónustu.Fréttablaðið flytur á næstu vikum skrifstofur sínar í þetta hús við Hafnartorg. Þar verður einnig H&M home verslun.Fréttablaðið/Sigtryggur AriVið kaupin eignaðist Ingibjörg 11 prósenta hlut í Sýn. Samkeppniseftirlitið setti þau skilyrði að innan tiltekins tíma myndi Ingibjörg þurfa að selja hlut sinn í Torgi (90%) eða SÝN (11%). Kjarninn greindi frá því í fyrra að tímaramminn væri 30 mánuðir, frá og með 1. október 2018, en Vísir hefur ekki fengið það staðfest. Í tilkynningu, sem Fréttablaðið vísar til í morgun, segir að engin ákvörðun hafi verið tekin um hvort selja eigi hlut 365 í Torgi eða í Sýn. Hins vegar liggi fyrir að lengri tíma taki að selja óskráða eign en skráða. Því séu þessi skref tekin nú. Engar breytingar verða á daglegum rekstri Torgs eða Fréttablaðsins með þessu. Flutningur skrifstofu Fréttablaðsins í miðborg Reykjavíkur er á næsta leiti en til stendur að flytja þær á Hafnartorg. Óvíst er um stöðu Glamour en ekki hefur verið ráðinn ritstjóri fyrir Álfrúnu Pálsdóttur sem lét af störfum fyrr í mánuðinum eftir fjögur ár í ritstjórastólnu, frá því blaðið kom fyrst út hér á landi.Vísir er í eigu Sýnar.Athugasemd frá FréttablaðinuÓlöf Skaftadóttir, einn ritstjóra Fréttablaðsins, vill árétta vegna fréttar Vísis að ekkert sé óljóst um stöðu Glamour. Þar starfi heil ritstjórn. Glamour verði ekki gefið út í október en það stafi af því að blaðið komi ekki út mánaðarlega. Ekki fengust upplýsingar um hver tæki við starfi ritstjóra.
Fjölmiðlar Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira