Bandaríkin rifta áratuga gömlum „vináttusamningi“ við Íran Samúel Karl Ólason skrifar 3. október 2018 16:00 Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. AP/Cliff Owen Ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur ákveðið að rifta „vináttusamningi“ við Íran sem samþykktur var árið 1955. Það var gert í kjölfar þess að Alþjóðadómstóllinn í Haag skipaði Bandaríkjunum að fella niður refsiaðgerðir gegn Íran sem settar voru á eftir að Donald Trump dró Bandaríkin frá kjarnorkusamkomulaginu svokallaða. Þeim var gert að fella sérstaklega niður refsiaðgerðir sem snúa að mannréttindamálum. Þar er meðal annars átt við bann við sölu á lyfjum, matvælum og flugvélapörtum. Dómurinn segir að bann við sölu slíkra vara gæti leitt til dauða almennra borgara Íran. Íran höfðaði mál vegna aðgerðanna á grundvelli þess að þær brytu gegn áðurnefndum samningi frá 1955. Það var hins vegar löngu fyrir uppreisnina í Íran árið 1979. Fyrir uppreisnina var gott samband á milli ríkjanna en eftir hana gjörbreyttist það. Alþjóðadómstóllinn hefur þó úrskurðað áður að samningurinn sé gildur þrátt fyrir slæmt samband ríkjanna.Eftir úrskurð dómstólsins gaf ríkisstjórn Trump út yfirlýsingu um að hann hefði ekkert um málið að segja. Það sneri að þjóðaröryggi Bandaríkjanna. Í kjölfarið sagði Mike Pompeo, utanríkisráðherra, að Bandaríkin riftu vinuáttusamningnum og það hefði átt að gera það fyrir löngu síðan. Hann sakaði yfirvöld Íran um að misnota Alþjóðadómstólinn.Sérfræðingar segja verulega ólíklegt að úrskurðurinn muni skipta nokkru máli. Bæði ríki hafi hunsað úrskurði dómstólsins áður. Tæknilega séð eru úrskurðir Alþjóðadómstólsins bindandi en hann hefur engar leiðir til að fylgja þeim eftir.Frá því að Bandaríkin slitu sig frá samkomulaginu og beitti Íran refsiaðgerðum hefur efnahagur Íran beðið hnekki. Þá stendur til að Bandaríkin beiti Íran frekari refsiaðgerðum í næsta mánuði. Ekki er ljóst hvaða áhrif úrskurðurinn muni hafa á þær ætlanir, ef einhver. Bandaríkin Mið-Austurlönd Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Sjá meira
Ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur ákveðið að rifta „vináttusamningi“ við Íran sem samþykktur var árið 1955. Það var gert í kjölfar þess að Alþjóðadómstóllinn í Haag skipaði Bandaríkjunum að fella niður refsiaðgerðir gegn Íran sem settar voru á eftir að Donald Trump dró Bandaríkin frá kjarnorkusamkomulaginu svokallaða. Þeim var gert að fella sérstaklega niður refsiaðgerðir sem snúa að mannréttindamálum. Þar er meðal annars átt við bann við sölu á lyfjum, matvælum og flugvélapörtum. Dómurinn segir að bann við sölu slíkra vara gæti leitt til dauða almennra borgara Íran. Íran höfðaði mál vegna aðgerðanna á grundvelli þess að þær brytu gegn áðurnefndum samningi frá 1955. Það var hins vegar löngu fyrir uppreisnina í Íran árið 1979. Fyrir uppreisnina var gott samband á milli ríkjanna en eftir hana gjörbreyttist það. Alþjóðadómstóllinn hefur þó úrskurðað áður að samningurinn sé gildur þrátt fyrir slæmt samband ríkjanna.Eftir úrskurð dómstólsins gaf ríkisstjórn Trump út yfirlýsingu um að hann hefði ekkert um málið að segja. Það sneri að þjóðaröryggi Bandaríkjanna. Í kjölfarið sagði Mike Pompeo, utanríkisráðherra, að Bandaríkin riftu vinuáttusamningnum og það hefði átt að gera það fyrir löngu síðan. Hann sakaði yfirvöld Íran um að misnota Alþjóðadómstólinn.Sérfræðingar segja verulega ólíklegt að úrskurðurinn muni skipta nokkru máli. Bæði ríki hafi hunsað úrskurði dómstólsins áður. Tæknilega séð eru úrskurðir Alþjóðadómstólsins bindandi en hann hefur engar leiðir til að fylgja þeim eftir.Frá því að Bandaríkin slitu sig frá samkomulaginu og beitti Íran refsiaðgerðum hefur efnahagur Íran beðið hnekki. Þá stendur til að Bandaríkin beiti Íran frekari refsiaðgerðum í næsta mánuði. Ekki er ljóst hvaða áhrif úrskurðurinn muni hafa á þær ætlanir, ef einhver.
Bandaríkin Mið-Austurlönd Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Sjá meira