„Maður getur ekki burðast með svona hluti í farteskinu alla ævi“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 4. október 2018 15:15 Nokkrir þeirra þingmanna sem greiddu atkvæði með ákæru á hendur Geir H. Haarde fyrir Landsdómi hafa sett sig í samband við hann og beðist afsökunar. Hann segist sjálfur hafa sett þetta mál fyrir aftan sig og ætlar ekki að burðast með það meira. Þetta segir Geir í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis í tilefni þess að tíu áru eru frá alþjóðlegu fjármálakreppunni og bankahruninu. Þegar Alþingi samþykkti ákæru á hendur Geir var það í fyrsta sinn í réttarsögu Íslands sem lög um ráðherraábyrgð og lög um landsdóm voru virkjuð og mál var höfðað af Alþingi vegna embættisfærslna ráðherra. Geir var „sýknaður af alvarlegustu brotunum, sem hann var borinn sökum um“ eins og segir orðrétt í dómi Landsdóms sem var kveðinn upp 23. apríl 2012. Hann var sakfelldur fyrir brot gegn 17. gr. stjórnarskrárinnar fyrir að halda ekki ríkisstjórnarfundi um vanda bankanna en sýknaður af öllu öðru. Þá var ríkissjóður dæmdur til að greiða allan sakarkostnað málsins og þar með talin málsvarnarlaun Geirs. „Ég tel, burtséð frá sjálfum mér, að það hafi verið mikil mistök að ætla að gera upp hrunið með því að fara í sakamál við forsætisráðherra eða aðra ráðherra. Það voru miklu betri leiðir. Pólitískt sakamál þar sem ákærandinn eru pólitískir andstæðinar þínir á þingi kann ekki góðri lukku að stýra. En fyrst málið fór í þennan farveg þá get ég ekki verið annað en ánægður með að ég var sýknaður af öllum ákæruatriðum sem snertu aðdragandann að hruninu. Það má auðvitað segja og ég segi það fullum fetum að Landsdómur sýknaði mig af þeim vanrækslusökum sem á mig voru bornar í skýrslu rannsóknarnefndarinnar. Það sem ég var síðan sakfelldur fyrir, minniháttar atriði að því er dómurinn segir sjálfur, var ekki atriði sem var í rannsóknarskýrslunni. Þetta var eitthvað sem nefndin í þinginu kom með og lagði til. Þetta gat ekki verið stórmál. Aðalatriðið er það að það átti ekki að reyna að komast að hinu sanna í þessu máli með því að höfða refsimál. Það var krafist refsingar og fangelsis yfir mér en ég vann málið,“ segir Geir. Hefurðu fyrirgefið þessum stjórnmálamönnum sem greiddu atkvæði með ákæru á hendur þér? „Margir þeirra, eða sumir þeirra skulum við segja, hafa rætt við mig, haft samband við mig að fyrra bragði og lýst vonbrigðum sínum með að hafa tekið þátt í þessu og beðið mig hreinlega afsökunar. Aðrir hafa viljað gera hreint fyrir sínum dyrum. Ég tek fullt mark á því. Að vísu eru ekkert allir sem hafa gert það en ég ætla ekkert að elta ólar við þetta og ætla ekkert að erfa þetta við fólk þangað til ég fer í gröfina.“Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var einn þeirra þingmanna sem greiddi atkvæði með ákærunni. Hefur hún rætt þetta við þig? „Nei, hún hefur nú ekki gert það en kannski kemur að því. Ég var alltaf í góðu sambandi við hana og met hana mikils sem stjórnmálamann. Og tel að þetta fari vel af stað í núverandi ríkisstjórn,“ segir Geir. Hann segist hafa sett málið fyrir aftan sig. „Nú eru komin sex ár síðan dómurinn féll og maður getur ekki burðast með svona hluti í farteskinu alla ævi. Ég ætla ekki að gera það.“Sjá viðtalið við Geir í heild sinni hér fyrir neðan. Landsdómur Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Sjá meira
