Njarðvík og Keflavík mættust í stórleik fyrstu umferðar Dominos deild karla í körfubolta í gærkvöldi og úr varð frábær leikur.
Keflvíkingar höfðu yfirhöndina nánast allan leikinn og voru yfir stærstan part leiksins.
Það var hins vegar goðsögnin úr Njarðvík sem eyðilagði gleði Keflvíkinga með tveimur frábærum þristum á rúmum þrjátíu sekúndum undir lok leiksins sem kom Njarðvík yfir og tryggði þeim sigurinn.
Körfurnar hjá Loga má sjá hér, sem og umræðu sérfræðinganna í Dominos körfuboltakvöld í gærkvöldi.