Opna mathöll í Kringlunni Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. október 2018 11:54 Unnið er hörðum höndum að því að standsetja rýmið, þar sem opnuð verður mathöll á nýju ári. Vísir/Vilhelm Fyrirhugað er að veitingasvæði Kringlunnar, hið svokallaða Stjörnutorg, muni í náinni framtíð fá andlitslyftingu. Framkvæmdir standa nú yfir í vesturhorni torgsins, sem áður hýsti NK Café, en þar stendur til að standsetja rými fyrir fjölda lítilla matsölustaða - það sem í dag er kallað „mathöll.“ Að sögn Sigurjóns Arnar Þórssonar, framkvæmdastjóra Kringlunnar, er ætlunin að í rýminu muni minni rekstraraðilar fá pláss til að gera matreiðslu sinni hátt undir höfði. Áherslan verði lögð á einyrkja, en ekki samstæður - sem eru fyrirferðamiklar á Stjörnutorginu sjálfu. Hann segir talsverðan áhuga vera á rýminu, þó ekki sé búið að staðfesta endanlega hvaða veitingasala verður í mathöllinni. Stefnan sé sett á að opna rýmið í febrúar eða mars á næsta ári. Sigurjón segir að vonir standi einnig til að opnun mathallarinnar muni gefa forsmekkinn af því sem koma skal á Stjörnutorgi. „Þetta útlit sem verður til í mathöllinni mun hægt og rólega fikra sig út á sjálft Stjörnutorgið, sem mun svo sjálft taka breytingum,“ útskýrir Sigurjón. Ekki sé búið að taka endanlegar ákvarðanir um það hvað þær breytingar fela í sér en að í þeim efnum liggi „allt undir,“ að sögn Sigurjóns. „Ákveðinn grunnur“ verði þó alltaf til staðar, þrátt fyrir útlitsbreytingar. Matur Neytendur Kringlan Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Sjá meira
Fyrirhugað er að veitingasvæði Kringlunnar, hið svokallaða Stjörnutorg, muni í náinni framtíð fá andlitslyftingu. Framkvæmdir standa nú yfir í vesturhorni torgsins, sem áður hýsti NK Café, en þar stendur til að standsetja rými fyrir fjölda lítilla matsölustaða - það sem í dag er kallað „mathöll.“ Að sögn Sigurjóns Arnar Þórssonar, framkvæmdastjóra Kringlunnar, er ætlunin að í rýminu muni minni rekstraraðilar fá pláss til að gera matreiðslu sinni hátt undir höfði. Áherslan verði lögð á einyrkja, en ekki samstæður - sem eru fyrirferðamiklar á Stjörnutorginu sjálfu. Hann segir talsverðan áhuga vera á rýminu, þó ekki sé búið að staðfesta endanlega hvaða veitingasala verður í mathöllinni. Stefnan sé sett á að opna rýmið í febrúar eða mars á næsta ári. Sigurjón segir að vonir standi einnig til að opnun mathallarinnar muni gefa forsmekkinn af því sem koma skal á Stjörnutorgi. „Þetta útlit sem verður til í mathöllinni mun hægt og rólega fikra sig út á sjálft Stjörnutorgið, sem mun svo sjálft taka breytingum,“ útskýrir Sigurjón. Ekki sé búið að taka endanlegar ákvarðanir um það hvað þær breytingar fela í sér en að í þeim efnum liggi „allt undir,“ að sögn Sigurjóns. „Ákveðinn grunnur“ verði þó alltaf til staðar, þrátt fyrir útlitsbreytingar.
Matur Neytendur Kringlan Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Sjá meira