Blár var litur kónganna, víkinganna og ríka fólksins Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 4. október 2018 08:30 "Ég fæ hópa í heimsókn til mín á vinnustofuna að kíkja í pottana og allir virðast hafa gaman af,“ segir Guðrún. „Blár litur er fágæti úr náttúrunni, mjög fáar jurtir gefa bláan lit,“ segir Guðrún Bjarnadóttir náttúrufræðingur, sem á laugardaginn heldur litunarnámskeið í Hespuhúsinu við Andakílsárvirkjun. Þar læra nemendur að nota indígójurtina til að lita blátt, Guðrún segir það aðeins snúnara en hefðbundin jurtalitun. „Indígólitun er skemmtilegt ævintýri því litunarlögurinn er ekki blár heldur gulur og litarefnið getur bara fest stig við ullina í súrefnisleysi en sýnir sig svo þegar bandið kemur upp úr pottinum. Þá kemur í ljós hvort það var of lengi eða of stutt ofan í, hvort liturinn verður dökkur eða ljós. Þetta er í raun dálítil happa- og glappaaðferð. En það er eitt af því óvænta sem heldur manni gangandi.“ Sagan segir að blágresi (Geranium sylvaticum) hafi getað gefið bláan lit en aðferðin við það hafi gleymst þegar kona á Skagaströnd tók hana með sér í gröfina. Líklega var það þó aðeins grátt sem fékkst úr blágresinu en ekki blátt. Grátt virkar blátt innan um aðra liti. Saga bláa litarins er skemmtileg því það var svo erfitt að ná honum fram, að sögn Guðrúnar. „Þess vegna var hann litur kónganna og víkinganna,“ segir hún. „Þeir elskuðu bláa litinn. Hann var tákn valds og ríkidæmis og þess að þeir hefðu ferðast. Það var einmitt málið. Víkingarnir ferðuðust til Noregs og keyptu þar litklæði sem voru meðal annars blá. Norðmenn gátu fengið blátt úr sinni náttúru en ekki við. Woad, eða litunarkarsi eins og tegundin nefnist á íslensku, var besta uppsprettan af bláum lit á landsnámsöld og fram á þá 15. þegar indígó barst til Evrópu og ruddi woad úr sessi.“ Guðrún segir jurtalitun höfða til fólks á öllum aldri og báðum kynjum. „Unga fólkinu finnst þetta spennandi og núna er mikið í tísku að prjóna. Jurtalitun sameinar margt sem fólk fékk áhuga á eftir bankahrunið svo sem að nýta náttúruleg hráefni, halda við gömlum hefðum og gera eitthvað sjálfur. Ég fæ hópa í heimsókn til mín á vinnustofuna að kíkja í pottana og allir virðast hafa gaman af.“ Stór uppskrift verður blönduð á laugardaginn, að sögn Guðrúnar. „Þá getum við sett fleira en hvítt band í pottinn, til dæmis gult og þá verður bandið grænt. Svo er hægt að nota hnútaaðferð til að fá marglitað band. Möguleikarnir í litunarpottinum eru endalausir.“ Námskeiðið er á vegum endurmenntunardeildar Landbúnaðarháskóla Íslands. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Sjá meira
„Blár litur er fágæti úr náttúrunni, mjög fáar jurtir gefa bláan lit,“ segir Guðrún Bjarnadóttir náttúrufræðingur, sem á laugardaginn heldur litunarnámskeið í Hespuhúsinu við Andakílsárvirkjun. Þar læra nemendur að nota indígójurtina til að lita blátt, Guðrún segir það aðeins snúnara en hefðbundin jurtalitun. „Indígólitun er skemmtilegt ævintýri því litunarlögurinn er ekki blár heldur gulur og litarefnið getur bara fest stig við ullina í súrefnisleysi en sýnir sig svo þegar bandið kemur upp úr pottinum. Þá kemur í ljós hvort það var of lengi eða of stutt ofan í, hvort liturinn verður dökkur eða ljós. Þetta er í raun dálítil happa- og glappaaðferð. En það er eitt af því óvænta sem heldur manni gangandi.“ Sagan segir að blágresi (Geranium sylvaticum) hafi getað gefið bláan lit en aðferðin við það hafi gleymst þegar kona á Skagaströnd tók hana með sér í gröfina. Líklega var það þó aðeins grátt sem fékkst úr blágresinu en ekki blátt. Grátt virkar blátt innan um aðra liti. Saga bláa litarins er skemmtileg því það var svo erfitt að ná honum fram, að sögn Guðrúnar. „Þess vegna var hann litur kónganna og víkinganna,“ segir hún. „Þeir elskuðu bláa litinn. Hann var tákn valds og ríkidæmis og þess að þeir hefðu ferðast. Það var einmitt málið. Víkingarnir ferðuðust til Noregs og keyptu þar litklæði sem voru meðal annars blá. Norðmenn gátu fengið blátt úr sinni náttúru en ekki við. Woad, eða litunarkarsi eins og tegundin nefnist á íslensku, var besta uppsprettan af bláum lit á landsnámsöld og fram á þá 15. þegar indígó barst til Evrópu og ruddi woad úr sessi.“ Guðrún segir jurtalitun höfða til fólks á öllum aldri og báðum kynjum. „Unga fólkinu finnst þetta spennandi og núna er mikið í tísku að prjóna. Jurtalitun sameinar margt sem fólk fékk áhuga á eftir bankahrunið svo sem að nýta náttúruleg hráefni, halda við gömlum hefðum og gera eitthvað sjálfur. Ég fæ hópa í heimsókn til mín á vinnustofuna að kíkja í pottana og allir virðast hafa gaman af.“ Stór uppskrift verður blönduð á laugardaginn, að sögn Guðrúnar. „Þá getum við sett fleira en hvítt band í pottinn, til dæmis gult og þá verður bandið grænt. Svo er hægt að nota hnútaaðferð til að fá marglitað band. Möguleikarnir í litunarpottinum eru endalausir.“ Námskeiðið er á vegum endurmenntunardeildar Landbúnaðarháskóla Íslands.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Sjá meira