

Fyrir fólkið
Einu sinni enn segja forsvarsmenn atvinnulífsins að lítið sé til skiptanna. Verkalýðsleiðtogarnir taka ekkert mark á því og neita að viðurkenna að launahækkanir liðinna ára hafi verið svo umtalsverðar að ekki sé hægt að endurtaka þær án þess að illa fari. Það blasir þó við að aðstæður eru ekki jafn góðar og þær voru fyrir örfáum árum, það má greina niðursveiflu í þjóðfélaginu og ástæða er til að fara varlega. Miklar launahækkanir geta auðveldlega leitt til þess að vextir muni hækka, verðbólga fara á skrið og fyrirtæki, sem þola ekki aukinn launakostnað, munu þá vitanlega grípa til uppsagna. Ekki er þetta frýnileg mynd, enda afneitar verkalýðsforystan henni kröftuglega. Hún segir að ekkert þessu líkt muni gerast. Má ekki vera að hún sé þar í vissri afneitun?
Fari hlutir illa í kjölfar komandi kjarasamninga og launahækkanir hins venjulega Íslendings verði étnar upp á svipstundu vegna hærri vaxta og verðbólgu þá er verkalýðshreyfingin ekki í sérlega góðum málum. Þá hefur hún brugðist fólkinu í landinu, vaðið áfram með óhóflegar og óraunsæjar kröfur án þess að gera sér grein fyrir afleiðingunum. Vill verkalýðshreyfingin kalla yfir sig það hlutskipti að hafa verið þeim verst sem hún unni mest? Varla.
Menn mega ekki vera svo blindir á eigin málstað að þeir sjái í forsvarsmönnum atvinnulífsins holdgervinga hins gráðuga kapítalisma, menn sem standi nákvæmlega á sama um kjör venjulegs fólks. Forsvarsmenn atvinnulífs og verkalýðshreyfingar verða að geta unnið saman og talast við af heilindum, án þess að grípa til skætings. Báðir hópar eru að vinna fyrir fólkið í landinu og hafa skyldum að gegna við það.
Samtök atvinnurekenda sendu á dögunum viðsemjendum sínum bréf þar sem meðal annars kom fram að miklar launahækkanir myndu draga úr samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja. Þar var einnig lögð áhersla á að auka þyrfti framboð á húsnæði fyrir tekjulága hópa. Óskað var eftir formlegum viðræðum um ýmis efnisatriði bréfsins, sem framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, Halldór Benjamín Þorbergsson, sagði vera útrétta sáttarhönd til verkalýðshreyfingarinnar.
Ekki vakti þessi sending mikla lukku hjá verkalýðsforystunni en formaður VR, Ragnar Þór Ingólfsson, afgreiddi bréfið með þeim orðum að engin ástæða væri til viðræðna ef ekkert væri til skiptanna. Verkalýðsforinginn herskái hefur talað um skæruverkföll sem lausn til að knésetja atvinnurekendur, leið sem ekki verður séð að almenningur þrái. Æsingur leysir engan vanda, eykur einungis á hann.
Enginn ætlast til að hjörtu fulltrúa atvinnulífs og verkalýðshreyfingar slái fullkomlega í takt, en á báðum stöðum þarf að hafa hagsmuni fólksins að leiðarljósi. Varla er það til of mikils mælst.
Skoðun

Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ?
Ólafur Ívar Jónsson skrifar

Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind
Jón Daníelsson skrifar

Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi?
Björn Ólafsson skrifar

Hægri sósíalismi
Jón Ingi Hákonarson skrifar

5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki!
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu
Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar

Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá
Viðar Hreinsson skrifar

Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu
Helen Ólafsdóttir skrifar

Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir
Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar

Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Þingmenn auðvaldsins
Karl Héðinn Kristjánsson skrifar

Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum
Elliði Vignisson skrifar

Verðugur bandamaður?
Steinar Harðarson skrifar

Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn
Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar

Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst?
Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar

Rán um hábjartan dag
Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar

Af hverju er verðbólga ennþá svona há?
Ólafur Margeirsson skrifar

Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu
Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar

Uppbygging hjúkrunarheimila
Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar

Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar

Með skynsemina að vopni
Anton Guðmundsson skrifar

Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna?
Grímur Atlason skrifar

Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar
Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar

80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish
Jón Kaldal skrifar

Malað dag eftir dag eftir dag
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Að velja friðinn fram yfir réttlætið
Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar

Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar?
Guðrún Högnadóttir skrifar

Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna
Jóhanna Jakobsdóttir skrifar