Halldór Jóhann: Nokkrar ákvarðanir alveg glórulausar Arnar Helgi Magnússon skrifar 7. október 2018 21:39 Halldór á hliðarlínunnni fyrr í vetur. vísir/bára „Við gerðum okkur erfitt fyrir í seinni hálfleik. Mér fannst við vera við vera mjög góðir í fyrri hálfleik, sérstaklega varnarlega. Það var mikill agi en við vorum að klikka svo lítið í byrjun á skotunum,” sagði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, eftir sigur á Stjörnunni í Olís-deild karla í kvöld. „Við hefðum viljað vera 6-7 mörkum yfir í hálfleik vegna þess að Stjörnuliðið er alltaf hættulegt, þeir eru komnir með alla sína menn til baka. Við vissum að þeir ætluðu að bíta frá sér og því var þetta bara þeim um skemmtilegra að klára þetta í lokin.” „Við vorum sjálfum okkur verstir þegar við missum niður forystuna. Við misstum aðeins fæturnar í vörninni og á sama tíma smá óðagot á okkur sóknarlega. Ég er bara heilt yfir mjög ánægður með það hvernig við klárum leikinn.” „Við lendum tveimur mörkum undir á síðustu átta mínútum leiksins og við komum til baka. Þetta mátti ekki tæpara standa. Ég er virkilega sáttur að klára þetta gegn góðu Stjörnuliði.” „Þeir eru búnir að tapa öllum sínum leikjum en þeir voru komnir með alla sína menn til baka í dag og við vissum að þeir yrðu sterkir.” Halldór vill ekki tjá sig um dómgæsluna í leiknum en segir þó að dómgæslan hafi bitnað meira á Stjörnunni heldur en hans liði. Á tímabili í síðari hálfleik voru Stjörnumenn þremur mönnum færri en þrír leikmenn þeirra fengu tveggja mínútna brottvísun á svipuðum tíma. Halldór segir að það hafi kveikt í Stjörnunni: „Já, við skorum þrjú mörk á þessum kafla en síðan missum við það bara aftur niður, við vorum ekki nógu klókir. Ég ætla ekkert að tjá mig um hvernig dómgæslan var en það voru nokkrar ákvarðanir alveg glórulausar." „Það bitnaði kannski meira á þeim heldur en okkur. Þegar það verða sveiflur í þessu þá verða sveiflur í leiknum." FH heldur nú út til Portúgals þar sem að þeir mæta Benfica í EHF-keppninni. Halldór segist spenntur fyrir þeim viðureignum. „Á föstudaginn fljúgum við til Benfica og spilum þar tvo leiki á móti ógnarsterku liði. Þetta er frábært verkefni fyrir allan hópinn á móti mjög sterku liði. Þeir eru búnir að mæta við sig mjög sterkum leikmönnum frá því í fyrra.” „Þeir eru komnir með makedónískan landsliðsmarkmann og svo frönskum landsliðsmanni. Þeir eru með leikmenn að spila í bestu landsliðum í heimi. Það verður gaman að mæla sig við þessi lið,” sagði Halldór Jóhann í kvöld. Olís-deild karla Mest lesið Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Fótbolti „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Fótbolti „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira
„Við gerðum okkur erfitt fyrir í seinni hálfleik. Mér fannst við vera við vera mjög góðir í fyrri hálfleik, sérstaklega varnarlega. Það var mikill agi en við vorum að klikka svo lítið í byrjun á skotunum,” sagði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, eftir sigur á Stjörnunni í Olís-deild karla í kvöld. „Við hefðum viljað vera 6-7 mörkum yfir í hálfleik vegna þess að Stjörnuliðið er alltaf hættulegt, þeir eru komnir með alla sína menn til baka. Við vissum að þeir ætluðu að bíta frá sér og því var þetta bara þeim um skemmtilegra að klára þetta í lokin.” „Við vorum sjálfum okkur verstir þegar við missum niður forystuna. Við misstum aðeins fæturnar í vörninni og á sama tíma smá óðagot á okkur sóknarlega. Ég er bara heilt yfir mjög ánægður með það hvernig við klárum leikinn.” „Við lendum tveimur mörkum undir á síðustu átta mínútum leiksins og við komum til baka. Þetta mátti ekki tæpara standa. Ég er virkilega sáttur að klára þetta gegn góðu Stjörnuliði.” „Þeir eru búnir að tapa öllum sínum leikjum en þeir voru komnir með alla sína menn til baka í dag og við vissum að þeir yrðu sterkir.” Halldór vill ekki tjá sig um dómgæsluna í leiknum en segir þó að dómgæslan hafi bitnað meira á Stjörnunni heldur en hans liði. Á tímabili í síðari hálfleik voru Stjörnumenn þremur mönnum færri en þrír leikmenn þeirra fengu tveggja mínútna brottvísun á svipuðum tíma. Halldór segir að það hafi kveikt í Stjörnunni: „Já, við skorum þrjú mörk á þessum kafla en síðan missum við það bara aftur niður, við vorum ekki nógu klókir. Ég ætla ekkert að tjá mig um hvernig dómgæslan var en það voru nokkrar ákvarðanir alveg glórulausar." „Það bitnaði kannski meira á þeim heldur en okkur. Þegar það verða sveiflur í þessu þá verða sveiflur í leiknum." FH heldur nú út til Portúgals þar sem að þeir mæta Benfica í EHF-keppninni. Halldór segist spenntur fyrir þeim viðureignum. „Á föstudaginn fljúgum við til Benfica og spilum þar tvo leiki á móti ógnarsterku liði. Þetta er frábært verkefni fyrir allan hópinn á móti mjög sterku liði. Þeir eru búnir að mæta við sig mjög sterkum leikmönnum frá því í fyrra.” „Þeir eru komnir með makedónískan landsliðsmarkmann og svo frönskum landsliðsmanni. Þeir eru með leikmenn að spila í bestu landsliðum í heimi. Það verður gaman að mæla sig við þessi lið,” sagði Halldór Jóhann í kvöld.
Olís-deild karla Mest lesið Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Fótbolti „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Fótbolti „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira