Erlent

Forseti Interpol týndur eftir ferð til Kína

Atli Ísleifsson skrifar
Meng Hongwei hefur gegnt embætti forseta Interpol frá árinu 2016.
Meng Hongwei hefur gegnt embætti forseta Interpol frá árinu 2016. AP
Ekkert hefur spurst til Meng Hongwei, forseta alþjóðalögreglunnar Interpol, síðan í lok september eftir ferð hans til Kína. Lögregla í Frakklandi hefur hafið rannsókn á hvarfinu.

Frá þessu greinir AP og Independent. Tilkynnt var um hvarf Hongwei, sem einnig er ráðherra í ríkisstjórn Kína, eftir ferðalag hans til heimalands síns í síðustu viku.

Hann býr í frönsku borginni Lyon með eiginkonu sinni og börnum, en hann hélt til Kína þann 29. september. Fjölskylda hans hefur ekkert náð sambandi við hann síðan hann fór.

Auk þess að vera forseti Interpol gegnir Hongwei embætti aðstoðarráðherra þjóðaröryggismála í Kína og var áður yfirmaður hryðjuverkalögreglu og strandgæslunnar í Kína.

Hongwei hefur gegnt embætti forseta Interpol frá árinu 2016 og rennur skipunartími hans út árið 2020.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×