Ákæra sjö rússneska njósnara vegna tölvuárása Samúel Karl Ólason skrifar 4. október 2018 14:23 Frá blaðamannafundinum í dag, þar sem ákærurnar voru opinberaðar. AP/Jacquelyn Martin Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur ákært sjö rússneska njósnara, sem sagðir eru vera útsendarar leyniþjónustu rússneska hersins, GRU. Mennirnir eru ákærðir fyrir fjölda brota eins og fjársvik, fjárþvott og að villa á sér heimildir en sérstaklega vegna tölvuárása varðandi leka upplýsinga um lyfjaprófanir íþróttamanna en markmiðið var að grafa undan trúverðugleika Alþjóða lyfjaeftirlitsstofnunarinnar sem hafði á þeim tíma opinberað skipulagða lyfjanotkun rússneskra íþróttamanna. „Þeir svindluðu, þeir voru gómaðir, þeir voru bannaðir frá ólympíuleikunum, þeir voru reiðir, þeir hefndu sín, þeir brutu lögin, þeir eru glæpamenn,“ sagði Scott Brady, ríkissaksóknari í Pennsylvania, á blaðamannafundi í Bandaríkjunum í dag. Mennirnir eru sagðir hafa ráðist á minnst 250 íþróttamenn frá rúmlega 30 löndum og fjölmargar íþróttastofnanir og íþróttasamtök. Fjórir mannanna sem um ræðir voru opinberaðir af yfirvöldum Hollands í morgun og þrír þeirra höfðu áður verið ákærðir vegna afskipta Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016.The Russian hackers victimized 250 athletes from 30 countries in addition to targeting dozens of anti-doping agencies — including FIFA and the International Association of Athletics Federations https://t.co/5PBpCMPDxdpic.twitter.com/HX0NnLWKxm — POLITICO (@politico) October 4, 2018Bretar, Hollendingar og Bandaríkjamenn hafa samhæft yfirlýsingar sínar um tölvuárásir Rússa í dag þar sem ákærurnar voru opinberaðar.Sjá einnig: Opinbera rússneska njósnaraAðgerðir mannanna sjö eru sagðar hafa staðið yfir frá desember 2014 og til maí á þessu ári, hið minnsta. Þeir eru allir rússneskir ríkisborgarar og heita; Aleksei Sergeyevich Morenets, Evgenii Mikhaylovich, Serebriakov, Ivan Sergeyevich Yermakov, Artem Andreyevich Malyshev, Dmitriy Sergeyevich Badin, Oleg Mikhaylovich Sotnikov, og Alexey Valerevich Minin. Þeim er gert að hafa meðal annars beitt svokölluðum „spearphishing“ árásum og vírusum til að ráðast á fólk og stofnanir. Það mistókst oft á tíðum og í þeim tilfellum ferðuðust einhverjir þeirra víða um heim og beindu öðrum leiðum. Eins og þeir fjórir beittu þegar þeir voru gómaðir í Hollandi í apríl. Þar földu njósnararnir tækjabúnað í bílaleigubíl og notuðu hann til að hlera þráðlaust net OPCW og koma höndum yfir lykilorð og aðrar upplýsingar. Sú aðgerð misheppnaðist þó og þeim var vísað úr landi. Tölva sem fannst á njósnurunum í Hollandi hafði til dæmis verið notuð til árása í Sviss og Malasíu. Njósnararnir eru allir ákærðir fyrir tvö brot sem samanlagt fela í sér hámarksdóm upp á 25 ára fangelsisvist. Nokkrir eru þar að auki ákærðir fyrir aðra glæpi.Ákærurnar má finna hér. Bandaríkin Holland Rússland Taugaeitursárás í Bretlandi Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira
Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur ákært sjö rússneska njósnara, sem sagðir eru vera útsendarar leyniþjónustu rússneska hersins, GRU. Mennirnir eru ákærðir fyrir fjölda brota eins og fjársvik, fjárþvott og að villa á sér heimildir en sérstaklega vegna tölvuárása varðandi leka upplýsinga um lyfjaprófanir íþróttamanna en markmiðið var að grafa undan trúverðugleika Alþjóða lyfjaeftirlitsstofnunarinnar sem hafði á þeim tíma opinberað skipulagða lyfjanotkun rússneskra íþróttamanna. „Þeir svindluðu, þeir voru gómaðir, þeir voru bannaðir frá ólympíuleikunum, þeir voru reiðir, þeir hefndu sín, þeir brutu lögin, þeir eru glæpamenn,“ sagði Scott Brady, ríkissaksóknari í Pennsylvania, á blaðamannafundi í Bandaríkjunum í dag. Mennirnir eru sagðir hafa ráðist á minnst 250 íþróttamenn frá rúmlega 30 löndum og fjölmargar íþróttastofnanir og íþróttasamtök. Fjórir mannanna sem um ræðir voru opinberaðir af yfirvöldum Hollands í morgun og þrír þeirra höfðu áður verið ákærðir vegna afskipta Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016.The Russian hackers victimized 250 athletes from 30 countries in addition to targeting dozens of anti-doping agencies — including FIFA and the International Association of Athletics Federations https://t.co/5PBpCMPDxdpic.twitter.com/HX0NnLWKxm — POLITICO (@politico) October 4, 2018Bretar, Hollendingar og Bandaríkjamenn hafa samhæft yfirlýsingar sínar um tölvuárásir Rússa í dag þar sem ákærurnar voru opinberaðar.Sjá einnig: Opinbera rússneska njósnaraAðgerðir mannanna sjö eru sagðar hafa staðið yfir frá desember 2014 og til maí á þessu ári, hið minnsta. Þeir eru allir rússneskir ríkisborgarar og heita; Aleksei Sergeyevich Morenets, Evgenii Mikhaylovich, Serebriakov, Ivan Sergeyevich Yermakov, Artem Andreyevich Malyshev, Dmitriy Sergeyevich Badin, Oleg Mikhaylovich Sotnikov, og Alexey Valerevich Minin. Þeim er gert að hafa meðal annars beitt svokölluðum „spearphishing“ árásum og vírusum til að ráðast á fólk og stofnanir. Það mistókst oft á tíðum og í þeim tilfellum ferðuðust einhverjir þeirra víða um heim og beindu öðrum leiðum. Eins og þeir fjórir beittu þegar þeir voru gómaðir í Hollandi í apríl. Þar földu njósnararnir tækjabúnað í bílaleigubíl og notuðu hann til að hlera þráðlaust net OPCW og koma höndum yfir lykilorð og aðrar upplýsingar. Sú aðgerð misheppnaðist þó og þeim var vísað úr landi. Tölva sem fannst á njósnurunum í Hollandi hafði til dæmis verið notuð til árása í Sviss og Malasíu. Njósnararnir eru allir ákærðir fyrir tvö brot sem samanlagt fela í sér hámarksdóm upp á 25 ára fangelsisvist. Nokkrir eru þar að auki ákærðir fyrir aðra glæpi.Ákærurnar má finna hér.
Bandaríkin Holland Rússland Taugaeitursárás í Bretlandi Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira