Stefnuvottarnir koma alltaf um kvöldmatarleytið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. október 2018 11:00 Björn Arnarson og Halla Sigrún Gylfadóttir vita loksins hvað þau skulda og ætla að selja húsið við Elliðavatn sem þau segja að gæti eins hafa verið byggt á indíánagrafreit. Tíu árum eftir hrun vita Björn Arnarson og Halla Sigrún Gylfadóttir, hjón með tvö börn í hálfkláruðu húsi, loksins hvað þau skulda Arion banka. Draumur þeirra að byggja fallegt hús við Elliðavatn í Kópavogi varð að martröð við fall bankanna í október 2008. Björn og Halla voru á meðal þeirra sem sögðu sögu sína í heimildarmyndinni Nýja Ísland sem sýnd var á Stöð 2 í vikunni. Lóa Pind Aldísardóttir tók púlsinn á Íslendingum af ólíkum kynslóðum, ólíkum stéttum og á ólíkum stöð tíu árum eftir fall bankanna. Björn og Halla lýsa því í þættinum hvernig allt helltist yfir þau skömmu eftir hrunið. Meðal annars hvernig fimmtán milljóna króna framkvæmdalán hjá Arion banka breyttist í 40 milljóna króna lán, eða 25 milljóna króna lán, eftir því hvern þú spyrð.Fékk taugaáfall Björn lýsir því hvernig hann hafi misst vinnuna tveimur árum síðar. Hann hafi fengið taugaáfall og á tímabili hafi lítil verk eins og að opna tölvuna valdið honum erfiðleikum. „Öll þessi óvissa, allir þessir póstar, þessar sendingar, þessir stefnuvottar,“ segir Björn. „Þessi stefnuvottar. Stefnuvotturinn, alltaf á kvöldmatartíma,“ segir Halla Sigrún. Þau minnast þess hvernig þau hafi búið í húsinu fyrst um sinn, með börn sín tvö sem þá voru mjög ung. Þau sváfu í einu svefnherbergi í óeinangruðu og ómáluðu húsi. Fötur og skálar út um allt því húsið míglak. Halla Sigrún segist sjá mjög eftir því að hafa lagst í framkvæmdir. Hún dreymi um að geta selt húsið og keypt sér eitthvað minna. Það var einmitt það sem varð til þess að þau fengu ekki greiðsluaðlögun. Húsið þótti ekki hóflegt.Hóflegt eða óhóflegt hús? „Ekki stærðarlega kannski. En allt sem er hérna inni er keypt af vinum og vandamönnum,“ segir Björn. Notaðir hlutir af Facebook og Bland. Þau væru löngu búin að selja en erfitt hefur verið að átta sig á skuldastöðu þeirra vegna stappsins við Arion banka. Björn lýsir því hvernig upphæðin sem þau skulduðu bankanum hafi breyst reglulega. „Það er eins og þau ýti á takka og þá kemur einhver tala,“ segir Björn. „Við gætum ákveðið að selja en meðan við vitum ekki hver staðan er, hvað við skuldum meikar ekki sens að gera það.“Ætla að selja húsnæðið Þau hefðu ekki hugmynd um hvort þau gætu átt fyrir innborgun í aðra minni íbúð. Þangað til nýlega. Nú tíu árum eftir hrun er loksins komin niðurstaða í skuldastöðu þeirra við Arion banka. Þau hafa samið við bankann um skuldastöðu og munaði þar um Hæstaréttardóm frá því í mars sem hafði fordæmisgildi fyrir baráttu þeirra við bankann. Þau stefna ótrauð á að selja húsnæði sitt við Elliðavatn og kaupa sér smærri íbúð. Reyna að lifa lífinu aðeins eftir tíu ár í skuldasúpunni.„Við erumótrúlega þakklát og glöð að við séum að komast tiltölulega ósködduð frá þessu.“Saga Björns og Höllu er meðal þeirra sem fjallað var um í fyrri hluta myndarinnar Nýja Ísland sem sjá má hér að neðan. Hrunið Tíu ár frá hruni Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Tíu árum eftir hrun vita Björn Arnarson og Halla Sigrún Gylfadóttir, hjón með tvö börn í hálfkláruðu húsi, loksins hvað þau skulda Arion banka. Draumur þeirra að byggja fallegt hús við Elliðavatn í Kópavogi varð að martröð við fall bankanna í október 2008. Björn og Halla voru á meðal þeirra sem sögðu sögu sína í heimildarmyndinni Nýja Ísland sem sýnd var á Stöð 2 í vikunni. Lóa Pind Aldísardóttir tók púlsinn á Íslendingum af ólíkum kynslóðum, ólíkum stéttum og á ólíkum stöð tíu árum eftir fall bankanna. Björn og Halla lýsa því í þættinum hvernig allt helltist yfir þau skömmu eftir hrunið. Meðal annars hvernig fimmtán milljóna króna framkvæmdalán hjá Arion banka breyttist í 40 milljóna króna lán, eða 25 milljóna króna lán, eftir því hvern þú spyrð.Fékk taugaáfall Björn lýsir því hvernig hann hafi misst vinnuna tveimur árum síðar. Hann hafi fengið taugaáfall og á tímabili hafi lítil verk eins og að opna tölvuna valdið honum erfiðleikum. „Öll þessi óvissa, allir þessir póstar, þessar sendingar, þessir stefnuvottar,“ segir Björn. „Þessi stefnuvottar. Stefnuvotturinn, alltaf á kvöldmatartíma,“ segir Halla Sigrún. Þau minnast þess hvernig þau hafi búið í húsinu fyrst um sinn, með börn sín tvö sem þá voru mjög ung. Þau sváfu í einu svefnherbergi í óeinangruðu og ómáluðu húsi. Fötur og skálar út um allt því húsið míglak. Halla Sigrún segist sjá mjög eftir því að hafa lagst í framkvæmdir. Hún dreymi um að geta selt húsið og keypt sér eitthvað minna. Það var einmitt það sem varð til þess að þau fengu ekki greiðsluaðlögun. Húsið þótti ekki hóflegt.Hóflegt eða óhóflegt hús? „Ekki stærðarlega kannski. En allt sem er hérna inni er keypt af vinum og vandamönnum,“ segir Björn. Notaðir hlutir af Facebook og Bland. Þau væru löngu búin að selja en erfitt hefur verið að átta sig á skuldastöðu þeirra vegna stappsins við Arion banka. Björn lýsir því hvernig upphæðin sem þau skulduðu bankanum hafi breyst reglulega. „Það er eins og þau ýti á takka og þá kemur einhver tala,“ segir Björn. „Við gætum ákveðið að selja en meðan við vitum ekki hver staðan er, hvað við skuldum meikar ekki sens að gera það.“Ætla að selja húsnæðið Þau hefðu ekki hugmynd um hvort þau gætu átt fyrir innborgun í aðra minni íbúð. Þangað til nýlega. Nú tíu árum eftir hrun er loksins komin niðurstaða í skuldastöðu þeirra við Arion banka. Þau hafa samið við bankann um skuldastöðu og munaði þar um Hæstaréttardóm frá því í mars sem hafði fordæmisgildi fyrir baráttu þeirra við bankann. Þau stefna ótrauð á að selja húsnæði sitt við Elliðavatn og kaupa sér smærri íbúð. Reyna að lifa lífinu aðeins eftir tíu ár í skuldasúpunni.„Við erumótrúlega þakklát og glöð að við séum að komast tiltölulega ósködduð frá þessu.“Saga Björns og Höllu er meðal þeirra sem fjallað var um í fyrri hluta myndarinnar Nýja Ísland sem sjá má hér að neðan.
Hrunið Tíu ár frá hruni Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent