Hollendingar eru í góðum málum fyrir síðari leikinn gegn Danmörku í umspili um laust sæti á HM kvenna sem fer fram í Frakklandi næsta sumar.
Evrópumeistararnir í Hollandi unnu 2-0 sigur á Danmörku í Hollandi í kvöld. Mörkin skoruðu Lineth Beerensteyn og Shanice van de Sanden en bæði komu með skalla.
LIðin mætast í Danmörku á þriðjudaginn, nánar tiltekið Viborg, en mikið þarf að gerast til þess að Evrópumeistararnir leika ekki á HM næsta sumar.
Í hinum umspilsleik kvöldsins gerðu frændþjóðirnar Belgía og Sviss 2-2 jafntefli. Í tvígang komust Belgar yfir en Alisha Lehmann skoraði í tvígang og tryggði Sviss 2-2 jafntefli.
Holland í góðum málum gegn Dönum
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið

Kári reynir að hjálpa HK upp um deild
Íslenski boltinn

Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield
Enski boltinn

„Þeir standa fyrir eitthvað annað“
Fótbolti

Áhorfendum vísað út af Anfield
Enski boltinn

„Báðir endar vallarins mættu vera betri“
Íslenski boltinn

„Skemmtilegra þegar vel gengur“
Íslenski boltinn


Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana
Íslenski boltinn

