Nýtt lag og myndband frá Ingileif á eftirminnilegu ári Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. október 2018 12:09 Ingileif er ánægð með útkomuna en þetta er frumraun hennar í íslenskri textagerð. Ingileif Friðriksdóttir hefur sent frá sér nýtt lag og myndband sem ber heitið Gerir eitthvað. Laganeminn og fjölmiðlakonan sem má með réttu líka kalla tónlistarkonu hefur haft í nægu að snúast í ár en hún gaf út fyrsta lagið sitt, At last, í febrúar. „Ég náði ekki að fylgja því eftir með öðru lagi strax þar sem ég var að klára BA gráðuna mína í lögfræði í vor og stýra vefþáttaseríu hjá RÚV. Svo gifti ég mig í sumar og hafði í nógu að snúast, og gafst því ekki almennilegur tími til að gefa út annað lag fyrr en núna,“ segir Ingileif. „Ég ákvað að heyra í Auðuni Lútherssyni, sem er einnig þekktur sem listamaðurinn Auður, sem sendi mér í kjölfarið svo flottan takt sem ég samdi laglínu og texta yfir. Svo tókum við eina góða kvöldstund í stúdíóinu og lagið varð að veruleika. Þetta gekk ótrúlega vel, enda er hann algjör fagmaður. Lagið er frumraun mín í íslenskri textagerð, þar sem mig langaði að prófa að skora á sjálfa mig og semja íslenskan texta. Ég er mjög ánægð með útkomuna og finnst lagið mjög vel heppnað.“ Myndbandið er svo skotið og leikstýrt af Birtu Rán, ljósmyndara og kvikmyndagerðarkonu. „Hún leikstýrði myndbandinu við fyrsta lagið mitt og það lá því beint við að heyra í henni aftur þar sem hún er virkilega fær í sínu fagi. Við tókum myndbandið upp fyrir nokkrum kvöldum síðan heima í stofunni hennar, þar sem hún var með skjávarpa sem hún nýtti til að varpa mynstrum á andlitið á mér. Ég held að fyrir mörgum líti myndbandið út fyrir að vera skotið í stúdíói og photoshopað, en þetta var mjög einföld afgreiðsla! Birta er bara svo ótrúlega klár að hún gerði þetta frábærlega.“ Ingileif segir myndbandið skotið í slow motion. „Svo ég þurfti að æfa mig að syngja lagið á tvöföldum hraða til að það myndi passa við varahreyfingarnar. Það var mjög skondið, en skemmtilegt!“ Afraksturinn má sjá og heyra hér að neðan. Tónlist Mest lesið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Fleiri fréttir Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Sjá meira
Ingileif Friðriksdóttir hefur sent frá sér nýtt lag og myndband sem ber heitið Gerir eitthvað. Laganeminn og fjölmiðlakonan sem má með réttu líka kalla tónlistarkonu hefur haft í nægu að snúast í ár en hún gaf út fyrsta lagið sitt, At last, í febrúar. „Ég náði ekki að fylgja því eftir með öðru lagi strax þar sem ég var að klára BA gráðuna mína í lögfræði í vor og stýra vefþáttaseríu hjá RÚV. Svo gifti ég mig í sumar og hafði í nógu að snúast, og gafst því ekki almennilegur tími til að gefa út annað lag fyrr en núna,“ segir Ingileif. „Ég ákvað að heyra í Auðuni Lútherssyni, sem er einnig þekktur sem listamaðurinn Auður, sem sendi mér í kjölfarið svo flottan takt sem ég samdi laglínu og texta yfir. Svo tókum við eina góða kvöldstund í stúdíóinu og lagið varð að veruleika. Þetta gekk ótrúlega vel, enda er hann algjör fagmaður. Lagið er frumraun mín í íslenskri textagerð, þar sem mig langaði að prófa að skora á sjálfa mig og semja íslenskan texta. Ég er mjög ánægð með útkomuna og finnst lagið mjög vel heppnað.“ Myndbandið er svo skotið og leikstýrt af Birtu Rán, ljósmyndara og kvikmyndagerðarkonu. „Hún leikstýrði myndbandinu við fyrsta lagið mitt og það lá því beint við að heyra í henni aftur þar sem hún er virkilega fær í sínu fagi. Við tókum myndbandið upp fyrir nokkrum kvöldum síðan heima í stofunni hennar, þar sem hún var með skjávarpa sem hún nýtti til að varpa mynstrum á andlitið á mér. Ég held að fyrir mörgum líti myndbandið út fyrir að vera skotið í stúdíói og photoshopað, en þetta var mjög einföld afgreiðsla! Birta er bara svo ótrúlega klár að hún gerði þetta frábærlega.“ Ingileif segir myndbandið skotið í slow motion. „Svo ég þurfti að æfa mig að syngja lagið á tvöföldum hraða til að það myndi passa við varahreyfingarnar. Það var mjög skondið, en skemmtilegt!“ Afraksturinn má sjá og heyra hér að neðan.
Tónlist Mest lesið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Fleiri fréttir Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Sjá meira