Héldum bara áfram að prjóna og taka slátur Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 6. október 2018 13:00 Mæðginin Guðrún og Sigurjón Geir Eiðsson. Fréttablaðið/Ernir Mæðginin Sigurjón Geir Eiðsson og Guðrún Sigurjónsdóttir hitta blaðamann í Varmalandsskóla í Borgarfirði. Sigurjón Geir stundar þar nám en fjölskyldan býr á Glitstöðum sem eru skammt frá í firðinum rétt við Grábrók. Fyrir tíu árum voru foreldrar hans á heimleið af fæðingardeildinni með hann. Þau kveiktu á útvarpinu og hlustuðu á Geir Haarde biðja guð um að blessa Ísland á ferð undir Hafnarfjalli. „Við áttum hann 2. október. Ég fékk að liggja á fæðingardeildinni í fjóra daga og þá var að hefjast fréttaumfjöllun sem tengdist hruninu. Ég hef aldrei haft eins gott næði til að horfa á fréttir. Ég var ein á stofu og það var eiginlega svolítið ógnvænlegt. En svo vorum við að keyra heim 6. október og vorum stödd undir Hafnarfjalli þegar Geir flutti þetta lamandi ávarp sitt sem allir muna eftir hvar þeir voru þegar það var flutt,“ segir Guðrún. „Maður var að koma með nýjan einstakling inn í þessar aðstæður,“ segir Guðrún og segir að þau hjón hafi að sjálfsögðu fundið til meiri ábyrgðar en vanalega. „En við vissum reyndar að það þyrfti mikið til að líf okkar myndi raskast mikið, en auðvitað hafði þetta áhrif. En svona kreppa kemur misjafnlega mikið niður á fólki, hún kom ekki eins við sveitirnar eins og aðra. Þenslan var ekki jafn mikil hjá okkur. Þetta brjálæði sem var búið að vera skilaði sér ekki endilega í launaumslögin hjá okkur. Við héldum bara áfram að prjóna og taka slátur, tala saman. Okkur varð ekki haggað. Við gerðum allt eins og áður og gerum enn,“ segir Guðrún. „Mér fannst við vera á réttri leið í samfélaginu eftir hrun. En því miður þá finnst mér bullið aftur orðið ískyggilega mikið. Nú er aftur mikil neysla þó að það sé ekki mikil skuldasöfnun eins og var áður. En neyslan og þenslan, hún er ekki hér í sveitinni. Það sem maður óttast mest eru afleiðingar þess að boginn verði aftur of hátt spenntur. Sumir fara alltaf fram úr sér og svo þarf alltaf að borga brúsann og það deilist á okkur öll,“ segir hún. Sigurjón segist vita í grófum dráttum um hvað hrunið snerist. „Fyrst og fremst fóru bankarnir á hausinn. En síðan veit ég ekkert meira um það,“ segir hann. Um peninga og góðæri segir hann: „Það er misjafnt hvort það er gott að eiga mikið af þeim eða lítið. Það fer eftir ýmsu,“ segir hann. Hann er ekki harðákveðinn í því hvað hann ætlar að verða þegar hann er orðinn stór. Guðrún móðir hans segir að fyrir stuttu hafi hann ætlað sér að verða fuglafræðingur. Á hann sér þá uppáhaldsfugl? „Já, það er glókollur,“ segir hann. Birtist í Fréttablaðinu Tíu ár frá hruni Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Fleiri fréttir Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sjá meira
Mæðginin Sigurjón Geir Eiðsson og Guðrún Sigurjónsdóttir hitta blaðamann í Varmalandsskóla í Borgarfirði. Sigurjón Geir stundar þar nám en fjölskyldan býr á Glitstöðum sem eru skammt frá í firðinum rétt við Grábrók. Fyrir tíu árum voru foreldrar hans á heimleið af fæðingardeildinni með hann. Þau kveiktu á útvarpinu og hlustuðu á Geir Haarde biðja guð um að blessa Ísland á ferð undir Hafnarfjalli. „Við áttum hann 2. október. Ég fékk að liggja á fæðingardeildinni í fjóra daga og þá var að hefjast fréttaumfjöllun sem tengdist hruninu. Ég hef aldrei haft eins gott næði til að horfa á fréttir. Ég var ein á stofu og það var eiginlega svolítið ógnvænlegt. En svo vorum við að keyra heim 6. október og vorum stödd undir Hafnarfjalli þegar Geir flutti þetta lamandi ávarp sitt sem allir muna eftir hvar þeir voru þegar það var flutt,“ segir Guðrún. „Maður var að koma með nýjan einstakling inn í þessar aðstæður,“ segir Guðrún og segir að þau hjón hafi að sjálfsögðu fundið til meiri ábyrgðar en vanalega. „En við vissum reyndar að það þyrfti mikið til að líf okkar myndi raskast mikið, en auðvitað hafði þetta áhrif. En svona kreppa kemur misjafnlega mikið niður á fólki, hún kom ekki eins við sveitirnar eins og aðra. Þenslan var ekki jafn mikil hjá okkur. Þetta brjálæði sem var búið að vera skilaði sér ekki endilega í launaumslögin hjá okkur. Við héldum bara áfram að prjóna og taka slátur, tala saman. Okkur varð ekki haggað. Við gerðum allt eins og áður og gerum enn,“ segir Guðrún. „Mér fannst við vera á réttri leið í samfélaginu eftir hrun. En því miður þá finnst mér bullið aftur orðið ískyggilega mikið. Nú er aftur mikil neysla þó að það sé ekki mikil skuldasöfnun eins og var áður. En neyslan og þenslan, hún er ekki hér í sveitinni. Það sem maður óttast mest eru afleiðingar þess að boginn verði aftur of hátt spenntur. Sumir fara alltaf fram úr sér og svo þarf alltaf að borga brúsann og það deilist á okkur öll,“ segir hún. Sigurjón segist vita í grófum dráttum um hvað hrunið snerist. „Fyrst og fremst fóru bankarnir á hausinn. En síðan veit ég ekkert meira um það,“ segir hann. Um peninga og góðæri segir hann: „Það er misjafnt hvort það er gott að eiga mikið af þeim eða lítið. Það fer eftir ýmsu,“ segir hann. Hann er ekki harðákveðinn í því hvað hann ætlar að verða þegar hann er orðinn stór. Guðrún móðir hans segir að fyrir stuttu hafi hann ætlað sér að verða fuglafræðingur. Á hann sér þá uppáhaldsfugl? „Já, það er glókollur,“ segir hann.
Birtist í Fréttablaðinu Tíu ár frá hruni Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Fleiri fréttir Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sjá meira