Einar Jóns: Var að fara að skipta Hreiðari útaf þegar hann lokaði búrinu Anton Ingi Leifsson skrifar 8. október 2018 21:58 Einar á síðustu leiktíð. vísir/ernir „Ég er náttúrulega gríðarlega stoltur af strákunum fyrir að hafa klárað þetta. Þetta var alveg ótrúlega góður sigur hjá okkur,“ sagði Einar Jónsson þjálfari Gróttu eftir sigur sinna manna gegn KA á Akureyri í kvöld. Einar sagði sína menn ekki hafa spilað vel í kvöld en hann var ánægður með karakterinn í sínu liði gegn flottu KA liði. „Að koma hérna í KA heimilið, fullt hús, frábær stemmning og taka tvo punkta. Það verður ekki mikið betra en það,“ bætti Einar við. KA menn leiddu með fjórum mörkum í hálfleik, 14 – 10 og sagði Einar að allir í hans liði, bæði þjálfarar og leikmenn, hefðu verið óánægðir með nokkra hluti sem búið var að fara yfir. „Við vorum að gera hluti mjög illa, bæði í vörn og sókn og mér fannst menn laga það í seinni hálfleiknum. Vörnin var betri og Bjartur kom inn í síðari hálfleik algjörlega frábær og Hreiðar lokar markinu síðasta korterið eða svo,“ sagði Einar og bætti við: „Við vorum aðeins agaðri sóknarlega. Örugglega ekki flottasti sóknarleikur sem að sést hefur en við gerðum nóg og þá er ég sáttur.“ Bæði lið áttu erfitt með að halda boltanum innan sinna raða í upphafi síðari hálfleiks og sagði Einar það hafa farið í sig. Hann sagði það þó ekki hafa breyst mikið í síðari hálfleik. „Vörnin varð betri og svona jú þetta var nú aðeins skárra í seinni hálfleik sóknarlega en töpuðu boltarnir voru of margir en við unnum.“ Eins og Einar kom inn á var Hreiðar Levý drjúgur í síðari hálfleiknum og ekki síst á síðustu mínútu leiksins þegar hann varði þrjú skot í sömu sókninni. Spurður út í mikilvægi markmanns í hans gæðaflokki stóð ekki á svari. „Ég held að það sé nú bara mikilvægt fyrir öll lið að hafa góðan markmann í rammanum. Jovan var frábær hér í dag. Ég var nú að fara að skipta Hreiðari útaf þegar hann ákvað að loka búrinu og var frábær,“ sagði Einar og bætti við að Hreiðar væri vissulega stór hluti af Gróttu liðinu og væri búinn að vera frábær í vetur. Olís-deild karla Mest lesið Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Fótbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Fleiri fréttir Farseðill á næsta stórmót í höfn „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Sjáðu myndirnar: Ísland á eitt af fjórum bestu landsliðum Evrópu Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ „Snælduvitlaus með blóðbragð í munni og pökkum þeim saman“ Sjáðu myndirnar: Lét óvin Íslands heyra það og er nú mætt í stuðið í Malmö „Miklu erfiðara að sitja upp í stúku“ Haukur í hópnum gegn Slóvenum Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Sjá meira
„Ég er náttúrulega gríðarlega stoltur af strákunum fyrir að hafa klárað þetta. Þetta var alveg ótrúlega góður sigur hjá okkur,“ sagði Einar Jónsson þjálfari Gróttu eftir sigur sinna manna gegn KA á Akureyri í kvöld. Einar sagði sína menn ekki hafa spilað vel í kvöld en hann var ánægður með karakterinn í sínu liði gegn flottu KA liði. „Að koma hérna í KA heimilið, fullt hús, frábær stemmning og taka tvo punkta. Það verður ekki mikið betra en það,“ bætti Einar við. KA menn leiddu með fjórum mörkum í hálfleik, 14 – 10 og sagði Einar að allir í hans liði, bæði þjálfarar og leikmenn, hefðu verið óánægðir með nokkra hluti sem búið var að fara yfir. „Við vorum að gera hluti mjög illa, bæði í vörn og sókn og mér fannst menn laga það í seinni hálfleiknum. Vörnin var betri og Bjartur kom inn í síðari hálfleik algjörlega frábær og Hreiðar lokar markinu síðasta korterið eða svo,“ sagði Einar og bætti við: „Við vorum aðeins agaðri sóknarlega. Örugglega ekki flottasti sóknarleikur sem að sést hefur en við gerðum nóg og þá er ég sáttur.“ Bæði lið áttu erfitt með að halda boltanum innan sinna raða í upphafi síðari hálfleiks og sagði Einar það hafa farið í sig. Hann sagði það þó ekki hafa breyst mikið í síðari hálfleik. „Vörnin varð betri og svona jú þetta var nú aðeins skárra í seinni hálfleik sóknarlega en töpuðu boltarnir voru of margir en við unnum.“ Eins og Einar kom inn á var Hreiðar Levý drjúgur í síðari hálfleiknum og ekki síst á síðustu mínútu leiksins þegar hann varði þrjú skot í sömu sókninni. Spurður út í mikilvægi markmanns í hans gæðaflokki stóð ekki á svari. „Ég held að það sé nú bara mikilvægt fyrir öll lið að hafa góðan markmann í rammanum. Jovan var frábær hér í dag. Ég var nú að fara að skipta Hreiðari útaf þegar hann ákvað að loka búrinu og var frábær,“ sagði Einar og bætti við að Hreiðar væri vissulega stór hluti af Gróttu liðinu og væri búinn að vera frábær í vetur.
Olís-deild karla Mest lesið Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Fótbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Fleiri fréttir Farseðill á næsta stórmót í höfn „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Sjáðu myndirnar: Ísland á eitt af fjórum bestu landsliðum Evrópu Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ „Snælduvitlaus með blóðbragð í munni og pökkum þeim saman“ Sjáðu myndirnar: Lét óvin Íslands heyra það og er nú mætt í stuðið í Malmö „Miklu erfiðara að sitja upp í stúku“ Haukur í hópnum gegn Slóvenum Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Sjá meira