Fátæku börnin í Reykjavíkurborg Sigurður Mikael Jónsson skrifar 6. október 2018 07:30 Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins. „Í Breiðholti hefur fátækt fólk einangrast. Í Reykjavík ættu engin börn að þurfa að lifa undir fátæktarmörkum,“ segir borgarfulltrúi Flokks fólksins, Kolbrún Baldursdóttir. Hún fékk þau svör við fyrirspurn sinni að nærri fimm hundruð börn tilheyra fjölskyldum sem fá fjárhagsaðstoð til framfærslu í Reykjavík. En alls nemur heildarfjöldi barna þeirra sem fá fjárhagsaðstoð af einhverju tagi frá borginni nær átta hundruðum. Tæp 28 prósent þessara barna búa í Breiðholti. Kolbrún segir borgarmeirihlutanum hafa mistekist að koma á félagslegri blöndun. Kolbrún lagði í júlí fram fyrirspurn um hversu mörg börn í Reykjavík búi undir fátæktarmörkum, þ.e. framfærsluviðmiði velferðarráðuneytis. Í svari Regínu Ásvaldsdóttur, sviðsstjóra velferðarsviðs, eru tölur fyrir tímabilið janúar til maí 2018. Á því tímabili voru börn þeirra sem fá fjárhagsaðstoð til framfærslu samtals 489, eða tæp tvö prósent allra barna 17 ára og yngri í Reykjavík. Heildarfjöldi barna þeirra sem fá fjárhagsaðstoð af einhverju tagi frá borginni, að meðtöldum þeim sem fá fjárhagsaðstoð til framfærslu, var samtals 784. Fjárhagsaðstoð til framfærslu getur verið allt að 189.875 krónur fyrir einstakling og 284.813 krónur á mánuði til hjóna eða fólks í sambúð. Aðstoðin er óháð barnafjölda þar sem reiknað er með að barnabætur, meðlög og barnalífeyrir mæti kostnaði vegna barna samkvæmt upplýsingum af vef borgarinnar. Framfærsluviðmið velferðarráðuneytisins gera hins vegar ráð fyrir að einstætt foreldri með eitt barn á framfæri í leikskóla þurfi 302 þúsund krónur á mánuði. Er þá ekki tekinn með húsnæðiskostnaður sem Regína gerir í svari sínu ráð fyrir að sé að lágmarki 100 þúsund krónur til viðbótar að teknu tilliti til húsnæðisbóta. Sviðsstjórinn gerir ráð fyrir því að fleiri reykvísk börn en þeirra foreldra sem fá fjárhagsaðstoð frá borginni séu undir fátæktarviðmiðum. Skýrsla UNICEF frá 2016 áætlaði að 9,1 prósent barna liði skort árið 2014. Fulltrúar meirihlutans í borgarráði boða stofnun stýrihóps til að móta aðgerðir borgarinnar gegn fátækt, en um áramót er að vænta niðurstöðu greiningar sem velferðarráð óskaði eftir á síðasta kjörtímabili um fjölda barna sem búa við fátækt í borginni. Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Mest lesið „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Sjá meira
„Í Breiðholti hefur fátækt fólk einangrast. Í Reykjavík ættu engin börn að þurfa að lifa undir fátæktarmörkum,“ segir borgarfulltrúi Flokks fólksins, Kolbrún Baldursdóttir. Hún fékk þau svör við fyrirspurn sinni að nærri fimm hundruð börn tilheyra fjölskyldum sem fá fjárhagsaðstoð til framfærslu í Reykjavík. En alls nemur heildarfjöldi barna þeirra sem fá fjárhagsaðstoð af einhverju tagi frá borginni nær átta hundruðum. Tæp 28 prósent þessara barna búa í Breiðholti. Kolbrún segir borgarmeirihlutanum hafa mistekist að koma á félagslegri blöndun. Kolbrún lagði í júlí fram fyrirspurn um hversu mörg börn í Reykjavík búi undir fátæktarmörkum, þ.e. framfærsluviðmiði velferðarráðuneytis. Í svari Regínu Ásvaldsdóttur, sviðsstjóra velferðarsviðs, eru tölur fyrir tímabilið janúar til maí 2018. Á því tímabili voru börn þeirra sem fá fjárhagsaðstoð til framfærslu samtals 489, eða tæp tvö prósent allra barna 17 ára og yngri í Reykjavík. Heildarfjöldi barna þeirra sem fá fjárhagsaðstoð af einhverju tagi frá borginni, að meðtöldum þeim sem fá fjárhagsaðstoð til framfærslu, var samtals 784. Fjárhagsaðstoð til framfærslu getur verið allt að 189.875 krónur fyrir einstakling og 284.813 krónur á mánuði til hjóna eða fólks í sambúð. Aðstoðin er óháð barnafjölda þar sem reiknað er með að barnabætur, meðlög og barnalífeyrir mæti kostnaði vegna barna samkvæmt upplýsingum af vef borgarinnar. Framfærsluviðmið velferðarráðuneytisins gera hins vegar ráð fyrir að einstætt foreldri með eitt barn á framfæri í leikskóla þurfi 302 þúsund krónur á mánuði. Er þá ekki tekinn með húsnæðiskostnaður sem Regína gerir í svari sínu ráð fyrir að sé að lágmarki 100 þúsund krónur til viðbótar að teknu tilliti til húsnæðisbóta. Sviðsstjórinn gerir ráð fyrir því að fleiri reykvísk börn en þeirra foreldra sem fá fjárhagsaðstoð frá borginni séu undir fátæktarviðmiðum. Skýrsla UNICEF frá 2016 áætlaði að 9,1 prósent barna liði skort árið 2014. Fulltrúar meirihlutans í borgarráði boða stofnun stýrihóps til að móta aðgerðir borgarinnar gegn fátækt, en um áramót er að vænta niðurstöðu greiningar sem velferðarráð óskaði eftir á síðasta kjörtímabili um fjölda barna sem búa við fátækt í borginni.
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Mest lesið „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Sjá meira