Þjálfarastarf Niko Kovac hjá Bayern Munchen er í hættu, eftir aðeins ellefu leiki í starfi en gengi liðsins hefur verið afleitt að undanförnu.
Bayern tapaði 3-0 gegn M'gladbach á heimavelli í gær og hefur Bayern ekki unnið í síðustu fjórum leikjum.
„Ég veit hvernig fótboltinn virkar,“ sagði Kovac eftir leikinn í gær.
„Ég veit að ég er hjá Bayern og tíminn hér er öðruvísi en annarsstaðar. Við höfum spila sjö góða leiki en fjóra slæma.“
Bayern er í fimmta sæti þýsku úrvalsdeildarinnar, fjórum stigum á eftir toppliði Dortmund.
