„Maður getur ekki burðast með svona hluti í farteskinu alla ævi“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 4. október 2018 15:15 Nokkrir þeirra þingmanna sem greiddu atkvæði með ákæru á hendur Geir H. Haarde fyrir Landsdómi hafa sett sig í samband við hann og beðist afsökunar. Hann segist sjálfur hafa sett þetta mál fyrir aftan sig og ætlar ekki að burðast með það meira. Þetta segir Geir í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis í tilefni þess að tíu áru eru frá alþjóðlegu fjármálakreppunni og bankahruninu. Þegar Alþingi samþykkti ákæru á hendur Geir var það í fyrsta sinn í réttarsögu Íslands sem lög um ráðherraábyrgð og lög um landsdóm voru virkjuð og mál var höfðað af Alþingi vegna embættisfærslna ráðherra. Geir var „sýknaður af alvarlegustu brotunum, sem hann var borinn sökum um“ eins og segir orðrétt í dómi Landsdóms sem var kveðinn upp 23. apríl 2012. Hann var sakfelldur fyrir brot gegn 17. gr. stjórnarskrárinnar fyrir að halda ekki ríkisstjórnarfundi um vanda bankanna en sýknaður af öllu öðru. Þá var ríkissjóður dæmdur til að greiða allan sakarkostnað málsins og þar með talin málsvarnarlaun Geirs. „Ég tel, burtséð frá sjálfum mér, að það hafi verið mikil mistök að ætla að gera upp hrunið með því að fara í sakamál við forsætisráðherra eða aðra ráðherra. Það voru miklu betri leiðir. Pólitískt sakamál þar sem ákærandinn eru pólitískir andstæðinar þínir á þingi kann ekki góðri lukku að stýra. En fyrst málið fór í þennan farveg þá get ég ekki verið annað en ánægður með að ég var sýknaður af öllum ákæruatriðum sem snertu aðdragandann að hruninu. Það má auðvitað segja og ég segi það fullum fetum að Landsdómur sýknaði mig af þeim vanrækslusökum sem á mig voru bornar í skýrslu rannsóknarnefndarinnar. Það sem ég var síðan sakfelldur fyrir, minniháttar atriði að því er dómurinn segir sjálfur, var ekki atriði sem var í rannsóknarskýrslunni. Þetta var eitthvað sem nefndin í þinginu kom með og lagði til. Þetta gat ekki verið stórmál. Aðalatriðið er það að það átti ekki að reyna að komast að hinu sanna í þessu máli með því að höfða refsimál. Það var krafist refsingar og fangelsis yfir mér en ég vann málið,“ segir Geir. Hefurðu fyrirgefið þessum stjórnmálamönnum sem greiddu atkvæði með ákæru á hendur þér? „Margir þeirra, eða sumir þeirra skulum við segja, hafa rætt við mig, haft samband við mig að fyrra bragði og lýst vonbrigðum sínum með að hafa tekið þátt í þessu og beðið mig hreinlega afsökunar. Aðrir hafa viljað gera hreint fyrir sínum dyrum. Ég tek fullt mark á því. Að vísu eru ekkert allir sem hafa gert það en ég ætla ekkert að elta ólar við þetta og ætla ekkert að erfa þetta við fólk þangað til ég fer í gröfina.“Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var einn þeirra þingmanna sem greiddi atkvæði með ákærunni. Hefur hún rætt þetta við þig? „Nei, hún hefur nú ekki gert það en kannski kemur að því. Ég var alltaf í góðu sambandi við hana og met hana mikils sem stjórnmálamann. Og tel að þetta fari vel af stað í núverandi ríkisstjórn,“ segir Geir. Hann segist hafa sett málið fyrir aftan sig. „Nú eru komin sex ár síðan dómurinn féll og maður getur ekki burðast með svona hluti í farteskinu alla ævi. Ég ætla ekki að gera það.“Sjá viðtalið við Geir í heild sinni hér fyrir neðan. Landsdómur Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira
Nokkrir þeirra þingmanna sem greiddu atkvæði með ákæru á hendur Geir H. Haarde fyrir Landsdómi hafa sett sig í samband við hann og beðist afsökunar. Hann segist sjálfur hafa sett þetta mál fyrir aftan sig og ætlar ekki að burðast með það meira. Þetta segir Geir í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis í tilefni þess að tíu áru eru frá alþjóðlegu fjármálakreppunni og bankahruninu. Þegar Alþingi samþykkti ákæru á hendur Geir var það í fyrsta sinn í réttarsögu Íslands sem lög um ráðherraábyrgð og lög um landsdóm voru virkjuð og mál var höfðað af Alþingi vegna embættisfærslna ráðherra. Geir var „sýknaður af alvarlegustu brotunum, sem hann var borinn sökum um“ eins og segir orðrétt í dómi Landsdóms sem var kveðinn upp 23. apríl 2012. Hann var sakfelldur fyrir brot gegn 17. gr. stjórnarskrárinnar fyrir að halda ekki ríkisstjórnarfundi um vanda bankanna en sýknaður af öllu öðru. Þá var ríkissjóður dæmdur til að greiða allan sakarkostnað málsins og þar með talin málsvarnarlaun Geirs. „Ég tel, burtséð frá sjálfum mér, að það hafi verið mikil mistök að ætla að gera upp hrunið með því að fara í sakamál við forsætisráðherra eða aðra ráðherra. Það voru miklu betri leiðir. Pólitískt sakamál þar sem ákærandinn eru pólitískir andstæðinar þínir á þingi kann ekki góðri lukku að stýra. En fyrst málið fór í þennan farveg þá get ég ekki verið annað en ánægður með að ég var sýknaður af öllum ákæruatriðum sem snertu aðdragandann að hruninu. Það má auðvitað segja og ég segi það fullum fetum að Landsdómur sýknaði mig af þeim vanrækslusökum sem á mig voru bornar í skýrslu rannsóknarnefndarinnar. Það sem ég var síðan sakfelldur fyrir, minniháttar atriði að því er dómurinn segir sjálfur, var ekki atriði sem var í rannsóknarskýrslunni. Þetta var eitthvað sem nefndin í þinginu kom með og lagði til. Þetta gat ekki verið stórmál. Aðalatriðið er það að það átti ekki að reyna að komast að hinu sanna í þessu máli með því að höfða refsimál. Það var krafist refsingar og fangelsis yfir mér en ég vann málið,“ segir Geir. Hefurðu fyrirgefið þessum stjórnmálamönnum sem greiddu atkvæði með ákæru á hendur þér? „Margir þeirra, eða sumir þeirra skulum við segja, hafa rætt við mig, haft samband við mig að fyrra bragði og lýst vonbrigðum sínum með að hafa tekið þátt í þessu og beðið mig hreinlega afsökunar. Aðrir hafa viljað gera hreint fyrir sínum dyrum. Ég tek fullt mark á því. Að vísu eru ekkert allir sem hafa gert það en ég ætla ekkert að elta ólar við þetta og ætla ekkert að erfa þetta við fólk þangað til ég fer í gröfina.“Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var einn þeirra þingmanna sem greiddi atkvæði með ákærunni. Hefur hún rætt þetta við þig? „Nei, hún hefur nú ekki gert það en kannski kemur að því. Ég var alltaf í góðu sambandi við hana og met hana mikils sem stjórnmálamann. Og tel að þetta fari vel af stað í núverandi ríkisstjórn,“ segir Geir. Hann segist hafa sett málið fyrir aftan sig. „Nú eru komin sex ár síðan dómurinn féll og maður getur ekki burðast með svona hluti í farteskinu alla ævi. Ég ætla ekki að gera það.“Sjá viðtalið við Geir í heild sinni hér fyrir neðan.
Landsdómur Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira