Allt að þrettán milljónir í úttekt í Árborg Jóhann Óli Eiðsson skrifar 8. október 2018 06:15 Eggert Valur Guðmundsson, formaður bæjarráðs Árborgar. Fréttablaðið Tillaga um samning Árborgar við Harald Líndal Haraldsson, fyrrverandi bæjarstjóra í Hafnarfirði, um gerð úttektar á stjórnsýslu, rekstri og fjármálum sveitarfélagsins var afgreidd úr bæjarráði í ágreiningi. Ekki var leitað tilboða áður en rætt var við Harald um vinnuna. Á fundi bæjarstjórnar í ágúst var lagt til að gengið yrði til samninga við Harald. Samningurinn var lagður fyrir bæjarráð fyrir helgi og samþykktur með tveimur atkvæðum meirihlutans gegn einu atkvæði Sjálfstæðisflokksins. Samkvæmt samningnum er gert ráð fyrir að allt að 550 klukkustundir fari í úttektina og að henni verði lokið eigi síðar en um miðjan desember. Tímagjald Haralds verður 19.000 krónur auk virðisaukaskatts. Fái hann greitt fyrir allar stundirnar 550 mun verkið því kosta tæpar 13 milljónir króna. Við það bætast endurgreiðslur á aksturskostnaði. Tillaga bæjarstjórnar gerir ráð fyrir að kostnaður verði um 10 milljónir króna. Útboðsskylda sveitarfélaga stofnast við 15,5 milljónir, fyrir virðisaukaskatt, en sé áætlaður kostnaður undir því ber sveitarfélagi engu að síður að viðhafa samkeppni, til dæmis með verðfyrirspurn meðal helstu þjónustuveitenda. „Það er verið að leita til Haralds því hann hefur gríðarlega reynslu af sviðinu og er virtur í þessum bransa. Við teljum okkur vera að kaupa góða vinnu,“ segir Eggert Valur Guðmundsson, oddviti bæjarráðs og fulltrúi S-lista. Aðspurður segir hann að tilboða hafi ekki verið leitað eða verðkönnun verið gerð. „Ég er ekki gegn úttektinni sem slíkri en það var ekki leitað eftir tilboðum. Það eru fleiri en Haraldur, þó hann sé vissulega mjög hæfur, sem vinna úttektir sem þessa en ég tel eðlilegt að þegar unnið er með almannafé sé leitað eftir tilboðum,“ segir Gunnar Egilsson, oddviti Sjálfstæðismanna. Hann bætir við að sambærileg úttekt í Þorlákshöfn hafi kostað margfalt minna. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Kennaraverkföllin dæmd ólögmæt Innlent Borgarstjóri hafi plottað yfir sig Innlent Útilokar ekki frekari aðgerðir Innlent „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Erlent Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Innlent Ekki boðlegt að tré storki örlögum fólks á landsbyggðinni Innlent Fleiri fréttir Heggur ísskúlptúra í bílskúrnum Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Býður sig fram til formanns Siðmenntar Rækta 60 tonn af íslenskum jarðarberjum Útilokar ekki frekari aðgerðir Allir þurfi að vera í verkfalli á sama tíma Höfnuðu sjúkraflugi vegna trjánna Kennaraverkföllin dæmd ólögmæt Krefja borgina um tafarlaus viðbrögð Leynd yfir meirihlutaþreifingum í Reykjavík og upphitun fyrir ofurskálina Kannast ekki við að Samfylkingin hafi hótað slitum í umtöluðu fundarhléi Alþjóðasamfélagið þurfi að venjast nýrri taktík Trump Vara við hættu á skriðum og grjóthruni á Vestfjörðum Ekki boðlegt að tré storki örlögum fólks á landsbyggðinni Einar segir Samfylkinguna hafa hótað meirihlutaslitum þremur dögum fyrr Hamagangur á þinginu hindri aðkomu Flokks fólksins að viðræðum Borgarstjóri tjáir sig um ákvörðunina Segist mjög ánægður og ekki hafa misreiknað sig Einar segir allt hafa verið stopp í borginni Útspil Flokks fólksins hafi komið „nokkuð á óvart“ Einar Þorsteins og Guðrún Hafsteins í Sprengisandi Rafmagnslaust í þremur götum í Fellahverfi Sex í fangaklefa í nótt Borgarstjóri hafi plottað yfir sig Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Líst vel á samstarf með Flokki fólksins „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Sjá meira
Tillaga um samning Árborgar við Harald Líndal Haraldsson, fyrrverandi bæjarstjóra í Hafnarfirði, um gerð úttektar á stjórnsýslu, rekstri og fjármálum sveitarfélagsins var afgreidd úr bæjarráði í ágreiningi. Ekki var leitað tilboða áður en rætt var við Harald um vinnuna. Á fundi bæjarstjórnar í ágúst var lagt til að gengið yrði til samninga við Harald. Samningurinn var lagður fyrir bæjarráð fyrir helgi og samþykktur með tveimur atkvæðum meirihlutans gegn einu atkvæði Sjálfstæðisflokksins. Samkvæmt samningnum er gert ráð fyrir að allt að 550 klukkustundir fari í úttektina og að henni verði lokið eigi síðar en um miðjan desember. Tímagjald Haralds verður 19.000 krónur auk virðisaukaskatts. Fái hann greitt fyrir allar stundirnar 550 mun verkið því kosta tæpar 13 milljónir króna. Við það bætast endurgreiðslur á aksturskostnaði. Tillaga bæjarstjórnar gerir ráð fyrir að kostnaður verði um 10 milljónir króna. Útboðsskylda sveitarfélaga stofnast við 15,5 milljónir, fyrir virðisaukaskatt, en sé áætlaður kostnaður undir því ber sveitarfélagi engu að síður að viðhafa samkeppni, til dæmis með verðfyrirspurn meðal helstu þjónustuveitenda. „Það er verið að leita til Haralds því hann hefur gríðarlega reynslu af sviðinu og er virtur í þessum bransa. Við teljum okkur vera að kaupa góða vinnu,“ segir Eggert Valur Guðmundsson, oddviti bæjarráðs og fulltrúi S-lista. Aðspurður segir hann að tilboða hafi ekki verið leitað eða verðkönnun verið gerð. „Ég er ekki gegn úttektinni sem slíkri en það var ekki leitað eftir tilboðum. Það eru fleiri en Haraldur, þó hann sé vissulega mjög hæfur, sem vinna úttektir sem þessa en ég tel eðlilegt að þegar unnið er með almannafé sé leitað eftir tilboðum,“ segir Gunnar Egilsson, oddviti Sjálfstæðismanna. Hann bætir við að sambærileg úttekt í Þorlákshöfn hafi kostað margfalt minna.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Kennaraverkföllin dæmd ólögmæt Innlent Borgarstjóri hafi plottað yfir sig Innlent Útilokar ekki frekari aðgerðir Innlent „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Erlent Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Innlent Ekki boðlegt að tré storki örlögum fólks á landsbyggðinni Innlent Fleiri fréttir Heggur ísskúlptúra í bílskúrnum Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Býður sig fram til formanns Siðmenntar Rækta 60 tonn af íslenskum jarðarberjum Útilokar ekki frekari aðgerðir Allir þurfi að vera í verkfalli á sama tíma Höfnuðu sjúkraflugi vegna trjánna Kennaraverkföllin dæmd ólögmæt Krefja borgina um tafarlaus viðbrögð Leynd yfir meirihlutaþreifingum í Reykjavík og upphitun fyrir ofurskálina Kannast ekki við að Samfylkingin hafi hótað slitum í umtöluðu fundarhléi Alþjóðasamfélagið þurfi að venjast nýrri taktík Trump Vara við hættu á skriðum og grjóthruni á Vestfjörðum Ekki boðlegt að tré storki örlögum fólks á landsbyggðinni Einar segir Samfylkinguna hafa hótað meirihlutaslitum þremur dögum fyrr Hamagangur á þinginu hindri aðkomu Flokks fólksins að viðræðum Borgarstjóri tjáir sig um ákvörðunina Segist mjög ánægður og ekki hafa misreiknað sig Einar segir allt hafa verið stopp í borginni Útspil Flokks fólksins hafi komið „nokkuð á óvart“ Einar Þorsteins og Guðrún Hafsteins í Sprengisandi Rafmagnslaust í þremur götum í Fellahverfi Sex í fangaklefa í nótt Borgarstjóri hafi plottað yfir sig Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Líst vel á samstarf með Flokki fólksins „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Sjá meira