Sagt upp hjá borginni áður en hann byrjaði Sigurður Mikael Jónsson skrifar 5. október 2018 07:15 Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins dró Reykjavíkurborg ráðninguna til baka skömmu eftir að hún var tilkynnt og var skrifstofustjóranum því sagt upp áður en hann tók til starfa. vísir/vilhelm Þann 1. júní síðastliðinn sendi Reykjavíkurborg frá sér tilkynningu og birti á vef sínum frétt um að Brynjar Stefánsson, forstöðumaður sölu- og viðskiptaþróunar hjá Orku náttúrunnar, hefði verið ráðinn skrifstofustjóri yfir skrifstofu eigna og atvinnuþróunar. Brynjar náði þó aldrei að hefja störf og fréttina af ráðningu hans er nú hvergi að finna á vef borgarinnar. Hún lifir þó enn á þeim vefmiðlum sem birtu hana á sínum tíma. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins dró Reykjavíkurborg ráðninguna til baka skömmu eftir að hún var tilkynnt og var skrifstofustjóranum því sagt upp áður en hann tók til starfa. Brynjar vill ekki tjá sig um málið né staðfesta heimildir Fréttablaðsins um að hann hyggist leita réttar síns gagnvart borginni vegna málsins. Engar upplýsingar fást í raun um ástæður uppsagnarinnar. „Það er rétt að Brynjar var ráðinn til starfa eins og fram kom í tilkynningunni sem þú vísar til. Hann kom hins vegar ekki til starfa hjá Reykjavíkurborg og ekki unnt að greina nánar frá ástæðum þess,“ segir Stefán Eiríksson borgarritari um hin dularfullu starfslok. Inni á vef borgarinnar er Óli Jón Hertervig nú titlaður skrifstofustjóri skrifstofu eigna og atvinnuþróunar en hann hefur starfað sem deildarstjóri eignaumsýslu á skrifstofunni og var einn umsækjenda um stöðu skrifstofustjóra í vor. Stefán segir að Óla Jóni hafi verið falið að gegna starfinu tímabundið þar til ráðið verði í það á ný. „Starfið verður auglýst á ný síðar í haust að öllu óbreyttu,“ segir Stefán og verst allra frekari frétta af málinu og ástæðum þess að ráðning Brynjars var dregin til baka. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Fleiri fréttir Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Sjá meira
Þann 1. júní síðastliðinn sendi Reykjavíkurborg frá sér tilkynningu og birti á vef sínum frétt um að Brynjar Stefánsson, forstöðumaður sölu- og viðskiptaþróunar hjá Orku náttúrunnar, hefði verið ráðinn skrifstofustjóri yfir skrifstofu eigna og atvinnuþróunar. Brynjar náði þó aldrei að hefja störf og fréttina af ráðningu hans er nú hvergi að finna á vef borgarinnar. Hún lifir þó enn á þeim vefmiðlum sem birtu hana á sínum tíma. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins dró Reykjavíkurborg ráðninguna til baka skömmu eftir að hún var tilkynnt og var skrifstofustjóranum því sagt upp áður en hann tók til starfa. Brynjar vill ekki tjá sig um málið né staðfesta heimildir Fréttablaðsins um að hann hyggist leita réttar síns gagnvart borginni vegna málsins. Engar upplýsingar fást í raun um ástæður uppsagnarinnar. „Það er rétt að Brynjar var ráðinn til starfa eins og fram kom í tilkynningunni sem þú vísar til. Hann kom hins vegar ekki til starfa hjá Reykjavíkurborg og ekki unnt að greina nánar frá ástæðum þess,“ segir Stefán Eiríksson borgarritari um hin dularfullu starfslok. Inni á vef borgarinnar er Óli Jón Hertervig nú titlaður skrifstofustjóri skrifstofu eigna og atvinnuþróunar en hann hefur starfað sem deildarstjóri eignaumsýslu á skrifstofunni og var einn umsækjenda um stöðu skrifstofustjóra í vor. Stefán segir að Óla Jóni hafi verið falið að gegna starfinu tímabundið þar til ráðið verði í það á ný. „Starfið verður auglýst á ný síðar í haust að öllu óbreyttu,“ segir Stefán og verst allra frekari frétta af málinu og ástæðum þess að ráðning Brynjars var dregin til baka.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Fleiri fréttir Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Sjá meira