Brugðið þegar lögreglan ruddist inn í morgun Jóhann K. Jóhannsson skrifar 9. október 2018 20:15 Eigandi starfsmannaleigunnar Manngildi er einn þeirra og eini Íslendingurinn sem var handtekinn í morgun en hinir mennirnir níu eru grunaðir um að hafa fengið skráningar á kennitölum í gegnum Þjóðskrá með sviksömum hætti, að því fram kemur í tilkynningu frá lögreglu. Það var upp úr klukkan sex í morgun sem Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu réðst til atlögu á tveimur stöðum, meðal annars í aðsetur sem starfsmannaleigan Manngildi hefur hér í Stangarhyl, þar voru iðnaðarmenn á vegum starfsmannleigunnar handteknir og hnepptir í varðhald. Vitnum að atburðarrásinni og inngöngu lögreglu var brugðið við atganginn. Larysa Iasinska, starfsmaður starfsmannaleigunnar ManngildisVísir/Stöð 2„Fyrst ruddust þeir inn í herbergið okkar. Maðurinn minn mátti ekki klæða sig,“ sagði Larysa Iasinska, starfsmaður Manngildis, en hún varð vitni af atburðarráðsinni í morgun. Eiginmaður Larysu var ekki handtekinn í aðgerðunum en bæði þurftu þau að sanna fyrir lögreglu hver þau væri. „Ég sýndi þeim alla pappírana mína og maðurinn minn gaf þeim kennitöluna sína og bankaupplýsingar en það var ekki nóg. Lögreglan vildi sjá vegabréf. Þeir komu fram við okkur eins og glæpamenn, eitthvað sem mér finnst óþægilegt,“ segir Larysa. Framkvæmdastjóra og eiganda Manngildis var sleppt að lokinni skýrslutöku í morgun en starfsmannaleigan hefur um sjötíu iðnaðarmenn á sínum. Lögmaður fyrirtækisins fagnar því að lögreglan sé með eftirlit með hvort menn komi löglega inn í landið. Hann segir starfsmannaleiguna og eiganda hennar ekki hafa brotið lög. Tryggvi Agnarsson, lögmaður ManngildisVísir/Stöð 2„Umbjóðandi minn sem er framkvæmdastjóri fyrirtækisins, hann kom alveg af fjöllum. Vissi ekkert hvað var verið að tala um, að fólk væri í vinnu hjá honum sem hefði komið ólöglega til landsins. hann segir við mig, af hverju ætti ég að taka þátt í því. Það er engin ástæða til þess og ég myndi aldrei gera slíkt,“ segir Tryggvi Agnarsson, lögmaður starfsmannaleigunnar manngildis. Tryggvi segir að hvorki hann né eigandi Manngildis hafi fengið upplýsingar um hvaða starfsmenn á vegum starfsmannaleigunnar eiga í hlut. Þeir hafi fengið úthlutaða kerfiskennitölu á utangarðsskrá í upphafi árs, en þegar þeir sóttu um nýskráningu, svokallaða fulla skráningu, vöknuðu grunsemdir um að framlögð vegabréf starfsmannanna væru bæði fölsuð og stolin. Nú síðdegis var átta af þeim erlendu iðnaðarmönnum sem handteknir voru sleppt en þeir gátu sýnt fram á hverjir þeir eru, en verður gert að tilkynna sig á lögreglustöð með reglubundnum hætti á meðan málið er til meðferðar. Yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að krafist verði gæsluvarðhalds yfir einum sem gat ekki gert fyllilega grein fyrir því hver hann væri. Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinuVísir/Stöð 2„Við höfum ekki hugmynd um nákvæman aldur eða þjóðerni,“ sagði Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu nú síðdegis um manninn sem krafist verður gæsluvarðhalds yfir. Hefur Íslendingurinn eða starfsmannaleigan sem um ræðir gerst brotleg við lög? „Þáttur starfsmannaleigunnar er enn þá dálítið óljós en það eina í raun og veru sem ég get fullyrt er að allir þessir erlendu ríkisborgarar voru undir hatti starfsmannaleigunnar,“ sagði Ásgeir. Tengdar fréttir Einn af tíu í gæsluvarðhaldi Farið hefur verið fram á gæsluvarðhald yfir erlendum karlmanni sem handtekinn var í umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í morgun. 9. október 2018 17:24 Lögmaður starfsmannaleigunnar Manngildis sver fyrir aðkomu eigandans að vegabréfafölsun Eigandi Manngildis, Ingimar Skúli Sævarsson, er meðal þeirra níu sem handtekinn var í morgun í umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við rannsókn á útgáfu á fölsuðum skilríkjum. 9. október 2018 14:20 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Sjá meira
Eigandi starfsmannaleigunnar Manngildi er einn þeirra og eini Íslendingurinn sem var handtekinn í morgun en hinir mennirnir níu eru grunaðir um að hafa fengið skráningar á kennitölum í gegnum Þjóðskrá með sviksömum hætti, að því fram kemur í tilkynningu frá lögreglu. Það var upp úr klukkan sex í morgun sem Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu réðst til atlögu á tveimur stöðum, meðal annars í aðsetur sem starfsmannaleigan Manngildi hefur hér í Stangarhyl, þar voru iðnaðarmenn á vegum starfsmannleigunnar handteknir og hnepptir í varðhald. Vitnum að atburðarrásinni og inngöngu lögreglu var brugðið við atganginn. Larysa Iasinska, starfsmaður starfsmannaleigunnar ManngildisVísir/Stöð 2„Fyrst ruddust þeir inn í herbergið okkar. Maðurinn minn mátti ekki klæða sig,“ sagði Larysa Iasinska, starfsmaður Manngildis, en hún varð vitni af atburðarráðsinni í morgun. Eiginmaður Larysu var ekki handtekinn í aðgerðunum en bæði þurftu þau að sanna fyrir lögreglu hver þau væri. „Ég sýndi þeim alla pappírana mína og maðurinn minn gaf þeim kennitöluna sína og bankaupplýsingar en það var ekki nóg. Lögreglan vildi sjá vegabréf. Þeir komu fram við okkur eins og glæpamenn, eitthvað sem mér finnst óþægilegt,“ segir Larysa. Framkvæmdastjóra og eiganda Manngildis var sleppt að lokinni skýrslutöku í morgun en starfsmannaleigan hefur um sjötíu iðnaðarmenn á sínum. Lögmaður fyrirtækisins fagnar því að lögreglan sé með eftirlit með hvort menn komi löglega inn í landið. Hann segir starfsmannaleiguna og eiganda hennar ekki hafa brotið lög. Tryggvi Agnarsson, lögmaður ManngildisVísir/Stöð 2„Umbjóðandi minn sem er framkvæmdastjóri fyrirtækisins, hann kom alveg af fjöllum. Vissi ekkert hvað var verið að tala um, að fólk væri í vinnu hjá honum sem hefði komið ólöglega til landsins. hann segir við mig, af hverju ætti ég að taka þátt í því. Það er engin ástæða til þess og ég myndi aldrei gera slíkt,“ segir Tryggvi Agnarsson, lögmaður starfsmannaleigunnar manngildis. Tryggvi segir að hvorki hann né eigandi Manngildis hafi fengið upplýsingar um hvaða starfsmenn á vegum starfsmannaleigunnar eiga í hlut. Þeir hafi fengið úthlutaða kerfiskennitölu á utangarðsskrá í upphafi árs, en þegar þeir sóttu um nýskráningu, svokallaða fulla skráningu, vöknuðu grunsemdir um að framlögð vegabréf starfsmannanna væru bæði fölsuð og stolin. Nú síðdegis var átta af þeim erlendu iðnaðarmönnum sem handteknir voru sleppt en þeir gátu sýnt fram á hverjir þeir eru, en verður gert að tilkynna sig á lögreglustöð með reglubundnum hætti á meðan málið er til meðferðar. Yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að krafist verði gæsluvarðhalds yfir einum sem gat ekki gert fyllilega grein fyrir því hver hann væri. Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinuVísir/Stöð 2„Við höfum ekki hugmynd um nákvæman aldur eða þjóðerni,“ sagði Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu nú síðdegis um manninn sem krafist verður gæsluvarðhalds yfir. Hefur Íslendingurinn eða starfsmannaleigan sem um ræðir gerst brotleg við lög? „Þáttur starfsmannaleigunnar er enn þá dálítið óljós en það eina í raun og veru sem ég get fullyrt er að allir þessir erlendu ríkisborgarar voru undir hatti starfsmannaleigunnar,“ sagði Ásgeir.
Tengdar fréttir Einn af tíu í gæsluvarðhaldi Farið hefur verið fram á gæsluvarðhald yfir erlendum karlmanni sem handtekinn var í umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í morgun. 9. október 2018 17:24 Lögmaður starfsmannaleigunnar Manngildis sver fyrir aðkomu eigandans að vegabréfafölsun Eigandi Manngildis, Ingimar Skúli Sævarsson, er meðal þeirra níu sem handtekinn var í morgun í umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við rannsókn á útgáfu á fölsuðum skilríkjum. 9. október 2018 14:20 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Sjá meira
Einn af tíu í gæsluvarðhaldi Farið hefur verið fram á gæsluvarðhald yfir erlendum karlmanni sem handtekinn var í umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í morgun. 9. október 2018 17:24
Lögmaður starfsmannaleigunnar Manngildis sver fyrir aðkomu eigandans að vegabréfafölsun Eigandi Manngildis, Ingimar Skúli Sævarsson, er meðal þeirra níu sem handtekinn var í morgun í umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við rannsókn á útgáfu á fölsuðum skilríkjum. 9. október 2018 14:20