Fjörutíu prósent óskráð á hálendinu Sveinn Arnarsson skrifar 4. október 2018 08:00 Dæmi er um nýbyggt hús innan miðhálendis sem notað er í ferðaþjónustu án þess að vera skráð fasteign. Ekki eru greidd opinber gjöld af óskráðum húsum. Vísir Aðeins sextíu prósent bygginga á miðhálendi Íslands eru skráð í fasteignaskrá Þjóðskrár. Dæmi er um nýbyggt hús innan miðhálendis sem notað er í ferðaþjónustu án þess að vera skráð fasteign. Ekki eru greidd opinber gjöld af óskráðum húsum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu Skipulagsstofnunar um mannvirki á miðhálendinu. 586 byggingar eru á miðhálendinu samkvæmt skýrslunni. Tilgangur hennar er að gefa heildstæða yfirsýn yfir núverandi húsakost og þjónustuframboð á miðhálendinu. Slík yfirsýn er nauðsynleg forsenda fyrir frekari stefnumótun um skipulagsmál á miðhálendinu. „Ég er með dæmi um hús sem er nýendurbyggt og er nýtt af ferðaþjónustu en fasteignin sjálf er ekki skráð í Þjóðskrá. Þannig að fyrirtækið, eigandi fasteignarinnar, greiðir þar af leiðandi engin gjöld eða skatta af fasteigninni,“ segir Einar Jónsson, sérfræðingur hjá Skipulagsstofnun, sem kom að gerð skýrslunnar. Við gerð skýrslunnar var byggt á fasteignaskrá Þjóðskrár Íslands og gögnum frá sveitarfélögum á miðhálendinu, auk upplýsinga frá mörgum stofnunum, félagasamtökum og einstaklingum og úr rituðum heimildum. „Skýringar á þessu geta verið margvíslegar. Ein af þeim er að sveitarfélögin hafa þá ekki gengið eftir því að skrá þessar fasteignir. Svo er annar angi að ríkið er landeigandi þjóðlenda og nokkuð af þessum fasteignum er í þjóðlendum. Forsenda þess að skrá fasteign er að gera lóðarleigusamninga og ríkið hefur ekkert gengið eftir því. Það er kannski stærsti þátturinn í þessu, að ríkið hefur ekki samið við eiganda fasteignarinnar um lóð,“ bætir Einar við. Sveitarfélög verða því af nokkrum tekjum hvað þetta varðar, þar sem ekki eru greiddir skattar af þessum húsum. Einar segir það hafa komið á óvart hversu margar byggingar séu á hálendinu sem ekki eru skráðar í opinberum gögnum. „Ástand fjallaskálanna er auðvitað misjafnt en sveitarfélög eru eftirlitsskyld og því þurfa þau að skoða þetta betur. Við ættum auðvitað að gera þá kröfu að allar byggingar, jafnt á hálendi sem á láglendi, sem nýttar eru skuli skráðar í opinberum gögnum.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Fleiri fréttir Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Sjá meira
Aðeins sextíu prósent bygginga á miðhálendi Íslands eru skráð í fasteignaskrá Þjóðskrár. Dæmi er um nýbyggt hús innan miðhálendis sem notað er í ferðaþjónustu án þess að vera skráð fasteign. Ekki eru greidd opinber gjöld af óskráðum húsum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu Skipulagsstofnunar um mannvirki á miðhálendinu. 586 byggingar eru á miðhálendinu samkvæmt skýrslunni. Tilgangur hennar er að gefa heildstæða yfirsýn yfir núverandi húsakost og þjónustuframboð á miðhálendinu. Slík yfirsýn er nauðsynleg forsenda fyrir frekari stefnumótun um skipulagsmál á miðhálendinu. „Ég er með dæmi um hús sem er nýendurbyggt og er nýtt af ferðaþjónustu en fasteignin sjálf er ekki skráð í Þjóðskrá. Þannig að fyrirtækið, eigandi fasteignarinnar, greiðir þar af leiðandi engin gjöld eða skatta af fasteigninni,“ segir Einar Jónsson, sérfræðingur hjá Skipulagsstofnun, sem kom að gerð skýrslunnar. Við gerð skýrslunnar var byggt á fasteignaskrá Þjóðskrár Íslands og gögnum frá sveitarfélögum á miðhálendinu, auk upplýsinga frá mörgum stofnunum, félagasamtökum og einstaklingum og úr rituðum heimildum. „Skýringar á þessu geta verið margvíslegar. Ein af þeim er að sveitarfélögin hafa þá ekki gengið eftir því að skrá þessar fasteignir. Svo er annar angi að ríkið er landeigandi þjóðlenda og nokkuð af þessum fasteignum er í þjóðlendum. Forsenda þess að skrá fasteign er að gera lóðarleigusamninga og ríkið hefur ekkert gengið eftir því. Það er kannski stærsti þátturinn í þessu, að ríkið hefur ekki samið við eiganda fasteignarinnar um lóð,“ bætir Einar við. Sveitarfélög verða því af nokkrum tekjum hvað þetta varðar, þar sem ekki eru greiddir skattar af þessum húsum. Einar segir það hafa komið á óvart hversu margar byggingar séu á hálendinu sem ekki eru skráðar í opinberum gögnum. „Ástand fjallaskálanna er auðvitað misjafnt en sveitarfélög eru eftirlitsskyld og því þurfa þau að skoða þetta betur. Við ættum auðvitað að gera þá kröfu að allar byggingar, jafnt á hálendi sem á láglendi, sem nýttar eru skuli skráðar í opinberum gögnum.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Fleiri fréttir Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Sjá meira