Fjörutíu prósent óskráð á hálendinu Sveinn Arnarsson skrifar 4. október 2018 08:00 Dæmi er um nýbyggt hús innan miðhálendis sem notað er í ferðaþjónustu án þess að vera skráð fasteign. Ekki eru greidd opinber gjöld af óskráðum húsum. Vísir Aðeins sextíu prósent bygginga á miðhálendi Íslands eru skráð í fasteignaskrá Þjóðskrár. Dæmi er um nýbyggt hús innan miðhálendis sem notað er í ferðaþjónustu án þess að vera skráð fasteign. Ekki eru greidd opinber gjöld af óskráðum húsum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu Skipulagsstofnunar um mannvirki á miðhálendinu. 586 byggingar eru á miðhálendinu samkvæmt skýrslunni. Tilgangur hennar er að gefa heildstæða yfirsýn yfir núverandi húsakost og þjónustuframboð á miðhálendinu. Slík yfirsýn er nauðsynleg forsenda fyrir frekari stefnumótun um skipulagsmál á miðhálendinu. „Ég er með dæmi um hús sem er nýendurbyggt og er nýtt af ferðaþjónustu en fasteignin sjálf er ekki skráð í Þjóðskrá. Þannig að fyrirtækið, eigandi fasteignarinnar, greiðir þar af leiðandi engin gjöld eða skatta af fasteigninni,“ segir Einar Jónsson, sérfræðingur hjá Skipulagsstofnun, sem kom að gerð skýrslunnar. Við gerð skýrslunnar var byggt á fasteignaskrá Þjóðskrár Íslands og gögnum frá sveitarfélögum á miðhálendinu, auk upplýsinga frá mörgum stofnunum, félagasamtökum og einstaklingum og úr rituðum heimildum. „Skýringar á þessu geta verið margvíslegar. Ein af þeim er að sveitarfélögin hafa þá ekki gengið eftir því að skrá þessar fasteignir. Svo er annar angi að ríkið er landeigandi þjóðlenda og nokkuð af þessum fasteignum er í þjóðlendum. Forsenda þess að skrá fasteign er að gera lóðarleigusamninga og ríkið hefur ekkert gengið eftir því. Það er kannski stærsti þátturinn í þessu, að ríkið hefur ekki samið við eiganda fasteignarinnar um lóð,“ bætir Einar við. Sveitarfélög verða því af nokkrum tekjum hvað þetta varðar, þar sem ekki eru greiddir skattar af þessum húsum. Einar segir það hafa komið á óvart hversu margar byggingar séu á hálendinu sem ekki eru skráðar í opinberum gögnum. „Ástand fjallaskálanna er auðvitað misjafnt en sveitarfélög eru eftirlitsskyld og því þurfa þau að skoða þetta betur. Við ættum auðvitað að gera þá kröfu að allar byggingar, jafnt á hálendi sem á láglendi, sem nýttar eru skuli skráðar í opinberum gögnum.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Sæti Artúrs logar Erlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Sjá meira
Aðeins sextíu prósent bygginga á miðhálendi Íslands eru skráð í fasteignaskrá Þjóðskrár. Dæmi er um nýbyggt hús innan miðhálendis sem notað er í ferðaþjónustu án þess að vera skráð fasteign. Ekki eru greidd opinber gjöld af óskráðum húsum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu Skipulagsstofnunar um mannvirki á miðhálendinu. 586 byggingar eru á miðhálendinu samkvæmt skýrslunni. Tilgangur hennar er að gefa heildstæða yfirsýn yfir núverandi húsakost og þjónustuframboð á miðhálendinu. Slík yfirsýn er nauðsynleg forsenda fyrir frekari stefnumótun um skipulagsmál á miðhálendinu. „Ég er með dæmi um hús sem er nýendurbyggt og er nýtt af ferðaþjónustu en fasteignin sjálf er ekki skráð í Þjóðskrá. Þannig að fyrirtækið, eigandi fasteignarinnar, greiðir þar af leiðandi engin gjöld eða skatta af fasteigninni,“ segir Einar Jónsson, sérfræðingur hjá Skipulagsstofnun, sem kom að gerð skýrslunnar. Við gerð skýrslunnar var byggt á fasteignaskrá Þjóðskrár Íslands og gögnum frá sveitarfélögum á miðhálendinu, auk upplýsinga frá mörgum stofnunum, félagasamtökum og einstaklingum og úr rituðum heimildum. „Skýringar á þessu geta verið margvíslegar. Ein af þeim er að sveitarfélögin hafa þá ekki gengið eftir því að skrá þessar fasteignir. Svo er annar angi að ríkið er landeigandi þjóðlenda og nokkuð af þessum fasteignum er í þjóðlendum. Forsenda þess að skrá fasteign er að gera lóðarleigusamninga og ríkið hefur ekkert gengið eftir því. Það er kannski stærsti þátturinn í þessu, að ríkið hefur ekki samið við eiganda fasteignarinnar um lóð,“ bætir Einar við. Sveitarfélög verða því af nokkrum tekjum hvað þetta varðar, þar sem ekki eru greiddir skattar af þessum húsum. Einar segir það hafa komið á óvart hversu margar byggingar séu á hálendinu sem ekki eru skráðar í opinberum gögnum. „Ástand fjallaskálanna er auðvitað misjafnt en sveitarfélög eru eftirlitsskyld og því þurfa þau að skoða þetta betur. Við ættum auðvitað að gera þá kröfu að allar byggingar, jafnt á hálendi sem á láglendi, sem nýttar eru skuli skráðar í opinberum gögnum.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Sæti Artúrs logar Erlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Sjá meira