Nokkrir þeirra þingmanna sem greiddu atkvæði með ákæru á hendur Geir H. Haarde fyrir Landsdómi hafa sett sig í samband við hann og beðist afsökunar. Hann segist sjálfur hafa sett þetta mál fyrir aftan sig og ætlar ekki að burðast með það meira. Þetta segir Geir í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis í tilefni þess að tíu áru eru frá alþjóðlegu fjármálakreppunni og bankahruninu. Þegar Alþingi samþykkti ákæru á hendur Geir var það í fyrsta sinn í réttarsögu Íslands sem lög um ráðherraábyrgð og lög um landsdóm voru virkjuð og mál var höfðað af Alþingi vegna embættisfærslna ráðherra. Geir var „sýknaður af alvarlegustu brotunum, sem hann var borinn sökum um“ eins og segir orðrétt í dómi Landsdóms sem var kveðinn upp 23. apríl 2012. Hann var sakfelldur fyrir brot gegn 17. gr. stjórnarskrárinnar fyrir að halda ekki ríkisstjórnarfundi um vanda bankanna en sýknaður af öllu öðru. Þá var ríkissjóður dæmdur til að greiða allan sakarkostnað málsins og þar með talin málsvarnarlaun Geirs. „Ég tel, burtséð frá sjálfum mér, að það hafi verið mikil mistök að ætla að gera upp hrunið með því að fara í sakamál við forsætisráðherra eða aðra ráðherra. Það voru miklu betri leiðir. Pólitískt sakamál þar sem ákærandinn eru pólitískir andstæðinar þínir á þingi kann ekki góðri lukku að stýra. En fyrst málið fór í þennan farveg þá get ég ekki verið annað en ánægður með að ég var sýknaður af öllum ákæruatriðum sem snertu aðdragandann að hruninu. Það má auðvitað segja og ég segi það fullum fetum að Landsdómur sýknaði mig af þeim vanrækslusökum sem á mig voru bornar í skýrslu rannsóknarnefndarinnar. Það sem ég var síðan sakfelldur fyrir, minniháttar atriði að því er dómurinn segir sjálfur, var ekki atriði sem var í rannsóknarskýrslunni. Þetta var eitthvað sem nefndin í þinginu kom með og lagði til. Þetta gat ekki verið stórmál. Aðalatriðið er það að það átti ekki að reyna að komast að hinu sanna í þessu máli með því að höfða refsimál. Það var krafist refsingar og fangelsis yfir mér en ég vann málið,“ segir Geir. Hefurðu fyrirgefið þessum stjórnmálamönnum sem greiddu atkvæði með ákæru á hendur þér? „Margir þeirra, eða sumir þeirra skulum við segja, hafa rætt við mig, haft samband við mig að fyrra bragði og lýst vonbrigðum sínum með að hafa tekið þátt í þessu og beðið mig hreinlega afsökunar. Aðrir hafa viljað gera hreint fyrir sínum dyrum. Ég tek fullt mark á því. Að vísu eru ekkert allir sem hafa gert það en ég ætla ekkert að elta ólar við þetta og ætla ekkert að erfa þetta við fólk þangað til ég fer í gröfina.“Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var einn þeirra þingmanna sem greiddi atkvæði með ákærunni. Hefur hún rætt þetta við þig? „Nei, hún hefur nú ekki gert það en kannski kemur að því. Ég var alltaf í góðu sambandi við hana og met hana mikils sem stjórnmálamann. Og tel að þetta fari vel af stað í núverandi ríkisstjórn,“ segir Geir. Hann segist hafa sett málið fyrir aftan sig. „Nú eru komin sex ár síðan dómurinn féll og maður getur ekki burðast með svona hluti í farteskinu alla ævi. Ég ætla ekki að gera það.“Sjá viðtalið við Geir í heild sinni hér fyrir neðan.
Landsdómur Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Sjá meira