Setja börn farandfólks í ættleiðingu án þess að láta þau vita Samúel Karl Ólason skrifar 9. október 2018 13:11 Innflytjendur bíða í röð eftir því að sækja um hæli í Bandaríkjunum. AP/Gregory Bull Yfirvöld Bandaríkjanna hafa sett börn sem tekin eru af foreldrum sínum þegar þau reyna að komast með ólöglegum hætti til Bandaríkjanna í ættleiðingu án þess að láta foreldrana vita. Börn hafa verið sett í fóstur til bandarískra fjölskylda eftir að foreldrar þeirra hafa verið fluttir þúsundir kílómetra í burtu. Mál þessi ná nokkur ár aftur í tímann. AP fréttaveitan hefur kafað í saumana á málinu en dómstólar loka gögnum þessara mála og alríkisstofnanir fylgjast ekki með fjölda barna sem hafa verið ættleidd. Þá er mikið ósamræmi eftir því í hvaða ríkjum Bandaríkjanna börn hafa verið aðskilin frá foreldrum sínum. Blaðamönnum AP tókst þó að elta nokkur börn uppi og ræddu til dæmis við foreldra einnar stúlku.Í einu slíku tilviki, í ríkinu Missouri, höfðu bandarísk hjón ættleitt stúlku frá Gvatemala en móðir hennar hafði verið handsömuð og flutt aftur til heimalands síns. Móðirin stóð í sjö ára lagabaráttu og reyndi að fá dóttur sína aftur en án árangurs. Önnur móðir frá Gvatemala barðist í fimm ár fyrir því að fá börn sín til baka og kostaði það fúlgur fjár. Það tókst þó að lokum. Hundruð barna eru enn í haldi yfirvalda Bandaríkjanna, þó því sé haldið fram að hætt sé að aðskilja börn frá foreldrum sínum. Þá segja embættismenn að rúmlega hundruð þeirra verði hvorki sleppt né send aftur til foreldra sinna. Það hefur leitt til þess að mun líklegra er en áður að einhver þeirra barna verði ættleidd.Langt ferli endaði með sameiningu Araceli Ramos Bonilla flúði frá El Salvador í nóvember 2015 með dóttur sína Alexu. Hún flúði vegna ofbeldis sem hún hafði verið beitt af maka sínum og föður Alexu. Hún var handsömuð, aðskilin frá Alexu og send aftur til El Salvador. Að endingu tók það dómara í Michigan 28 mínútur að veita hjónunum Sherri og Kory Barr tímabundið forræði yfir Alexu. Þau hjón voru sannfærð um að Alexa hafði sætt ofbeldi og að slíkt myndi endurtaka sig ef hún yrði send aftur til móður sinnar. Með þrýstingi frá ríkisstjórn El Salvador og Facebook færslum móður Alexu, sem fóru víða um á netinu, var gripið inn í málið. Mánuði eftir að Barr-hjónin fengu forræði yfir Alexu úrskurðaði Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna að dómurinn hefði veitt þeim forræði með ólögmætum hætti. Hún var send aftur til El Salvador og hefur hún verið þar í rúmt ár. Hún ræðir þó reglulega við Sherri og Kory Barr í síma.Uppskrift að hamförum Samtökin Refuggee Resettlement and Bethany Chhristian Services höfðu fært Alexu í fóstur hjá hjónunum en í samtali við AP vildi forstjóri samtakanna ekki tjá sig um mál hennar og sagði að fósturforeldrum væri ávalt tjáð að þau mættu ekki ættleiða börn farand- og flóttafólks. Hann viðurkenndi þó að á undanförnum áratugum hefðu minnst níu af þeim fimm hundruð börnum sem hefðu verið færð til samtakanna verið ættleidd af bandarískum fjölskyldum. Í öllum tilfellum hefði verið ákvarðað að ekki væri hægt að senda börnin til foreldra sinna vegna öryggis þeirra. John Sandweg, sem var yfirmaður innflytjendastofnunar Bandaríkjanna í forsetatíð Barack Obama, óttast að fjölmörg börn muni aldrei sjá foreldra sína aftur. „Við erum með börnin í Bandaríkjunum og foreldrar þeirra eru í Mið-Ameríku, og nú þegar barnaverndarstofnanir eru komnar inn í spilið er þetta orðið uppskrift að hamförum,“ sagði Sandweg. Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Bandaríkin Gvatemala Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Sjá meira
Yfirvöld Bandaríkjanna hafa sett börn sem tekin eru af foreldrum sínum þegar þau reyna að komast með ólöglegum hætti til Bandaríkjanna í ættleiðingu án þess að láta foreldrana vita. Börn hafa verið sett í fóstur til bandarískra fjölskylda eftir að foreldrar þeirra hafa verið fluttir þúsundir kílómetra í burtu. Mál þessi ná nokkur ár aftur í tímann. AP fréttaveitan hefur kafað í saumana á málinu en dómstólar loka gögnum þessara mála og alríkisstofnanir fylgjast ekki með fjölda barna sem hafa verið ættleidd. Þá er mikið ósamræmi eftir því í hvaða ríkjum Bandaríkjanna börn hafa verið aðskilin frá foreldrum sínum. Blaðamönnum AP tókst þó að elta nokkur börn uppi og ræddu til dæmis við foreldra einnar stúlku.Í einu slíku tilviki, í ríkinu Missouri, höfðu bandarísk hjón ættleitt stúlku frá Gvatemala en móðir hennar hafði verið handsömuð og flutt aftur til heimalands síns. Móðirin stóð í sjö ára lagabaráttu og reyndi að fá dóttur sína aftur en án árangurs. Önnur móðir frá Gvatemala barðist í fimm ár fyrir því að fá börn sín til baka og kostaði það fúlgur fjár. Það tókst þó að lokum. Hundruð barna eru enn í haldi yfirvalda Bandaríkjanna, þó því sé haldið fram að hætt sé að aðskilja börn frá foreldrum sínum. Þá segja embættismenn að rúmlega hundruð þeirra verði hvorki sleppt né send aftur til foreldra sinna. Það hefur leitt til þess að mun líklegra er en áður að einhver þeirra barna verði ættleidd.Langt ferli endaði með sameiningu Araceli Ramos Bonilla flúði frá El Salvador í nóvember 2015 með dóttur sína Alexu. Hún flúði vegna ofbeldis sem hún hafði verið beitt af maka sínum og föður Alexu. Hún var handsömuð, aðskilin frá Alexu og send aftur til El Salvador. Að endingu tók það dómara í Michigan 28 mínútur að veita hjónunum Sherri og Kory Barr tímabundið forræði yfir Alexu. Þau hjón voru sannfærð um að Alexa hafði sætt ofbeldi og að slíkt myndi endurtaka sig ef hún yrði send aftur til móður sinnar. Með þrýstingi frá ríkisstjórn El Salvador og Facebook færslum móður Alexu, sem fóru víða um á netinu, var gripið inn í málið. Mánuði eftir að Barr-hjónin fengu forræði yfir Alexu úrskurðaði Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna að dómurinn hefði veitt þeim forræði með ólögmætum hætti. Hún var send aftur til El Salvador og hefur hún verið þar í rúmt ár. Hún ræðir þó reglulega við Sherri og Kory Barr í síma.Uppskrift að hamförum Samtökin Refuggee Resettlement and Bethany Chhristian Services höfðu fært Alexu í fóstur hjá hjónunum en í samtali við AP vildi forstjóri samtakanna ekki tjá sig um mál hennar og sagði að fósturforeldrum væri ávalt tjáð að þau mættu ekki ættleiða börn farand- og flóttafólks. Hann viðurkenndi þó að á undanförnum áratugum hefðu minnst níu af þeim fimm hundruð börnum sem hefðu verið færð til samtakanna verið ættleidd af bandarískum fjölskyldum. Í öllum tilfellum hefði verið ákvarðað að ekki væri hægt að senda börnin til foreldra sinna vegna öryggis þeirra. John Sandweg, sem var yfirmaður innflytjendastofnunar Bandaríkjanna í forsetatíð Barack Obama, óttast að fjölmörg börn muni aldrei sjá foreldra sína aftur. „Við erum með börnin í Bandaríkjunum og foreldrar þeirra eru í Mið-Ameríku, og nú þegar barnaverndarstofnanir eru komnar inn í spilið er þetta orðið uppskrift að hamförum,“ sagði Sandweg.
Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Bandaríkin Gvatemala Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Sjá meira