Framsal meints höfuðpaurs í Euro-Market málinu heimilað Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 5. október 2018 06:15 Frá blaðamannafundi lögreglu 18. desember 2017. Fréttablaðið/Ernir Héraðsdómur Reykjavíkur hefur staðfest ákvörðun dómsmálaráðherra um framsal meints höfuðpaurs í Euromarket-málinu til Póllands. Í framsalsbeiðninni er byggt á því að pólsk yfirvöld hafi til rannsóknar aðild mannsins að skipulagðri brotastarfsemi og ólöglegum flutningi fíkniefna milli landa. Úrskurðurinn hefur verið kærður til Landsréttar. Steinbergur Finnbogason, verjandi mannsins, segir að verulega skorti á að tekin hafi verið afstaða til þeirra sjónarmiða sem teflt hafi verið fram í málinu. Litið hafi verið fram hjá lögbundnum mannúðarsjónarmiðum. Nánast sé eins og um framsal á Íslendingi sé að ræða enda hafi skjólstæðingur hans búið hér í meira en tíu ár, eigi hér konu og barn, eigin atvinnurekstur og ýmsar aðrar rætur í samfélaginu. Með framsalinu sé hann sviptur þeim rétti að verja sig hérlendis fyrir þeim ásökunum sem á hann eru bornar af íslensku ákæruvaldi og óljóst sé t.d. hvað verði um kyrrsetningu eigna hans hér á landi fari mál hans skyndilega til umfjöllunar dómstóla í Póllandi. Þá liggi fyrir að skjólstæðingur hans hafi verið til rannsóknar hér á landi vegna sömu brota, sætt margs konar þvingunaraðgerðum, setið í gæsluvarðhaldi og sætt farbanni. Ekki hafi verið lögð fram ákæra á hendur honum og þegar af þeirri ástæðu eigi að synja framsalskröfunni. Í úrskurðinum er ekki fallist á þessa túlkun verjandans. Í júlí hafði Fréttablaðið eftir Margeiri Sveinssyni, yfirmanni miðlægrar deildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, að rannsókn málsins beindist að fíkniefnainnflutningi og peningaþvætti, en einnig að fjársvikum, brotum á vopnalögum, lyfjalögum og fíkniefnaframleiðslu. Í framsalsúrskurðinum kemur hins vegar fram að umræddur höfuðpaur eigi aðeins eitt ólokið mál í kerfi lögreglunnar sem varðar meint peningaþvætti. Steinbergur bendir einnig á að ekki hafi verið lagt mat á framsalsbeiðnina með hliðsjón af stöðu dómskerfisins í Póllandi eins og Evrópudómstóllinn hefur áskilið en hann fjallaði nýverið um meðferð írskra stjórnvalda á beiðni um framsal pólsks borgara til Póllands. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Fleiri fréttir Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur staðfest ákvörðun dómsmálaráðherra um framsal meints höfuðpaurs í Euromarket-málinu til Póllands. Í framsalsbeiðninni er byggt á því að pólsk yfirvöld hafi til rannsóknar aðild mannsins að skipulagðri brotastarfsemi og ólöglegum flutningi fíkniefna milli landa. Úrskurðurinn hefur verið kærður til Landsréttar. Steinbergur Finnbogason, verjandi mannsins, segir að verulega skorti á að tekin hafi verið afstaða til þeirra sjónarmiða sem teflt hafi verið fram í málinu. Litið hafi verið fram hjá lögbundnum mannúðarsjónarmiðum. Nánast sé eins og um framsal á Íslendingi sé að ræða enda hafi skjólstæðingur hans búið hér í meira en tíu ár, eigi hér konu og barn, eigin atvinnurekstur og ýmsar aðrar rætur í samfélaginu. Með framsalinu sé hann sviptur þeim rétti að verja sig hérlendis fyrir þeim ásökunum sem á hann eru bornar af íslensku ákæruvaldi og óljóst sé t.d. hvað verði um kyrrsetningu eigna hans hér á landi fari mál hans skyndilega til umfjöllunar dómstóla í Póllandi. Þá liggi fyrir að skjólstæðingur hans hafi verið til rannsóknar hér á landi vegna sömu brota, sætt margs konar þvingunaraðgerðum, setið í gæsluvarðhaldi og sætt farbanni. Ekki hafi verið lögð fram ákæra á hendur honum og þegar af þeirri ástæðu eigi að synja framsalskröfunni. Í úrskurðinum er ekki fallist á þessa túlkun verjandans. Í júlí hafði Fréttablaðið eftir Margeiri Sveinssyni, yfirmanni miðlægrar deildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, að rannsókn málsins beindist að fíkniefnainnflutningi og peningaþvætti, en einnig að fjársvikum, brotum á vopnalögum, lyfjalögum og fíkniefnaframleiðslu. Í framsalsúrskurðinum kemur hins vegar fram að umræddur höfuðpaur eigi aðeins eitt ólokið mál í kerfi lögreglunnar sem varðar meint peningaþvætti. Steinbergur bendir einnig á að ekki hafi verið lagt mat á framsalsbeiðnina með hliðsjón af stöðu dómskerfisins í Póllandi eins og Evrópudómstóllinn hefur áskilið en hann fjallaði nýverið um meðferð írskra stjórnvalda á beiðni um framsal pólsks borgara til Póllands.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Fleiri fréttir Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Sjá meira