Sport

Sigur Khabib fellur í skuggann á ömurlegum hópslagsmálum

Pétur Marinó Jónsson skrifar
Vísir/Getty
UFC 229 fór fram í Las Vegas í nótt. Khabib Nurmagomedov sigraði Conor McGregor en eftir bardagann brutust út ömurleg hópslagsmál þar sem hornamenn Khabib réðust að Conor.

Frammistaða Khabib var frábær og kláraði hann Conor með uppgjafartaki í 4. lotu. Um leið og bardaginn kláraðist hraunaði hann yfir Conor og hljóp svo að hornamönnum Írans. Khabib stökk yfir búrið og réðst á Dillon Danis, æfingafélaga Conor.

Upp frá því brutust út hópslagsmál fyrir utan búrið og stukku liðsfélagar Khabib yfir búrið og réðust á Conor. Tveir liðsfélagar Khabib stukku yfir búrið og kýldu Conor. Öryggisgæslan stökk inn en nokkrir af liðsfélögum Khabib voru umsvifalaust handteknir. Conor ætlar hins vegar ekki að kæra og verður liðsfélögum Khabib sleppt.

Bæði Khabib og Conor var fylgt úr höllinni skömmu síðar af öryggisgæslu og fékk Khabib ekki beltið um mittið eins og venjan er. Bruce Buffer tilkynnti Khabib sem sigurvegara en báðir bardagamenn voru fjarverandi.

Hópslagsmálin setja stóran svartan blett á íþróttina og var hegðun Khabib og liðsmanna hans hreinlega til skammar. Ljóst er að einhverjir eftirmálar verða af hegðun Khabib og hans manna. Íþróttanefnd Nevada fylkis sem hafði yfirumsjón yfir viðburðinum mun taka málið til rannsóknar.

Myndbönd af atvikunum og öll úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér.

MMA

Tengdar fréttir

Conor McGregor snýr aftur í búrið í kvöld

UFC 229 fer fram í kvöld frá Las Vegas í Bandaríkjunum. Í aðalbardaga kvöldsins fáum við að sjá Conor McGregor aftur í búrinu eftir tveggja ára fjarveru.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×