Framsal meints höfuðpaurs í Euro-Market málinu heimilað Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 5. október 2018 06:15 Frá blaðamannafundi lögreglu 18. desember 2017. Fréttablaðið/Ernir Héraðsdómur Reykjavíkur hefur staðfest ákvörðun dómsmálaráðherra um framsal meints höfuðpaurs í Euromarket-málinu til Póllands. Í framsalsbeiðninni er byggt á því að pólsk yfirvöld hafi til rannsóknar aðild mannsins að skipulagðri brotastarfsemi og ólöglegum flutningi fíkniefna milli landa. Úrskurðurinn hefur verið kærður til Landsréttar. Steinbergur Finnbogason, verjandi mannsins, segir að verulega skorti á að tekin hafi verið afstaða til þeirra sjónarmiða sem teflt hafi verið fram í málinu. Litið hafi verið fram hjá lögbundnum mannúðarsjónarmiðum. Nánast sé eins og um framsal á Íslendingi sé að ræða enda hafi skjólstæðingur hans búið hér í meira en tíu ár, eigi hér konu og barn, eigin atvinnurekstur og ýmsar aðrar rætur í samfélaginu. Með framsalinu sé hann sviptur þeim rétti að verja sig hérlendis fyrir þeim ásökunum sem á hann eru bornar af íslensku ákæruvaldi og óljóst sé t.d. hvað verði um kyrrsetningu eigna hans hér á landi fari mál hans skyndilega til umfjöllunar dómstóla í Póllandi. Þá liggi fyrir að skjólstæðingur hans hafi verið til rannsóknar hér á landi vegna sömu brota, sætt margs konar þvingunaraðgerðum, setið í gæsluvarðhaldi og sætt farbanni. Ekki hafi verið lögð fram ákæra á hendur honum og þegar af þeirri ástæðu eigi að synja framsalskröfunni. Í úrskurðinum er ekki fallist á þessa túlkun verjandans. Í júlí hafði Fréttablaðið eftir Margeiri Sveinssyni, yfirmanni miðlægrar deildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, að rannsókn málsins beindist að fíkniefnainnflutningi og peningaþvætti, en einnig að fjársvikum, brotum á vopnalögum, lyfjalögum og fíkniefnaframleiðslu. Í framsalsúrskurðinum kemur hins vegar fram að umræddur höfuðpaur eigi aðeins eitt ólokið mál í kerfi lögreglunnar sem varðar meint peningaþvætti. Steinbergur bendir einnig á að ekki hafi verið lagt mat á framsalsbeiðnina með hliðsjón af stöðu dómskerfisins í Póllandi eins og Evrópudómstóllinn hefur áskilið en hann fjallaði nýverið um meðferð írskra stjórnvalda á beiðni um framsal pólsks borgara til Póllands. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur staðfest ákvörðun dómsmálaráðherra um framsal meints höfuðpaurs í Euromarket-málinu til Póllands. Í framsalsbeiðninni er byggt á því að pólsk yfirvöld hafi til rannsóknar aðild mannsins að skipulagðri brotastarfsemi og ólöglegum flutningi fíkniefna milli landa. Úrskurðurinn hefur verið kærður til Landsréttar. Steinbergur Finnbogason, verjandi mannsins, segir að verulega skorti á að tekin hafi verið afstaða til þeirra sjónarmiða sem teflt hafi verið fram í málinu. Litið hafi verið fram hjá lögbundnum mannúðarsjónarmiðum. Nánast sé eins og um framsal á Íslendingi sé að ræða enda hafi skjólstæðingur hans búið hér í meira en tíu ár, eigi hér konu og barn, eigin atvinnurekstur og ýmsar aðrar rætur í samfélaginu. Með framsalinu sé hann sviptur þeim rétti að verja sig hérlendis fyrir þeim ásökunum sem á hann eru bornar af íslensku ákæruvaldi og óljóst sé t.d. hvað verði um kyrrsetningu eigna hans hér á landi fari mál hans skyndilega til umfjöllunar dómstóla í Póllandi. Þá liggi fyrir að skjólstæðingur hans hafi verið til rannsóknar hér á landi vegna sömu brota, sætt margs konar þvingunaraðgerðum, setið í gæsluvarðhaldi og sætt farbanni. Ekki hafi verið lögð fram ákæra á hendur honum og þegar af þeirri ástæðu eigi að synja framsalskröfunni. Í úrskurðinum er ekki fallist á þessa túlkun verjandans. Í júlí hafði Fréttablaðið eftir Margeiri Sveinssyni, yfirmanni miðlægrar deildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, að rannsókn málsins beindist að fíkniefnainnflutningi og peningaþvætti, en einnig að fjársvikum, brotum á vopnalögum, lyfjalögum og fíkniefnaframleiðslu. Í framsalsúrskurðinum kemur hins vegar fram að umræddur höfuðpaur eigi aðeins eitt ólokið mál í kerfi lögreglunnar sem varðar meint peningaþvætti. Steinbergur bendir einnig á að ekki hafi verið lagt mat á framsalsbeiðnina með hliðsjón af stöðu dómskerfisins í Póllandi eins og Evrópudómstóllinn hefur áskilið en hann fjallaði nýverið um meðferð írskra stjórnvalda á beiðni um framsal pólsks borgara til Póllands.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Sjá meira