Katrín Tanja: Annie Mist sýndi mér að þetta var ekki fjarlægur draumur Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. október 2018 12:00 Saman hafa þær unnið fjóra heimsmeistaratitla. MYND/INSTAGRAM/THEDAVECASTRO Katrín Tanja Davíðsdóttir, tvöfaldur heimsmeistari í CrossFit, segir Annie Mist Þórisdóttur, sem einnig er tvöfaldur heimsmeistari í CrossFit, helstu ástæðu þess að íslenskar stelpur eru svo öflugar í íþróttinni. Annie Mist skaust fram á stjörnuhiminninn árið 2011 þegar að hún varð fyrst heimsmeistari í CrossFit en á þeim tíma vissu fáir Íslendingar um hvað sportið snerist. Ári síðar varði Annie titilinn og varð strax eitt af óskabörnum þjóðarinnar. „Hún ruddi brautina fyrir okkur. Ég held að hún sé ástæðan fyrir því að við eigum svona sterkar crossfit-stelpur og stráka,“ segir Katrín Tanja í hlaðvarpsþætti Snorra Björnssonar en hún vissi hvað bjó að baki þessum heimsmeistaratitlum Anniear þar sem að þær æfðu á sama stað. „Ef þú horfir á einhvern á heimsmeistaramóti sem er bestur er mjög auðvelt að benda á að viðkomandi er fæddur fyrir þetta eins og Usain Bolt í sinni grein. Þetta lítur út fyrir að vera auðvelt þegar að maður er á vellinum og manni gengur vel og ljósin eru á manni,“ segir hún. Katrín Tanja segir frá því í spjallinu við Snorra að þó hún hafi strax verið góð í CrossFit bjóst nú enginn við því að hún yrði sú besta í heiminum. Katrín fylgdist með Annie komast á toppinn og það hvatti hana áfram. Sjálf vann Katrín Tanja heimsmeistaratitilinn árið 2015 og 2016 „Það veit enginn hvað eru margir klukkutímar þarna að baki, heilu árin, blóð, sviti og tár sem hver manneskja þarna er búin að ganga í gegnum,“ segir hún. „Þetta var ekki fjarlægur draumur því þarna var Annie Mist sem að ég sá á hverjum einasta degi. Ég sá í henni hvað þurfti til. Þetta var alls ekki auðvelt. Ég sá að þetta yrði erfitt en ég sá að þetta væri hægt. Það var ótrúlega mikilvægt,“ segir Katrín Tanja Davíðsdóttir. Allan hlaðvarpsþáttinn má sjá hér að neðan en umræðan um Annie Mist og leið Katrínar á toppinn hefst eftir 24 mínútur. CrossFit Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Fleiri fréttir Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Telur daga McGregor í UFC talda Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sjá meira
Katrín Tanja Davíðsdóttir, tvöfaldur heimsmeistari í CrossFit, segir Annie Mist Þórisdóttur, sem einnig er tvöfaldur heimsmeistari í CrossFit, helstu ástæðu þess að íslenskar stelpur eru svo öflugar í íþróttinni. Annie Mist skaust fram á stjörnuhiminninn árið 2011 þegar að hún varð fyrst heimsmeistari í CrossFit en á þeim tíma vissu fáir Íslendingar um hvað sportið snerist. Ári síðar varði Annie titilinn og varð strax eitt af óskabörnum þjóðarinnar. „Hún ruddi brautina fyrir okkur. Ég held að hún sé ástæðan fyrir því að við eigum svona sterkar crossfit-stelpur og stráka,“ segir Katrín Tanja í hlaðvarpsþætti Snorra Björnssonar en hún vissi hvað bjó að baki þessum heimsmeistaratitlum Anniear þar sem að þær æfðu á sama stað. „Ef þú horfir á einhvern á heimsmeistaramóti sem er bestur er mjög auðvelt að benda á að viðkomandi er fæddur fyrir þetta eins og Usain Bolt í sinni grein. Þetta lítur út fyrir að vera auðvelt þegar að maður er á vellinum og manni gengur vel og ljósin eru á manni,“ segir hún. Katrín Tanja segir frá því í spjallinu við Snorra að þó hún hafi strax verið góð í CrossFit bjóst nú enginn við því að hún yrði sú besta í heiminum. Katrín fylgdist með Annie komast á toppinn og það hvatti hana áfram. Sjálf vann Katrín Tanja heimsmeistaratitilinn árið 2015 og 2016 „Það veit enginn hvað eru margir klukkutímar þarna að baki, heilu árin, blóð, sviti og tár sem hver manneskja þarna er búin að ganga í gegnum,“ segir hún. „Þetta var ekki fjarlægur draumur því þarna var Annie Mist sem að ég sá á hverjum einasta degi. Ég sá í henni hvað þurfti til. Þetta var alls ekki auðvelt. Ég sá að þetta yrði erfitt en ég sá að þetta væri hægt. Það var ótrúlega mikilvægt,“ segir Katrín Tanja Davíðsdóttir. Allan hlaðvarpsþáttinn má sjá hér að neðan en umræðan um Annie Mist og leið Katrínar á toppinn hefst eftir 24 mínútur.
CrossFit Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Fleiri fréttir Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Telur daga McGregor í UFC talda Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sjá meira