Bíóleikmyndin Jarlhettur Tómas Guðbjartsson og Sigtryggur Ari Jóhannsson skrifar 20. september 2018 09:00 Útsýnið frá toppi Stóru-Jarlhettu er feikimagnað enda hafur landslagið verið notað í Hollywood-mynd. MYNDIR/ÓLAFUR MÁR BJÖRNSSON Jarlhettur eru tæplega 15 kílómetra röð um 20 móbergstinda við Eystri-Hagafellsjökul í Langjökli, sem teygja sig frá Hagavatni í suðri til Skálpaness í norðri. Tindarnir urðu til við sprengigos undir jökli og rísa flestir um 200 til 300 metra yfir nágrenni sitt. Þetta eru ósnortin víðerni eins og þau gerast best, en nánast línulega tindaröðina umlykja svartir og ljósbrúnir sandflákar með vötnum og jökultjörnum. Skammt undan er Langjökull og minnir umhverfið helst á atriði úr bíómynd um Hringadróttinssögu. Jarlhettur koma við sögu í stórmyndinni Oblivion þar sem Tom Cruise situr á toppi einnar Hettunnar og virðir fyrir sér fljúgandi geimskip yfir Kili. Nafngift Jarlhettna hefur löngum valdið heilabrotum og sumir telja þær kenndar við eina jarl Íslandssögunnar, Gissur Þorvaldsson. Skemmtilegri er sú kenning fræðimanna að nafnið hafi upprunalega verið Járnhettur og síðar breyst í Jarlhettur, en hjálmar á síðmiðöldum voru kallaðir járnhettur. Óneitanlega líkjast margar af Hettunum hjálmum, ekki síst Stóra-Jarlhetta (943 metrar), sem er þeirra tilkomumest og sést best úr byggð. Flestir velja að ganga á hana og tekur gangan 5-6 klukkustundir fram og til baka. Ekki tekur nema tæpar þrjár stundir að aka frá Reykjavík að Hagavatni og því hægt að gera þetta að dagsferð. Austan við Hagavatn má leggja bílum og tekur þá við auðveld 5 kílómetra ganga að rótum Stóru-Hettu. Á leiðinni má toppa Stöku-Jarlhettu en af henni býðst frábært útsýni. Í fyrstu eru lausar skriður upp Stóru-Jarlhettu en ofar taka við móbergsklappir sem eru mikið augnakonfekt. Efsti hluti þeirra er ókleifur en engu að síður er þarna frábært útsýni í góðu veðri til Heklu, Hlöðufells, Þórisjökuls, Hagavatns og syðri hluta Langjökuls. Fyrir sprækt göngufólk er lítið mál að toppa fleiri Hettur í sömu göngu. Tilvalið er að ganga suður Jarlhettudal að skála Ferðafélags Íslands. Hann er skammt frá útfallinu á Hagavatni sem vert er að skoða. Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Sjá meira
Jarlhettur eru tæplega 15 kílómetra röð um 20 móbergstinda við Eystri-Hagafellsjökul í Langjökli, sem teygja sig frá Hagavatni í suðri til Skálpaness í norðri. Tindarnir urðu til við sprengigos undir jökli og rísa flestir um 200 til 300 metra yfir nágrenni sitt. Þetta eru ósnortin víðerni eins og þau gerast best, en nánast línulega tindaröðina umlykja svartir og ljósbrúnir sandflákar með vötnum og jökultjörnum. Skammt undan er Langjökull og minnir umhverfið helst á atriði úr bíómynd um Hringadróttinssögu. Jarlhettur koma við sögu í stórmyndinni Oblivion þar sem Tom Cruise situr á toppi einnar Hettunnar og virðir fyrir sér fljúgandi geimskip yfir Kili. Nafngift Jarlhettna hefur löngum valdið heilabrotum og sumir telja þær kenndar við eina jarl Íslandssögunnar, Gissur Þorvaldsson. Skemmtilegri er sú kenning fræðimanna að nafnið hafi upprunalega verið Járnhettur og síðar breyst í Jarlhettur, en hjálmar á síðmiðöldum voru kallaðir járnhettur. Óneitanlega líkjast margar af Hettunum hjálmum, ekki síst Stóra-Jarlhetta (943 metrar), sem er þeirra tilkomumest og sést best úr byggð. Flestir velja að ganga á hana og tekur gangan 5-6 klukkustundir fram og til baka. Ekki tekur nema tæpar þrjár stundir að aka frá Reykjavík að Hagavatni og því hægt að gera þetta að dagsferð. Austan við Hagavatn má leggja bílum og tekur þá við auðveld 5 kílómetra ganga að rótum Stóru-Hettu. Á leiðinni má toppa Stöku-Jarlhettu en af henni býðst frábært útsýni. Í fyrstu eru lausar skriður upp Stóru-Jarlhettu en ofar taka við móbergsklappir sem eru mikið augnakonfekt. Efsti hluti þeirra er ókleifur en engu að síður er þarna frábært útsýni í góðu veðri til Heklu, Hlöðufells, Þórisjökuls, Hagavatns og syðri hluta Langjökuls. Fyrir sprækt göngufólk er lítið mál að toppa fleiri Hettur í sömu göngu. Tilvalið er að ganga suður Jarlhettudal að skála Ferðafélags Íslands. Hann er skammt frá útfallinu á Hagavatni sem vert er að skoða.
Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Sjá meira